Main information
Gender / Year of Submittee
Karl (1938)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-120
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Ég fæddist 1938 og ólst upp til 5 ára aldurs (1943) á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Tvíbýli var á bænum, en foreldrar mínir, Sigurður Jónsson frá Sigurðarstöðum og Kristín Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum, bjuggu þar með föðurbróður mínum og hans fjölskyldu. Þeir voru báðir fæddir þar og uppaldir. Auk þess var föðuramma mín í heimilinu, fædd á Grunnavatni í Jökuldalsheiði, en uppalin og bjó alla æfi í Þingeyjarsýslum, lengst á Sigurðarstöðum. Afasystir mín, uppalin á Sigurðarstöðum var líka í heimilinu. Ríkjandi hefð var fyrir laufabrauðsgerð þarna á bænum og a.m.k á næstu bæjum þar sem ég man. Á næsta bæ, Sunnuhvoli, bjó enn annar föðurbróðir minn og hans fólk og sá þriðji á Stóruvöllum, ekki mjög langt frá. Ég man , að allir hlökkuðu til þess að laufabrauðsgerðin hæfist, en það hefur verið svona upp úr miðjum desember. Þá bjuggu húsmæðurnar til af þekkingu og æfingu, listilegar þunnar kökur og það ekki fáar. Síðan á tilsettum tíma, þá safnaðist heimilisfólkið saman og allir sem köku og hníf gátu valdið, fengu köku og þeir eldri og æfðari kökur! - á tréplötu og skáru út laufabrauðskökuna og tóku allir þátt í þessu af gleði og jólastemmingu. Ekki man ég hvort jólaskraut var komið upp og jólalög voru ekki leikin á þessum árum þarna. Ekki var til siðs að flýta sér og vönduðu menn verk sín. Skáru oft stafi sína og alls konar skraut, eða myndir, t.d. af jólatrjám, kirkjum eða einhverju öðru fallegu. Þetta var gjarnan gert með vasahníf. Ekki man ég eftir því að gestir kæmu að þessu, aðeins heimilisfólkið. Að þessu loknu fóru húsbændur hver inn til sín, en innangengt var milli húsanna. Kökurnar voru síðan steiktar í bráðinni, sjóðandi heitri tólg. Ég missti föður minn 1939, tæplega tveggja ára gamall eftir stutt veikindi, en þessum sjálfsagða sið var haldið áfram alla tíð og lengi eftir það á Sigurðarstöðum. Móðir mín hætti búskap 1943 og flutti að Keldum á Rangárvöllum til foreldra sinna og þar átti ég heima í gamla bænum hjá þeim til vors 1947, þá 9 ára. Þaðan fluttum við að Selalæk á Rangárvöllum og þar áttum við heima í 2 ár. Haustið 1949 flutti móðir okkar að Hemlu í V-Landeyjum og giftist Ágúst Andréssyni góðum manni, sem var ekkjumaður og bóndi þar, 19 árum eldri en moðir mín og þar var ég heimilisfastur fram undir tvítugt. Ég fullyrði, að móðir mín kom með laufabrauðsgerðina að norðan að Keldum. Minnist þess ekki að móðir mín hafi talað um að laufabrauð hafi verið gert þar fyrir jólin í bernsku eða í uppvexti hennar á Keldum. Hún hélt þessum sið og við fluttum hann svo með okkur að Selalæk og síðan að Hemlu, þar sem mamma gerði alltaf laufabrauð og við bræðurnir skárum kökurnar út. Minnist þess samt ekki, að fullorðna fólkið hafi tekið þátt í því, aðeins við bræðurnir tveir og mamma, sem auðvitað steikti loks kökurnar. Allir heimilismenn nutu samt þeirra með gleði og bestu lyst. Þá voru komin til sögunnar "kleinujárn" eða þvílík verkfæri og útskurðurinn ekki eins vandaður og í Þingeyjarsýslunum. Vasahnífar lítið notaðir við þetta.