Úr

1855 - 1857
In preservation at
Akureyri Museum
Fermingarúr Magðalenu Möller. Úrið er frekar stórt af kvennúri að vera, í rauðum litlum kassa, sem fylgdi því frá upphafi. Á baki úrsins er rósaskraut en innan í baklokið er grafið " Magðalena Möller ". Úrinu fylgja lyklar til að draga það upp með en það er dregið upp að aftan eftir að lokið hefur verið opnað. Þá eru og með úrinu tveir aðrir lyklar gulllitaðir og er annar í byssulögun. Magðalena Möller var fædd 1843 og gift Oddi Thorarensen eldra, lyfsala á Akureyri. Hún var afasystir frú Sigríðar Davíðsson en hún er gefandi úrsins.

Main information

Dating
1855 - 1857
Object-related numbers
Museumnumber a: 1289 "Museumnumber b": 1962-1289
Place
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Record type
Collection
Undirskrá: Munaskrá - MSA
Keywords
Keyword: Úr