Laufabrauðsgerð

04.12.2020
In preservation at
National Museum of Iceland

Main information

Gender / Year of Submittee
Kona (Age not defined)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-131
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já alltaf gert laufabrauð á mínu heimili (bjó hjá afa og ömmu) og allir tóku þátt. Oftast komu líka börn afa og ömmu með sína afkomendur.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég fór stundum og gerði laufabrauð hjá öðrum fjölskyldumeðlimum á þeirra heimili.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég er er alin upp hjá afa og ömmu svo ég svara því eins og þau séu mínir foreldrar. Amma mín var fædd og uppalinn í Helgafellssveit og bjó síðar í Stykkishólmi og svo á Akureyri en ég veit ekki hvort hún var vön að gera laufabrauð fyrr en hún kom norður. Afi minn var fæddur og uppalinn í Höfðahverfi í S-Þingeyjarsýslu og hann var vanur að gera laufabrauð með sínum foreldrum og ættingjum.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já alveg það sama.

Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Hef tekið þátt frá því ég man eftir mér.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Það hefur verið hefð hjá mömmu undanfarin ár að gera laufabrauð með börnunum hennar og stjúpbörnum og þeirra fjölskyldum.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári ef það er hægt en var ekki með núna á þessu ári.

Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Það er í rauninni bara sá dagur þar sem flestir komast það getur verið alveg frá nóvember og fram í desember.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hugsa að það sé nú svona svipað en þó held ég að fólk sé meira farið að kaupa tilbúnar kökur, bæði ósteiktar og steiktar, heldur en gera allt sjálft frá grunni.

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ég fór ekki í laufabrauðsgerð í ár vegna Covid.
Questionnaire
Keywords
Keyword: Laufabrauðsgerð
Keyword:
Laufabrauð