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man, að laufabrauðsgerðin var rótgróin í Bárðardalnum og fylgdi okkur móður minni og bræðrunum alla tíð, en ég sjálfur fór að búa í Reykjavík 1959. Konan mín er fædd og uppalin þar, faðir hennar var fæddur og uppalinn Hafnfirðingur, en móðirin fædd og uppalin í 10 systkina hópi, í Ásum í A-Húnavatnssýslu. Við hjónin gerðum alltaf laufabrauð fyrir jólin í okkar búskap. Aðeins fjölskyldan, við tvö og síðan synir okkar, meðan þeir voru börn og unglingar, skáru eða skreyttu kökurnar með "kleinujárnum", sem vinur minn á Selfossi útvegaði mér og smíðuð voru þar. Þegar árin liðu, komu systur konu minnar og fjölskyldur þeirra inn í þessa laufabrauðsgerð, sem þróaðist yfir í það að allur hópurinn - 3 fjölskyldur - kom saman um miðjan desember í stórum og upphituðum bílskúr. Þar var glatt á hjalla, jólalög leikin af diskum og setið lengi við og spjallað. Við héldum þessu áfram alla tíð í búskap okkar fram yfir sjötugt, fram að því er annar svili minn og önnur systir konu minnar létust á með skömmu millibili (2015-2016). Konan mín minnist þess, að faðir hennar var ekkert viðriðinn eða alinn upp við laufabrauðsgerð, en móðir hennar, sem hafði á yngri árum verið í Húsmæðraskólanum á Blönduósi, kunni vel til verka við laufabrauðsgerð. Laufabrauð var þó ekki sjálfsagður hluti jólaundirbúnings í bernsku konu minnar. Hún fæddist og ólst upp á Vífilsgötu 23 í Norðurmýrinni í Reykjavík og móðir hennar gerði sem sagt stundum laufabrauð heima og hafði það að sið, til öryggis væntanlega, að hún steikti kökurnar á rafmagnshellu úti á svölum. Konan mín og tvær systur hennar-báðar yngri- "skáru kökurnar út" og skreyttu þær eftir eigin höfði, með kleinujárnum og eftir lýsingunni var sá útskurður langt í frá eins flókinn og sá þingeyski sem ég kynntist og lærði sem barn. Ekki voru neinir aðrir þarna við þetta verk og hún man ekki efti því að nágrannar eða vinir hefðu verið í þessu eða talað um laufabrauðsgerð.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Faðir minn var alinn upp við þetta og það var sjálfsagður og óaðskiljanlegur hluti jólaundirbúnings og jólahátíðar í Bárðardalnum. Móðir mín þekkti ekki laufabrauðsgerð frá Keldum á Rangárvöllum, en kynntist henni, þegar hún flutti norður í Þingeyjarsýslu, árið 1936 og hóf búskap á Sigurðarstöðum í Bárðardal.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem ég kynntist fyrst og þekkti í bernsku minni var sannkallað "laufabrauð", vandaður útskurður, þar sem mynstur og lauf voru skorin út með þunnu hnífsblaði. Menn höfðu tíma og ætluðu sér nægan tíma til verksins, sem jafnframt var sameiginleg ánægju- og hvíldarstund fyrir heimilisfólkið og fjölskylduna. Taugaspenna e-ða stress var ekki til og þátttakendur voru ekki að flýta sér með það að "klára" sem flestar kökur. Meira gilti að vanda verkið og helst að vera frumlegur og búa til fallegar útskurð. Þar voru smá og stærri lauf, sem kalla má, skorin út og lyft til hliða, lögð á misvíxl. Laufin lögð á misvíxl hvert yfir annað. Sama gilti með annan útsurð, svo sem fangamörk skurðmeistarans, sem seinna fann og borðaði listaverk sitt með gleði og ánægju. Báru nafnið "laufabrauð" með rentu. Áríðandi var að kökurnar kæmust heilar og óbrotnar í gegnum ferlið og á jólaborðið. Miklu máli skipti að þær væru vel og rétt steiktar, ekki of feitar Í dag kaupum við laufabrauð frá "Kristjáns brauðgerð" á Akureyri og frá "Ömmubakstri" í Reykjavík. Fyrst og fremst vegna þess, að innst í rótgróinni minningu tengist "laufabrauð" jólahátíðinni og því sem henni fylgir. Þessar "nútíma-laufabrauðskökur" gleðja ekki augað, þær eru steiktar í jurtafeiti, vantar gamla góða bragðið og þær eru "skreyttar" eða vélristar án tilfinninga. Oft og tíðum brotnar og of feitar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð og hluti þess í jólaundirbúningi hefur fylgt mér allt mitt nær 84 ára líf!
