Heimilisupptökur
1959 - 1960

In preservation at
Hafnarfjörður Museum
Segulbandsspóla í hefðbundinni heimilisstærð framleidd af Scotch í Bandaríkjunum. Upptökurnar eru hæggengar og á tveimur hliðum á tveimur hröðum eftir atvikum og á tveimur hliðum. Flestar eru þetta heimilisupptökur af heimilisfólki og gestum og teknar 1959.
Nánar um efnið:
HLIÐ 1
1. Viðtöl við börn í barnaafmæli, Þorbergur Tryggvi Stefánsson stjórnar (ógreinileg upptaka) 26. janúar 1959
-Ingvar Gestsson, 3ja ára
-Herdís Sigurbjörnsdóttir, 6 ára (f. 3. júlí)
-Þórhallur Tryggvason afmælisbarn
- Óþekkt telpa, heitir annað hvort Gunna eða Tinna (ógreinilegt)
-Óþekktur drengur
-Ingvar Geirsson syngur bút úr lagi
-Bjarni Geirsson syngur bút úr lagi
2. Hópur barna syngur Nú liggur vel á mér, undir stjórn Helgu Ólafsdóttur (ógreinileg upptaka). 26. janúar 1959
3. Fjórar frænkur syngja saman Lóa litla á Brú undir stjórn Ingibjargar Pálsdóttur (ógreinileg upptaka). 26. janúar 1959
4. Ingvar Geirsson, Hringbraut 62, talar um systur sína sem er með myslinga, syngur svo Bráðum koma blessuð jólin. 26. janúar 1959
5. „Fjórar jafnfljótar“ (Margrét Pálsdóttir o.fl.) syngja Ef væri ég söngvari, Það búa litlir dvergar, Ástarljóðið mitt, Allir krakkar og Fyrr var oft í koti kátt. 26. janúar 1959
6. Ingvar Geirsson flytur ljóðið Afi minn fór á honum Rauð. 26. Janúar 1959
7. Þórhallur Tryggvi syngur Siggi var úti 26. Janúar 1959
8. Viðtal við Þórhall Tryggva sem nýverið átti afmæli. Hann ræðir um afmælisboðið og syngur Fyrr var oft í koti kátt, Siggi var úti o.fl.
9. Ingibjörg Smith syngur Nú liggur vel. Útvarpsupptaka tekin með hljóðnema við hátalara. Í bakgrunni heyrist í feðgum talast við öðru hverju.
10. Önnur útvarpsupptaka: Orgelleikur, hugsanlega Páll Ísólfsson
11. Guðmundur Frímann frá Akureyri les ljóð, Jóhannes Arason þulur afkynnir.
12. Brynjólfur Jóhannesson syngur gamanvísur frá gamlárskvöldi.
13. Herdís Sigurbjörnsdóttir syngur Stóð ég úti í tunglsljósi/Anna Ólafsdóttir syngur Í skóginum stóð kofi einn
-Margrét Geirsdóttir flytur ljóð
-Kristín Pálsdóttir, Mánastíg 6 talar
-Bjarni Geirsson, talar
-Helga Þóra Ragnarsdóttir talar
14. Herdís Sigurbjörnsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Anna Ólafsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir (?) syngja Kantu brauð að baka og Nú liggur vel á mér
-Páll Pálsson, Bjarni Geirsson og Ingvar Geirsson syngja Í skóginum stóð kofi einn
-Þórhallur Tryggvi Tryggvason syngur Jólasveinar ganga um gólf í óvenjulegri ¾ útgáfu.
15. Anna Ólafsdóttir syngur Jólasveinar einn og átta
-Tinna Ólafsdóttir syngur Ein ég sit og sauma
-Herdís Sigurbjörnsdóttir syngur Jólasveinar einn og átta
-16. Nokkur börn: stúlka (f. 23. Ágúst 1950), Ingibjörg Pálsdóttir, Mánastíg Hafnarfirði (f. 25. febrúar 1951), Anna (f. 24. Október 1952), Hafdís (f. 3. Júní 1952), Þórhallur Tryggvi afmælisbarn (f.21. janúar 1953), Páll ( f. 28. Maí 1953), „Stína“ (f. 20. Október 1953), Pétur (f. 20. Desember 1953) Ingvar (f. 18. Febrúar 1955) segja til um afmælisdag í afmæli hjá Þórhalli Tryggva
17. Herdís Sigurbjörnsdóttir syngur Adam átti syni sjö, Litlu andarungarnir (þrjú erindi), Í skóginum stóð kofi einn og Ef væri ég söngvari.
18. Drengur tilkynnir að Þórhallur Tryggvason eigi afmæli.
19. Barnahópur hlær og flyssar og syngur svo Adam átti syni sjö, Í skóginum stóð kofi einn og Afi minn fór á honum Rauð (við laglínu Í skóginum stóð kofi einn).
20. Ókunnur drengur tilkynnir hátíðlega að Þórhallur Tryggvason, Brekkugötu 26, Hafnarfirði, eigi afmæli.
21. Barnahópur flyssar og hlær og syngur svo Adam átti syni sjö, Í skóginum stóð kofi einn og Afi minn fór á honum Rauð við laglínu Adam átti syni sjö
22. Viðtal við Jón Ólafsson (f. 26. Apríl 1953). Hann telur upp fjölskyldu sína og segist eiga afmæli.
23. Páll Sæmundsson telur upp móður og systkini sín.
- Bjarni Geirsson telur upp systkini sín.
- Hrafn Þórðarson telur upp systkini sín og heimilisfang (Hringbraut ***)
-Steingrímur Þórðarson syngur Í skóginum stóð kofi einn
-Ingvar Geirsson syngur Jólasveinar einn og átta
24. Heimatilbúinn útvarpsþáttur:“Á ferð og flugi“ í umsjón barna. Fjallað um endur og hvernig myndavélar eru. Áhorfendur (börn) eru viðstaddir.
HLIÐ 2
Minningarathöfn vegna sjóslyss Júlí í febrúar 1959
Líklega útvarpsupptaka (RÚV) 17. Febrúar 1959. Hr. Ásmundur Guðmundsson biskub predikar.
Líklega Séra Jón Auðunns flytur ávarp vegna sjóslyss Júlí.
Þórhallur Tryggvason syngur Allir krakkar, Afi minn fór á honum Rauð, Bíbí og blaka og Fuglinn í fjörunni. Þórhallur kann ekki að slökkva á upptökunni og kallar því á pabba sinn til að hjálpa sér.
Þórhallur flytur eigin ljóð og kvæði og líkir svo eftir hinum ýmsu hljóðum. Síðan syngur hann Ásamt móður sinni Ástarfaðir himinhæða og Ó Jesú bróðir besti.
Main information
Title
Proper noun: Heimilisupptökur
Dating
1959 - 1960
Object-related numbers
Museumnumber a: BH 2020-8-1
Dimensions
12 x 12 x 1.5 cm
Lengd: 12 Breidd: 12 Hæð: 1.5 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Segulbandsspóla