Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1956)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-126
Place
Núverandi sveitarfélag: Skagafjörður, Skagafjörður
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Fjölskyldan kom öll saman til laufabrauðsgerðar. Mamma (f. 1926) flatti út, en við hin skárum út alltaf með hníf. Laufabrauðsjárn var aldrei til á mínu heimili. Pabbi (f. 1924) var frá Húsavík, en mamma frá Reykjavík, svo pabbi kom með laufabrauðshefðina inn í fjölskylduna, en mamma hafði ekki alist upp við það. Föðuramma mín (f. 1881) sem fædd var og uppalin í Kelduhverfi var algjör meistari í laufabrauðsskurði og var lánuð milli bæja til að skera út. Pabbi lagði mikla áherslu á að við lærðum svokallaðan Kelduhverfisskurð, en hann er þannig að hvert lauf er brett, en ekki annað hvert eins og algengast er. Þennan sið hef ég haldið í heiðri allt til þessa dags.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin á bernskuheimili mínu fór einungis þar fram og hvergi annars staðar. Fyrstu árin eftir að ég fór að heiman hélt ég áfram að skera laufabrauð heima hjá pabba og mömmu, en fór að skera á mínu eigin heimili fyrir 25 árum árið 1995.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi var frá Húsavík og kom með siðinn til Reykjavíkur. Mamma tók honum strax vel og alltaf var skorið laufabrauð heima.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem við gerum í dag er nákvæmlega eins og þegar ég var að alast upp. Maðurinn minn kom hins vegar með þá hefð inn á heimilið að skera út upphafsstafi allra fjölskyldumeðlima. Annað sem er breytt er það að nú fletjum við ekki út lengur, heldum kaupum tilbúnar kökur sem við skerum sjálf og steikjum.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð hefur alltaf verið hluti af lífi mínu.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég bý alltaf til laufabrauð og við gerum það öll saman í fjölskyldu minni, þ.e. börnin mín, þó þau séu flutt að heiman.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég geri laufabrauð á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Ekki er valinn sérstakur dagur til laufabrauðsgerðar, en við höfum þann sið að gera það sem næst jólum þegar allur annar bakstur er frá. Oft notum við fjórða sunnudag í aðventu eða einhvern af síðustu dögunum fyrir jól. Laufabrauð er aldrei gert á öðrum árstímum.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef á tilfinningunni að laufabrauð sé mjög útbreytt í dag. Ekki er víst að allir skeri sjálfir, en nú er hægt að kaupa það bæði skorið og steikt og ég held að þau sem ekki skera kaupi það tilbúið. Ég gæti ímyndað mér að útbreiðslan hafi frekar aukist en hitt ef við horfum til 20-30 ára.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
COVID-19 mun ekki hafa áhrif á laufabrauðsgerðina í ár. Við munum verða fjögur saman ég maðurinn minn, dóttir og tengdadóttir. Aðrir koma ekki norður þar sem við búum núna fyrr en daginn fyrir Þorláksmessu og þá verðum við búin að skera og steikja.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég sé um að taka til áhöld, hnífa og bretti. Ég nota aldrei járn, en það gerir maðurinn minn (f. 1945) sem er frá Akureyri.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Mamma bjó alltaf til deigið og flatti út í bernsku minni, en svo var farið að kaupa útflattar kökur sennilega rétt fyrir 1980. Við kaupum alltaf útflattar kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Mamma notaði eingöngu hveiti, aldrei heilhveiti eða kúmen.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Mamma bjó til deigið og flatti út þegar það var gert. Oft hjálpaði pabbi til við að fletja út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég nota alltaf vasahníf við að skera út og legg kökuna saman þrisvar sinnum og sker til beggja hliða. Svo bretti ég hvert lauf. Maðurinn minn notar laufabrauðsjárn, en börnin mín nota ýmist járn eða vasahníf.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Besti vasahnífurinn er mjög lítill með mjóu blaði. ég man ekki hvaðan hann kemur.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker helst út stjörnu. Skurðurinn sem ég nota mest kallast Kelduhverfisskurður sem kemur frá ömmu minni (f. 1881) sem var úr Kelduhverfi og var meistari í laufabrauðsskurði. Mér finnst mjög margt skemmtilegt vera að koma fram seinni árin eins og að skera út kirkju sem mér finnst mjög fallegt. Maðurinn minn hefur stundum skorið út Hóladómkirkju sem vel á við á þessum stað.