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, við erum hætt því fyrir um 5 árum síðan.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Búið að skýra út.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauðstíminn var svona um miðjan desember, 10-14 dögum fyrir jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Veit ekki.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur engin áhrif á það, að við kaupum "laufabrauð" sem er þó ekki ekki þetta gamla góða, af því að við erum vanaföst og það tilheyrir jólaandanum.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Veit ekki.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Fyrstu ár okkar bjuggum við til deigið og flöttum kökurnar út. Síðan var farið að kaupa tilbúnar útflattar og óútskornar kökur. Steiktum síðan kökurnar heima - eða síðustu áratugina í nánasta fjölskylduhópi. Því miður munum við ekki hvar við keyptum þessar útflöttu og óútskornu, ósteiktu kökur. Helst þó á því, að nokkuð mörg árin síðustu, höfum við keypt kökurnar í stórverslunum svo sem Hagkaup.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Getum ekki svarað þessu með vissu. Móðir mín (lést 1995 90 ára) og síðar móðir konunnar minnar (lést 2008 98 ára) bjuggu deigið til eftir eigin uppskriftum, sem við því miður höfum ekki. Þær gerðu þetta þó nánast örugglega ekki síðustu ca. 10-15 ár sín.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Svarað.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Fyrrin vasahnífa, eða aðra álíka litla og netta hnífa með hentug og grönn blöð. Síðar eins konar kleinujárn með einföldu hjóli (Zig-Zag-skurðbrún). Síðast útvegaði Jón Guðmundsson heitinn, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Selfossi og gamall vinur minn, mér um 1970-1980 annað og þægilegra, sem smíðað var á Selfossi. Veit ekki af hverjum. Það var breitt og þrefalt, eins og kefli sem rúllað var yfir kökuna. Það "skreytti" kökuna en var langt frá því að mega kenna það við lauf.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Móðir mín átti ævagamalt "kleinujárn" frá Keldum. Það notuðum við alla hennar tíð. Minnir að við höfum gefið það á Byggðasafnið í Skógum, ásamt mörgu öðru gömlu, sem fylgdi okkur frá gamla búi afa og ömmu á Keldum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Búin að lýsa þessu. Skárum áður út skraut, tré lauf, hús og jólasveina. Einnig upphafsstafi okkar.. Finnst ekki annað eiga við. Ef til vill er það vaninn eða minningar um gömlu dagana með alvöru laufabrauðið.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Vaninn og hefðir barnæskunnar. Vil gefa mér tíma og nostra við þetta, gera mynstur og annað sem vekur gleði þegar kökurnar koma á jólaborðið.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Gömlu góðu mynstrin.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
þar mátti kenna margra grasa. Sérstaklega seinni árin, þegar yngri kynslóðirnar komu að borðinu!
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma mín.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir í fjölskyldunni, sem áhuga höfðu og það höfðu allir norðanlands,enda með þetta í blóðinu frá bernsku. En fáir af eldri kynslóðinni sunnan lands, enda virtist laufabrauðshefðin ekki hafa verið eins rótgróin þar í mínu umhverfi a.m.k.!!
