Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1949)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-130
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já frá því ég man eftir mér. Foreldar mínir og systkini svo og amma og afi.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Á heimili ömmu og afa lengi vel. Heima hjá foreldrum mínum eftir að við fluttum suður. Síðan skiptum við okkur og erum búin að gera laufabrauð saman, mín fjölskylda og bróður míns sl.35 ár.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Heima hjá foreldrum sínum. Þéttbýli Siglufjörður og Ólafsfjörður.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Alveg eins og var i gamla daga.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já það geri ég. Hef verið með sama hópnum sl.35 ár. Ég,bróðir minn og fjölskyldur okkar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei sleppt úr. Mætti sleppa öllu öðru en EKKI laufabrauðinu.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Tökum dag um helgi. Finnum hvenær allir geta hist. Laufabrauðsgerð eingöngu um jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Útbreiðslan hefur aukist mikið.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Skiptum okkur í 2 minni hópa í ár. Verðum á tveim stöðum.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Samvinnuverkefni mitt og mágkonu minnar.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Búum til deigið sjálf. Annað væri svindl. Fletjum út sjálf.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Notum hveiti og yfirleitt Pillsburys best. Nýmjólk og sjóðum kúmen með sem er notað í kökurnar. Smjörlíki, hjartasalt og salt.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Mágkona mælir, sonur minn hnoðar og karlmennirnir fletja út. Ég steiki síðan allt.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skurðarbretti, vasahnífar eða oddhvassir hnífar, laufabrauðshjól og sérstakan disk til að móta kökurnar með kleinujárni. Ekki má gleyma laufabrauðspottinum.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Kleinujárnið kemur frá ömmu minni en faðir minn smíðaði það handa henni 1940.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Alls konar. Stundum keppt í hversu margar raðir komast fyrir á kökunni. Vinsælt að gera stafi, jólatré og síðustu árin broskarla. Áður fyrr notuðum við vasahnífa til að skera út mynstur en með komu laufabrauðsjárnanna hættum við því. Afi sá um að búa til mynstrin en okkur fannst skemmtilegra að gera okkar eigin. Ekki skera úr kökunni,snúa flipanum og festa aftur. Vill fara illa í steikingu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Tíminn. Nei þær skipta ekki máli. Vil vera fljót þar sem við gerum svo mikið að það er ekki tími til að nostra við hverja köku.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Allt skemmtilegt nema að búa til boga sbr. broskarl.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Allt mjög svipað.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Afi kenndi mér. Búin að kenna mörgum. Börnin læra þetta frá unga aldri og eru orðin liðtæk 5 - 6 ára gömul.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt en mismikið. Sumir sinna öðrum verkefnum. Allir krakkarnir taka þátt.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Notum sérstakan laufabrauðspott. Nota líka langan gaffal til að veiða kökurnar upp úr pottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Engar breytingar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
2/3 palmín og 1/3 tólg. 250 til 350 kökur. Já heldur betur hann er afar vinsæll.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já við pressum. Notum sérstakt slétt trélok með handfangi.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Pökkum því ekki inn. Ég nota pappakassa með loki og set smjörpappír í botninn. Það verður að geta loftað um kökurnar. Amma mín notaði gamla hattöskju.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Förum eftir fjölskyldustærð og svo kemur fólk fram með óskir. Sumir vilja minna en aðrir meira. Frá 15 til 30 kökur.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Það fer lunginn úr einum degi hjá okkur. 5 til 6 tímar og meira stundum.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég sé eingöngu um að steikja. Þetta er vandaverk og ekki óhætt að hleypa hverjum sem er í það verk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Afskurðurinn borðaður samdægurs en við á mínu heimili fengum okkur köku öðru hvoru fram að jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með magál.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Þekki það ekki nema kannski smjör en við gerum það ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Okkar kökur og með kúmeni.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Hann endist um jólin. Það er aldrei afgangur eftir jól.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann er borðaður strax og er kallaður endar hjá okkur.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Freistast stundum ef kúmen er í laufabrauðinu annars ekki finnst hitt svo bragðlaust.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Til að halda í gamla hefð, rifja upp sögur frá því fyrr á árum. Þessi hefð þjappar stórfjölskyldunni saman og enginn vill vera án þess. Börnin kvarta yfir því að við skulum þurfa að skipa þessu upp í ár.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsgerð bernsku minnar. Sitja með afa sem skar út kökurnar fyrir okkur og sagði okkur sögur. Litla jólatréð þeirra á stofuskápnum, rólegheitin og hátíðleikinn. Amma og mamma að stússast i eldhúsinu. Meiri hraði í dag. Jákvætt að allir skulu vilja vera með en neikvætt að það er svo mikið um að vera hjá öllum nema kannski í ár að erfitt getur reynst að finna tíma.