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það sem skiptir mig mestu máli er að halda við þeirri hefð sem pabbi kenndi okkur, sem var Kelduhverfisskurðurinn. Ég sker stjörnu með Kelduhverfisskurði mest og læt aðra fjölskyldumeðlimi um að vera með variasjónir. Stundum sker ég líka jólatré, en mamma skar svoleiðis munstur oftast og bretti þá annað hvert lauf. Mér finnst skipta mjög miklu máli að kökurinar séu fallegar og ég flýti mér ekki þó ég sé ekki mikið fyrir að gera flókin mynstur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst skemmtilegat að skera stjörnu með Kelduhverfisskurði.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Maðurinn minn sker alltaf út upphafsstafi allra fjölskyldumeðlima. Hann hefur líka nokkrum sinnum skorið út Hóladómkirkju. Svo nota aðrir hugmyndaflugið meira en ég sem held í gamlar hefðir.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Pabbi kenndi mér að skera út og ég hef kennt börnum mínum að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Við sjáum öll um að skera. Barnabörnin hafa ekki skorið með okkur af því að ef þau koma til okkar um jól eins og verður núna, þá erum við yfirleitt búin að skera áður en þau koma. En að sjálfsögðu væru þau velkomin að taka þátt, enda gerðu börnin okkar það þegar þau voru lítil.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég steiki á djúpri pönnu og nota sérstakan stóran gaffal við að snúa við. Síðan legg ég kökurnar á eldhúsbréf og maðurinn minn sléttir úr með pottloki.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ég hef alltaf notað þessi áhöld frá því ég fór að skera út og steikja á mínu heimili fyrir um 25 árum.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég ólst upp við að það væri steikt upp úr Palmín og ég hef haldið þeim sið í mínum búskap. Við steikjum svona 40-60 kökur eftir því hvað margir koma heim um jólin. Þegar mamma bjó sjálf til deigið í gamla daga var afskurðurinn alltaf steiktur og við fengum að borða hann heitan og nýsteiktan. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni, enda sögðum við oft að afgangarnir, sem við kölluðum svo, væri langbestir. Þar sem ég hef ekki búið til deigið sjálf í mínum búskap höfum við engan afskurð og sakna ég þess alltaf.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Maðurinn minn sléttar úr kökunum með pottloki þegar þær koma upp úr pönnunni, en passar að pressa ekki mikið svo munstrið skemmist ekki.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ég set kökurnar í stórar Mackintosh dollur og set bökunarpappír á milli.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Engar slíkar reglur eru til. allir mega borða eins mikið og þau vilja.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ég hef nú aldrei tekið tímann. En það fer lunginn úr deginum í þetta. Ef byrjað er fljótlega eftir hádegi, þá klárast þetta fyrir kvöldmat.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég steiki alltaf og maðurinn minn sléttir úr kökunum og raðar þeim upp. Ég geng svo frá þeim sjálf í box þegar steikingu er lokið.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Þar sem ekki eru afgangar lengur til að borða heita, þá má aðeins byrja að borða heitar kökur sem hugsanlega hafa mislukkast í steikingu. Annars byrjum við að borða laufabrauðið á Þorláksmessukvöld með heitu hangikjöti.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér finnst langbest að borða laufabrauð með hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna. Veit ekki til þess.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ömmukökur, Kristjáns bakarí og Sauðárkróksbakarí eru allt kökur sem mér finnst mjög gott að kaupa útflattar.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Við klárum yfirleitt laufabrauðið yfir jólin. Ef það klárast ekki notum við það á Þorrablótinu.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Við kölluðum þetta alltaf "afgangana". Þeir voru alltaf borðaðir heitir.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég hef aldrei keypt tilbúið laufabrauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þessi hefð er algerlega ómissandi fyrir jólin. Ég gæti ekki hugsað mér jól án þess að skera út laufabrauð með mínum nánustu við kertaljós og jólalög. Einu sinni var stundum drukkið jólaglögg á meðan skorið var, en það er löngu aflagt.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsgerðin er samverustund fjölskyldunnar og ómissandi. Við sköpum góða stemmningu og njótum þess að sýna hvert öðru kökurnar þegar þær eru tilbúnar. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég steikti sjálf í fyrsta skipti fyrir um 25 árum. Ég stóð í þeirri meiningu að það væri eitthvað sem ég gæti ekki. En elsta systir mín (f.1953) sem nú er fallin frá sagði að ég gæti það alveg og kenndi mér réttu handtökin. Síðan hef eg alltaf steikt sjálf. Þetta er góð minning um yndislega systur.