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Á Sigurðarstöðum (1938-1943) var rafmagnseldavél. Á Keldum (1943-1947) var hins vegar steikt í Gamla eldhúsinu, í sterkum potti á hlóðum. Seinni steikingar voru á rafmagnshellum og í minni pottum. Fátt var um sérstök áhöld, góður spaði til þess að snúa og lyfta kökunum og halda um stund á þeim, svo feitin rynni af þeim.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ekki hugmynd um það.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Áður fyrr var steikt í bráðinni tólg, fara varð mjög gætilega því eldhættan var öllum vel ljós. Síðar kom sérstök steikingarfeiti, jurtafeiti held ég. Breytt og ekki eins gott bragð af steiktu brauðinu.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Þegar feitin hafði sigið af kökunni, var hún sett á plötu og hæfilega stórum potthlemmi pressað á hana, svo hún yrði flöt og verptist ekki. Gera varð þetta hratt, svo kakan sléttaðist út á meðan hún var sjóðandi heit og brotnaði ekki.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Minnir að þær hafi verið settar í kringlótta dunka eða box, sem voru aðeins stærri um sig en kakan. Geymslan varð ekki löng. Allar kökur snæddar með bestu lyst og boxin tóm, eftir að áramótin og Þrettándinn voru að baki.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Allir fengu eina köku í einu! - ekki frá því að við strákarnir og seinna mínir strákar hafi fengið aðra eða fleiri, ef þá langaði í meira!!!
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Get ekki sagt það. Laufabrauðsskurðurinn og allt sem honum fylgdi, tók langan tíma og oft var framhaldið að kvöldverðarborðið tók við. Giska á 2-6 klst.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Húsmóðirin!
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Eftir steikinguna var fyrst smakkað, en reynt var að geyma birgðirnar til jólanna.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Fjölskyldunni - konunni minni.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Reynt var að láta hann endast til þrettándans. Núna fer maður bara í Krónuna eða Bónus. Lítill áhugi og líklega lítið eða ekkert til í búðum af laufabrauði eftir jólin.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Þekki ekki.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Í dag gerum við það. Höfum í nokkur ár hallast að laufabrauði frá Kristjáns bakaríi á Akureyri.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Hluti af jólastemmingunni og menningarhefðinni forfeðranna og okkar.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Búinn að lýsa þessu í svörunum hér á undan.
Ég fæddist 1938 og ólst upp til 5 ára aldurs (1943) á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Tvíbýli var á bænum, en foreldrar mínir, Sigurður Jónsson frá Sigurðarstöðum og Kristín Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum, bjuggu þar með föðurbróður mínum og hans fjölskyldu. Þeir voru báðir fæddir þar og uppaldir. Auk þess var föðuramma mín í heimilinu, fædd á Grunnavatni í Jökuldalsheiði, en uppalin og bjó alla æfi í Þingeyjarsýslum, lengst á Sigurðarstöðum. Afasystir mín, uppalin á Sigurðarstöðum var líka í heimilinu. Ríkjandi hefð var fyrir laufabrauðsgerð þarna á bænum og a.m.k á næstu bæjum þar sem ég man. Á næsta bæ, Sunnuhvoli, bjó enn annar föðurbróðir minn og hans fólk og sá þriðji á Stóruvöllum, ekki mjög langt frá. Ég man , að allir hlökkuðu til þess að laufabrauðsgerðin hæfist, en það hefur verið svona upp úr miðjum desember. Þá bjuggu húsmæðurnar til af þekkingu og æfingu, listilegar þunnar kökur og það ekki fáar. Síðan á tilsettum tíma, þá safnaðist heimilisfólkið saman og allir sem köku og hníf gátu valdið, fengu köku og þeir eldri og æfðari kökur! - á tréplötu og skáru út laufabrauðskökuna og tóku allir þátt í þessu af gleði og jólastemmingu. Ekki man ég hvort jólaskraut var komið upp og jólalög