Boðskort
1914

In preservation at
National Museum of Iceland
Boðskort í umslagi. Umslagið er 9,6 x 12 cm að stærð og boðskortið er 12 x 8,3 cm að stærð. Umslagið er rifið að ofan. Framan á því er hluti af póststimpli og far eftir frímerki. Framan á umslagið er handskrifað:
Herra fornmenjar.
Matthías Þórðarson
Hjer.
Grettisgötu
Inni í umslaginu er prentað boðskort sem á stendur:
Fimtudaginn 25. júní opna jeg
myndastofu mína í Austurstr. 14.
Opin alla virka daga frá kl. 9
árd.-6 síðd., á helgidögum frá kl.
11 árd.-3 síðd.
Virðingarfylst
Sigríður Zoëga
Talsími 466.
Boðskort á opnun myndastofu Sigríðar Zoëga (f. 1889, d. 1968), ljósmyndara í Aðalstræti 14 árið 1914. Boðskortið er stílað á Matthías Þórðarson þáverandi þjóðminjavörð.
Sigríður Zoëga átti langan og farsælan feril sem ljósmyndari í Reykjavík í yfir hálfa öld frá árinu 1914 og þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Hún var einn af brautryðjendum kvenna í faginu.
Átján ára var Sigríður komin í vinnu á ljósmyndastofu í Reykjavík og haustið 1910 sigldi hún af landi brott að leita sér frekari menntunar í faginu. Sigríður var af efnuðu fólki komin og af fyrstu kynslóð kvenna á Íslandi sem áttu möguleika á frekari menntun. Eftir nokkrum krókaleiðum komst hún í læri í Þýskalandi hjá hinum þekkta ljósmyndara August Sanders. Þegar hún sneri heim fjórum árum seinna opnaði hún eigin ljósmyndastofu við Austurstræti 14. Hún rak myndastofuna við Austurstræti 14 til ársins 1915 þegar byggingin brann ásamt fjölda annarra bygginga í brunanum mikla í miðbæ Reykjavíkur 25 .apríl 1915. (sjá heimildir að neðan)
Í safneign Þjóðminjasafns Íslands er m.a. varðveitt ljósmynd númer Lpr/2013-192 eftir Magnús Ólafsson ljósmyndara af Austurstræti 14 þar sem Sigríður Zoëga rak myndastofu sína. Í safneigninni er jafnframt varðveittur fjöldi ljósmynda eftir Sigríði sjálfa.
Main information
Dating
1914
Material
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2023-2
Dimensions
12 x 8.3 cm
Lengd: 12 Breidd: 8.3 cm
Place
Staður: Austurstræti 14, 101-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
References
Place of origin
64°8'51.1"N 21°56'20.2"W