Fjölskyldan kom öll saman til laufabrauðsgerðar. Mamma (f. 1926) flatti út, en við hin skárum út alltaf með hníf. Laufabrauðsjárn var aldrei til á mínu heimili. Pabbi (f. 1924) var frá Húsavík, en mamma frá Reykjavík, svo pabbi kom með laufabrauðshefðina inn í fjölskylduna, en mamma hafði ekki alist upp við það. Föðuramma mín (f. 1881) sem fædd var og uppalin í Kelduhverfi var algjör meistari í laufabrauðsskurði og var lánuð milli bæja til að skera út. Pabbi lagði mikla áherslu á að við lærðum svokallaðan Kelduhverfisskurð, en hann er þannig að hvert lauf er brett, en ekki annað hvert eins og algengast er. Þennan sið hef ég haldið í heiðri allt til þessa dags.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin á bernskuheimili mínu fór einungis þar fram og hvergi annars staðar. Fyrstu árin eftir að ég fór að heiman hélt ég áfram að skera laufabrauð heima hjá pabba og mömmu, en fór að skera á mínu eigin heimili fyrir 25 árum árið 1995.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi var frá Húsavík og kom með siðinn til Reykjavíkur. Mamma tók honum strax vel og alltaf var skorið laufabrauð heima.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem við gerum í dag er nákvæmlega eins og þegar ég var að alast upp. Maðurinn minn kom hins vegar með þá hefð inn á heimilið að skera út upphafsstafi allra fjölskyldumeðlima. Annað sem er breytt er það að nú fletjum við ekki út lengur, heldum kaupum tilbúnar kökur sem við skerum sjálf og steikjum.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð hefur alltaf verið hluti af lífi mínu.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég bý alltaf til laufabrauð og við gerum það öll saman í fjölskyldu minni, þ.e. börnin mín, þó þau séu flutt að heiman.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég geri laufabrauð á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Ekki er valinn sérstakur dagur til laufabrauðsgerðar, en við höfum þann sið að gera það sem næst jólum þegar allur annar bakstur er frá. Oft notum við fjórða sunnudag í aðventu eða einhvern af síðustu dögunum fyrir jól. Laufabrauð er aldrei gert á öðrum árstímum.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef á tilfinningunni að laufabrauð sé mjög útbreytt í dag. Ekki er víst að allir skeri sjálfir, en nú er hægt að kaupa það bæði skorið og steikt og ég held að þau sem ekki skera kaupi það tilbúið. Ég gæti ímyndað mér að útbreiðslan hafi frekar aukist en hitt ef við horfum til 20-30 ára.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
COVID-19 mun ekki hafa áhrif á laufabrauðsgerðina í ár. Við munum verða fjögur saman ég maðurinn minn, dóttir og tengdadóttir. Aðrir koma ekki norður þar sem við búum núna fyrr en daginn fyrir Þorláksmessu og þá verðum við búin að skera og steikja.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég sé um að taka til áhöld, hnífa og bretti. Ég nota aldrei járn, en það gerir maðurinn minn (f. 1945) sem er frá Akureyri.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Mamma bjó alltaf til deigið og flatti út í bernsku minni, en svo var farið að kaupa útflattar kökur sennilega rétt fyrir 1980. Við kaupum alltaf útflattar kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Mamma notaði eingöngu hveiti, aldrei heilhveiti eða kúmen.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Mamma bjó til deigið og flatti út þegar það var gert. Oft hjálpaði pabbi til við að fletja út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég nota alltaf vasahníf við að skera út og legg kökuna saman þrisvar sinnum og sker til beggja hliða. Svo bretti ég hvert lauf. Maðurinn minn notar laufabrauðsjárn, en börnin mín nota ýmist járn eða vasahníf.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Besti vasahnífurinn er mjög lítill með mjóu blaði. ég man ekki hvaðan hann kemur.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker helst út stjörnu. Skurðurinn sem ég nota mest kallast Kelduhverfisskurður sem kemur frá ömmu minni (f. 1881) sem var úr Kelduhverfi og var meistari í laufabrauðsskurði. Mér finnst mjög margt skemmtilegt vera að koma fram seinni árin eins og að skera út kirkju sem mér finnst mjög fallegt. Maðurinn minn hefur stundum skorið út Hóladómkirkju sem vel á við á þessum stað.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það sem skiptir mig mestu máli er að halda við þeirri hefð sem pabbi kenndi okkur, sem var Kelduhverfisskurðurinn. Ég sker stjörnu með Kelduhverfisskurði mest og læt aðra fjölskyldumeðlimi um að vera með variasjónir. Stundum sker ég líka jólatré, en mamma skar svoleiðis munstur oftast og bretti þá annað hvert lauf. Mér finnst skipta mjög miklu máli að kökurinar séu fallegar og ég flýti mér ekki þó ég sé ekki mikið fyrir að gera flókin mynstur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst skemmtilegat að skera stjörnu með Kelduhverfisskurði.