voru ekki leikin á þessum árum þarna. Ekki var til siðs að flýta sér og vönduðu menn verk sín. Skáru oft stafi sína og alls konar skraut, eða myndir, t.d. af jólatrjám, kirkjum eða einhverju öðru fallegu. Þetta var gjarnan gert með vasahníf. Ekki man ég eftir því að gestir kæmu að þessu, aðeins heimilisfólkið. Að þessu loknu fóru húsbændur hver inn til sín, en innangengt var milli húsanna. Kökurnar voru síðan steiktar í bráðinni, sjóðandi heitri tólg. Ég missti föður minn 1939, tæplega tveggja ára gamall eftir stutt veikindi, en þessum sjálfsagða sið var haldið áfram alla tíð og lengi eftir það á Sigurðarstöðum. Móðir mín hætti búskap 1943 og flutti að Keldum á Rangárvöllum til foreldra sinna og þar átti ég heima í gamla bænum hjá þeim til vors 1947, þá 9 ára. Þaðan fluttum við að Selalæk á Rangárvöllum og þar áttum við heima í 2 ár. Haustið 1949 flutti móðir okkar að Hemlu í V-Landeyjum og giftist Ágúst Andréssyni góðum manni, sem var ekkjumaður og bóndi þar, 19 árum eldri en moðir mín og þar var ég heimilisfastur fram undir tvítugt. Ég fullyrði, að móðir mín kom með laufabrauðsgerðina að norðan að Keldum. Minnist þess ekki að móðir mín hafi talað um að laufabrauð hafi verið gert þar fyrir jólin í bernsku eða í uppvexti hennar á Keldum. Hún hélt þessum sið og við fluttum hann svo með okkur að Selalæk og síðan að Hemlu, þar sem mamma gerði alltaf laufabrauð og við bræðurnir skárum kökurnar út. Minnist þess samt ekki, að fullorðna fólkið hafi tekið þátt í því, aðeins við bræðurnir tveir og mamma, sem auðvitað steikti loks kökurnar. Allir heimilismenn nutu samt þeirra með gleði og bestu lyst. Þá voru komin til sögunnar "kleinujárn" eða þvílík verkfæri og útskurðurinn ekki eins vandaður og í Þingeyjarsýslunum. Vasahnífar lítið notaðir við þetta.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man, að laufabrauðsgerðin var rótgróin í Bárðardalnum og fylgdi okkur móður minni og bræðrunum alla tíð, en ég sjálfur fór að búa í Reykjavík 1959. Konan mín er fædd og uppalin þar, faðir hennar var fæddur og uppalinn Hafnfirðingur, en móðirin fædd og uppalin í 10 systkina hópi, í Ásum í A-Húnavatnssýslu. Við hjónin gerðum alltaf laufabrauð fyrir jólin í okkar búskap. Aðeins fjölskyldan, við tvö og síðan synir okkar, meðan þeir voru börn og unglingar, skáru eða skreyttu kökurnar með "kleinujárnum", sem vinur minn á Selfossi útvegaði mér og smíðuð voru þar. Þegar árin liðu, komu systur konu minnar og fjölskyldur þeirra inn í þessa laufabrauðsgerð, sem þróaðist yfir í það að allur hópurinn - 3 fjölskyldur - kom saman um miðjan desember í stórum og upphituðum bílskúr. Þar var glatt á hjalla, jólalög leikin af diskum og setið lengi við og spjallað. Við héldum þessu áfram alla tíð í búskap okkar fram yfir sjötugt, fram að því er annar svili minn og önnur systir konu minnar létust á með skömmu millibili (2015-2016). Konan mín minnist þess, að faðir hennar var ekkert viðriðinn eða alinn upp við laufabrauðsgerð, en móðir hennar, sem hafði á yngri árum verið í Húsmæðraskólanum á Blönduósi, kunni vel til verka við laufabrauðsgerð. Laufabrauð var þó ekki sjálfsagður hluti jólaundirbúnings í bernsku konu minnar. Hún fæddist og ólst upp á Vífilsgötu 23 í Norðurmýrinni í Reykjavík og móðir hennar gerði sem sagt stundum laufabrauð heima og hafði það að sið, til öryggis væntanlega, að hún steikti kökurnar á rafmagnshellu úti á svölum. Konan mín og tvær systur hennar-báðar yngri- "skáru kökurnar út" og skreyttu þær eftir eigin höfði, með kleinujárnum og eftir lýsingunni var sá útskurður langt í frá eins flókinn og sá þingeyski sem ég kynntist og lærði sem barn. Ekki voru neinir aðrir þarna við þetta verk og hún man ekki efti því að nágrannar eða vinir hefðu verið í þessu eða talað um laufabrauðsgerð.