Copyright: Myndstef Photo: Listasafn Íslands

Main information

Title
Art title: Uppstilling
Technique
Object-related numbers
Museumnumber a: LÍ-ÞGIG-661 "Museumnumber b": 30207
Dimensions
30.5 x 24 x 0 cm Stærð með ramma: 43,8 x 37,2 x 0 cm
Exhibition text
Á uppboði númer 35 hjá Gallerí Borg 6.10. 1991 voru seldar þrjár uppstillingar eignaðar Nínu Tryggvadóttur. Þó að verkin væru eignuð sama höfundi eru þau mjög ólík innbyrðis og bera ekki höfundareinkenni Nínu Tryggvadóttur. Hún var nemandi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1935 til 1939. Í fyrstu var hún leitandi og einkenna dökkir litir og lausbeisluð form verk hennar. Þegar líða tók á námið má sjá áhrif af formhugsun kúbismans í verkum hennar, agaðra skipulag á myndfletinum með heilsteyptari og litsterkari flötum. Nína fékkst við uppstillingar eða kyrralífsmyndir allan ferilinn, þó einkum fram til 1947 er hún hvarf frá hlutbundnu málverki og má sjá dæmi um eitt slíkt verk hér til hliðar.   Eitt málverkanna þriggja sem boðin voru upp árið 1991, uppstilling með tveimur flöskum, sítrónu og hvítri krús, var tekið til nánari rannsóknar. Hin málverkin tvö, bæði fölsuð, eru hér til hliðar. Við frekari skoðun kom í ljós að líklegur höfundur væri danski listmálarinn Herdis Gelardi, samtímakona Nínu. Til að færa sönnur á þessa tilgátu var áritun verksins rannsökuð. Í neðra vinstra horni er skrifað „N.TRYGGVADÓTTIR“ yfir þykka yfirmálningu en litur hennar samsvarar nokkuð vel upprunalegu málningunni. Áritunin stenst ekki samanburð við sannanlegar áritanir Nínu Tryggvadóttur en hins vegar má sjá sömu stafagerð og rithátt á fjölda verka sem hafa verið eignuð Nínu Tryggvadóttur og rannsökuð vegna gruns um fölsun. Undir útfjólubláu ljósi má sjá að verkið hefur verið lakkborið (ferniserað) eftir að það var merkt Nínu með óreglulegum upp- og niðurstrokum yfir allt yfirborðið og má sjá hvernig lakkið hefur oxast. Undir hliðarlýsingu má greinilega sjá umfang yfirmálningarinnar og litamismun má greina á milli hennar og þeirrar upprunalegu undir útfjólublárri lýsingu (sjá ljósmyndir). Í kjölfar þessarar niðurstöðu var tekin röntgenmynd af verkinu í byrjun árs 2025 til að kanna hvort merking listmálarans lægi þar undir, fyrst á forvörsluverkstæði Þjóðminjasafns Íslands og síðan hjá Röntgen Domus. Eftir þessar myndatökur er óhætt að fullyrða að undirliggjandi áritun er „Herdis Gelardi“ og er hún staðsett nákvæmlega undir svæðinu sem yfirmálningin þekur. Engar rannsóknir voru gerðar á litar- eða bindiefnum en líklega er yfirmálningin alkýðbundin sem og málning fölsuðu áritunarinnar. Þar sem sýnt hefur verið fram á hver sé raunverulegur höfundur uppstillingarinnar er augljóst að gerð yfirmálningarinnar er aukaatriði.   Rammi verksins er ekki upprunalegur og sjást ummerki þess á bakhliðinni. Tvö hornanna úr eldri ramma hafa verið látin halda sér en hliðarnar styttar áður en hin tvö hornin voru límd saman og í lokin öll fjögur heftuð.
Record type
Collection
Undirskrá: Aðalskrá Undirskrá: Listaverkasjóður Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur Undirskrá: Falsanir, grunur um fölsun
Classification
Copyright
Copyright: Myndstef