Já frá því ég man eftir mér. Foreldar mínir og systkini svo og amma og afi.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Á heimili ömmu og afa lengi vel. Heima hjá foreldrum mínum eftir að við fluttum suður. Síðan skiptum við okkur og erum búin að gera laufabrauð saman, mín fjölskylda og bróður míns sl.35 ár.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Heima hjá foreldrum sínum. Þéttbýli Siglufjörður og Ólafsfjörður.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Alveg eins og var i gamla daga.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já það geri ég. Hef verið með sama hópnum sl.35 ár. Ég,bróðir minn og fjölskyldur okkar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei sleppt úr. Mætti sleppa öllu öðru en EKKI laufabrauðinu.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Tökum dag um helgi. Finnum hvenær allir geta hist. Laufabrauðsgerð eingöngu um jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Útbreiðslan hefur aukist mikið.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Skiptum okkur í 2 minni hópa í ár. Verðum á tveim stöðum.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Samvinnuverkefni mitt og mágkonu minnar.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Búum til deigið sjálf. Annað væri svindl. Fletjum út sjálf.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Notum hveiti og yfirleitt Pillsburys best. Nýmjólk og sjóðum kúmen með sem er notað í kökurnar. Smjörlíki, hjartasalt og salt.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Mágkona mælir, sonur minn hnoðar og karlmennirnir fletja út. Ég steiki síðan allt.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skurðarbretti, vasahnífar eða oddhvassir hnífar, laufabrauðshjól og sérstakan disk til að móta kökurnar með kleinujárni. Ekki má gleyma laufabrauðspottinum.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Kleinujárnið kemur frá ömmu minni en faðir minn smíðaði það handa henni 1940.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Alls konar. Stundum keppt í hversu margar raðir komast fyrir á kökunni. Vinsælt að gera stafi, jólatré og síðustu árin broskarla. Áður fyrr notuðum við vasahnífa til að skera út mynstur en með komu laufabrauðsjárnanna hættum við því. Afi sá um að búa til mynstrin en okkur fannst skemmtilegra að gera okkar eigin. Ekki skera úr kökunni,snúa flipanum og festa aftur. Vill fara illa í steikingu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Tíminn. Nei þær skipta ekki máli. Vil vera fljót þar sem við gerum svo mikið að það er ekki tími til að nostra við hverja köku.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Allt skemmtilegt nema að búa til boga sbr. broskarl.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Allt mjög svipað.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Afi kenndi mér. Búin að kenna mörgum. Börnin læra þetta frá unga aldri og eru orðin liðtæk 5 - 6 ára gömul.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt en mismikið. Sumir sinna öðrum verkefnum. Allir krakkarnir taka þátt.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Notum sérstakan laufabrauðspott. Nota líka langan gaffal til að veiða kökurnar upp úr pottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Engar breytingar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
2/3 palmín og 1/3 tólg. 250 til 350 kökur. Já heldur betur hann er afar vinsæll.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já við pressum. Notum sérstakt slétt trélok með handfangi.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Pökkum því ekki inn. Ég nota pappakassa með loki og set smjörpappír í botninn. Það verður að geta loftað um kökurnar. Amma mín notaði gamla hattöskju.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Förum eftir fjölskyldustærð og svo kemur fólk fram með óskir. Sumir vilja minna en aðrir meira. Frá 15 til 30 kökur.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Það fer lunginn úr einum degi hjá okkur. 5 til 6 tímar og meira stundum.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég sé eingöngu um að steikja. Þetta er vandaverk og ekki óhætt að hleypa hverjum sem er í það verk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Afskurðurinn borðaður samdægurs en við á mínu heimili fengum okkur köku öðru hvoru fram að jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með magál.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Þekki það ekki nema kannski smjör en við gerum það ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Okkar kökur og með kúmeni.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Hann endist um jólin. Það er aldrei afgangur eftir jól.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann er borðaður strax og er kallaður endar hjá okkur.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Freistast stundum ef kúmen er í laufabrauðinu annars ekki finnst hitt svo bragðlaust.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Til að halda í gamla hefð, rifja upp sögur frá því fyrr á árum. Þessi hefð þjappar stórfjölskyldunni saman og enginn vill vera án þess. Börnin kvarta yfir því að við skulum þurfa að skipa þessu upp í ár.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsgerð bernsku minnar. Sitja með afa sem skar út kökurnar fyrir okkur og sagði okkur sögur. Litla jólatréð þeirra á stofuskápnum, rólegheitin og hátíðleikinn. Amma og mamma að stússast i eldhúsinu. Meiri hraði í dag. Jákvætt að allir skulu vilja vera með en neikvætt að það er svo mikið um að vera hjá öllum nema kannski í ár að erfitt getur reynst að finna tíma.
Questionnaire
Record type
Keywords