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Faðir minn var alinn upp við þetta og það var sjálfsagður og óaðskiljanlegur hluti jólaundirbúnings og jólahátíðar í Bárðardalnum. Móðir mín þekkti ekki laufabrauðsgerð frá Keldum á Rangárvöllum, en kynntist henni, þegar hún flutti norður í Þingeyjarsýslu, árið 1936 og hóf búskap á Sigurðarstöðum í Bárðardal.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem ég kynntist fyrst og þekkti í bernsku minni var sannkallað "laufabrauð", vandaður útskurður, þar sem mynstur og lauf voru skorin út með þunnu hnífsblaði. Menn höfðu tíma og ætluðu sér nægan tíma til verksins, sem jafnframt var sameiginleg ánægju- og hvíldarstund fyrir heimilisfólkið og fjölskylduna. Taugaspenna e-ða stress var ekki til og þátttakendur voru ekki að flýta sér með það að "klára" sem flestar kökur. Meira gilti að vanda verkið og helst að vera frumlegur og búa til fallegar útskurð. Þar voru smá og stærri lauf, sem kalla má, skorin út og lyft til hliða, lögð á misvíxl. Laufin lögð á misvíxl hvert yfir annað. Sama gilti með annan útsurð, svo sem fangamörk skurðmeistarans, sem seinna fann og borðaði listaverk sitt með gleði og ánægju. Báru nafnið "laufabrauð" með rentu. Áríðandi var að kökurnar kæmust heilar og óbrotnar í gegnum ferlið og á jólaborðið. Miklu máli skipti að þær væru vel og rétt steiktar, ekki of feitar Í dag kaupum við laufabrauð frá "Kristjáns brauðgerð" á Akureyri og frá "Ömmubakstri" í Reykjavík. Fyrst og fremst vegna þess, að innst í rótgróinni minningu tengist "laufabrauð" jólahátíðinni og því sem henni fylgir. Þessar "nútíma-laufabrauðskökur" gleðja ekki augað, þær eru steiktar í jurtafeiti, vantar gamla góða bragðið og þær eru "skreyttar" eða vélristar án tilfinninga. Oft og tíðum brotnar og of feitar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð og hluti þess í jólaundirbúningi hefur fylgt mér allt mitt nær 84 ára líf!
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, við erum hætt því fyrir um 5 árum síðan.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Búið að skýra út.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauðstíminn var svona um miðjan desember, 10-14 dögum fyrir jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Veit ekki.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur engin áhrif á það, að við kaupum "laufabrauð" sem er þó ekki ekki þetta gamla góða, af því að við erum vanaföst og það tilheyrir jólaandanum.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Veit ekki.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Fyrstu ár okkar bjuggum við til deigið og flöttum kökurnar út. Síðan var farið að kaupa tilbúnar útflattar og óútskornar kökur. Steiktum síðan kökurnar heima - eða síðustu áratugina í nánasta fjölskylduhópi. Því miður munum við ekki hvar við keyptum þessar útflöttu og óútskornu, ósteiktu kökur. Helst þó á því, að nokkuð mörg árin síðustu, höfum við keypt kökurnar í stórverslunum svo sem Hagkaup.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Getum ekki svarað þessu með vissu. Móðir mín (lést 1995 90 ára) og síðar móðir konunnar minnar (lést 2008 98 ára) bjuggu deigið til eftir eigin uppskriftum, sem við því miður höfum ekki. Þær gerðu þetta þó nánast örugglega ekki síðustu ca. 10-15 ár sín.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Svarað.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Fyrrin vasahnífa, eða aðra álíka litla og netta hnífa með hentug og grönn blöð. Síðar eins konar kleinujárn með einföldu hjóli (Zig-Zag-skurðbrún). Síðast útvegaði Jón Guðmundsson heitinn, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Selfossi og gamall vinur minn, mér um 1970-1980 annað og þægilegra, sem smíðað var á Selfossi. Veit ekki af hverjum. Það var breitt og þrefalt, eins og kefli sem rúllað var yfir kökuna. Það "skreytti" kökuna en var langt frá því að mega kenna það við lauf.