Skrifborð
1900 - 1930

In preservation at
Akureyri Museum
Skrifborð úr
dökkbæsaðri furu. Borðplatan er lögð ofan á tvo skápa með fulningahurðum
úr furu. Í hægra skápnum eru fimm skúffur og í vinstri skápnum eru
tvær hillur. Skrá til að læsa er á innverðri hlið skápanna. Borðplatan
sjálf er með þremur skúffum og er
stærsta skúffan fyrir miðju. Allar eru þær með messingskrám og handföngum.
Skrifborðsplatan er rammi sem er spónlagður með eikarspæni og í miðju er
svartmálaður strigi. Viðurinn í borðinu hefur innþornað og rýrnað og hefur
það gert sprungur í viðinn. Borðplatan er t.d. með stórri sprungu. Hægri
skáphurð er ekki hægt að loka sökum þess að skúffurnar standa of langt
út, sennilega vegna þess að skápurinn sjálfur hefur rýrnað.
Main information
Dating
1900 - 1930
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: 12202
"Museumnumber b": 1996-132
Dimensions
137 x 71 x 76 cm
Lengd: 137 Breidd: 71 Hæð: 76 cm
Place
Staður: Hrafnagilsstræti, 600-Akureyri, Akureyrarbær
Record type
Collection
Undirskrá: Munaskrá - MSA
Keywords
Keyword: Skrifborð