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Maðurinn minn sker alltaf út upphafsstafi allra fjölskyldumeðlima. Hann hefur líka nokkrum sinnum skorið út Hóladómkirkju. Svo nota aðrir hugmyndaflugið meira en ég sem held í gamlar hefðir.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Pabbi kenndi mér að skera út og ég hef kennt börnum mínum að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Við sjáum öll um að skera. Barnabörnin hafa ekki skorið með okkur af því að ef þau koma til okkar um jól eins og verður núna, þá erum við yfirleitt búin að skera áður en þau koma. En að sjálfsögðu væru þau velkomin að taka þátt, enda gerðu börnin okkar það þegar þau voru lítil.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég steiki á djúpri pönnu og nota sérstakan stóran gaffal við að snúa við. Síðan legg ég kökurnar á eldhúsbréf og maðurinn minn sléttir úr með pottloki.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ég hef alltaf notað þessi áhöld frá því ég fór að skera út og steikja á mínu heimili fyrir um 25 árum.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég ólst upp við að það væri steikt upp úr Palmín og ég hef haldið þeim sið í mínum búskap. Við steikjum svona 40-60 kökur eftir því hvað margir koma heim um jólin. Þegar mamma bjó sjálf til deigið í gamla daga var afskurðurinn alltaf steiktur og við fengum að borða hann heitan og nýsteiktan. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni, enda sögðum við oft að afgangarnir, sem við kölluðum svo, væri langbestir. Þar sem ég hef ekki búið til deigið sjálf í mínum búskap höfum við engan afskurð og sakna ég þess alltaf.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Maðurinn minn sléttar úr kökunum með pottloki þegar þær koma upp úr pönnunni, en passar að pressa ekki mikið svo munstrið skemmist ekki.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ég set kökurnar í stórar Mackintosh dollur og set bökunarpappír á milli.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Engar slíkar reglur eru til. allir mega borða eins mikið og þau vilja.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ég hef nú aldrei tekið tímann. En það fer lunginn úr deginum í þetta. Ef byrjað er fljótlega eftir hádegi, þá klárast þetta fyrir kvöldmat.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég steiki alltaf og maðurinn minn sléttir úr kökunum og raðar þeim upp. Ég geng svo frá þeim sjálf í box þegar steikingu er lokið.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Þar sem ekki eru afgangar lengur til að borða heita, þá má aðeins byrja að borða heitar kökur sem hugsanlega hafa mislukkast í steikingu. Annars byrjum við að borða laufabrauðið á Þorláksmessukvöld með heitu hangikjöti.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér finnst langbest að borða laufabrauð með hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna. Veit ekki til þess.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ömmukökur, Kristjáns bakarí og Sauðárkróksbakarí eru allt kökur sem mér finnst mjög gott að kaupa útflattar.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Við klárum yfirleitt laufabrauðið yfir jólin. Ef það klárast ekki notum við það á Þorrablótinu.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Við kölluðum þetta alltaf "afgangana". Þeir voru alltaf borðaðir heitir.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég hef aldrei keypt tilbúið laufabrauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þessi hefð er algerlega ómissandi fyrir jólin. Ég gæti ekki hugsað mér jól án þess að skera út laufabrauð með mínum nánustu við kertaljós og jólalög. Einu sinni var stundum drukkið jólaglögg á meðan skorið var, en það er löngu aflagt.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsgerðin er samverustund fjölskyldunnar og ómissandi. Við sköpum góða stemmningu og njótum þess að sýna hvert öðru kökurnar þegar þær eru tilbúnar. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég steikti sjálf í fyrsta skipti fyrir um 25 árum. Ég stóð í þeirri meiningu að það væri eitthvað sem ég gæti ekki. En elsta systir mín (f.1953) sem nú er fallin frá sagði að ég gæti það alveg og kenndi mér réttu handtökin. Síðan hef eg alltaf steikt sjálf. Þetta er góð minning um yndislega systur.
Questionnaire
Record type
Keywords