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Móðir mín átti ævagamalt "kleinujárn" frá Keldum. Það notuðum við alla hennar tíð. Minnir að við höfum gefið það á Byggðasafnið í Skógum, ásamt mörgu öðru gömlu, sem fylgdi okkur frá gamla búi afa og ömmu á Keldum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Búin að lýsa þessu. Skárum áður út skraut, tré lauf, hús og jólasveina. Einnig upphafsstafi okkar.. Finnst ekki annað eiga við. Ef til vill er það vaninn eða minningar um gömlu dagana með alvöru laufabrauðið.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Vaninn og hefðir barnæskunnar. Vil gefa mér tíma og nostra við þetta, gera mynstur og annað sem vekur gleði þegar kökurnar koma á jólaborðið.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Gömlu góðu mynstrin.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
þar mátti kenna margra grasa. Sérstaklega seinni árin, þegar yngri kynslóðirnar komu að borðinu!
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma mín.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir í fjölskyldunni, sem áhuga höfðu og það höfðu allir norðanlands,enda með þetta í blóðinu frá bernsku. En fáir af eldri kynslóðinni sunnan lands, enda virtist laufabrauðshefðin ekki hafa verið eins rótgróin þar í mínu umhverfi a.m.k.!!
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Á Sigurðarstöðum (1938-1943) var rafmagnseldavél. Á Keldum (1943-1947) var hins vegar steikt í Gamla eldhúsinu, í sterkum potti á hlóðum. Seinni steikingar voru á rafmagnshellum og í minni pottum. Fátt var um sérstök áhöld, góður spaði til þess að snúa og lyfta kökunum og halda um stund á þeim, svo feitin rynni af þeim.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ekki hugmynd um það.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Áður fyrr var steikt í bráðinni tólg, fara varð mjög gætilega því eldhættan var öllum vel ljós. Síðar kom sérstök steikingarfeiti, jurtafeiti held ég. Breytt og ekki eins gott bragð af steiktu brauðinu.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Þegar feitin hafði sigið af kökunni, var hún sett á plötu og hæfilega stórum potthlemmi pressað á hana, svo hún yrði flöt og verptist ekki. Gera varð þetta hratt, svo kakan sléttaðist út á meðan hún var sjóðandi heit og brotnaði ekki.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Minnir að þær hafi verið settar í kringlótta dunka eða box, sem voru aðeins stærri um sig en kakan. Geymslan varð ekki löng. Allar kökur snæddar með bestu lyst og boxin tóm, eftir að áramótin og Þrettándinn voru að baki.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Allir fengu eina köku í einu! - ekki frá því að við strákarnir og seinna mínir strákar hafi fengið aðra eða fleiri, ef þá langaði í meira!!!
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Get ekki sagt það. Laufabrauðsskurðurinn og allt sem honum fylgdi, tók langan tíma og oft var framhaldið að kvöldverðarborðið tók við. Giska á 2-6 klst.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Húsmóðirin!
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Eftir steikinguna var fyrst smakkað, en reynt var að geyma birgðirnar til jólanna.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Fjölskyldunni - konunni minni.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Reynt var að láta hann endast til þrettándans. Núna fer maður bara í Krónuna eða Bónus. Lítill áhugi og líklega lítið eða ekkert til í búðum af laufabrauði eftir jólin.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Þekki ekki.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Í dag gerum við það. Höfum í nokkur ár hallast að laufabrauði frá Kristjáns bakaríi á Akureyri.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Hluti af jólastemmingunni og menningarhefðinni forfeðranna og okkar.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Búinn að lýsa þessu í svörunum hér á undan.
Questionnaire
Record type
Giver
Keywords
