Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1952)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-117
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Alltaf var gert laufabrauð. Allir tóku þátt ! Mín fjölskylda og fjölskylda móðursystur minnar voru alltaf saman. Og mörg ár þiðja systirin.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin skiptist ævinlega milli heimilanna. Það var hentugt því fjölskyldurnar bjuggu á sömu torfunni á Akranesi !
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðurfjölskylda mín flutti frá Suðureyri, Súgandafirði, til Siglufjarðar 1932. Þar lærir amma aðferðina og tók þátt alla ævi. Pabbi minn fæddur í Nesi í Aðaldal, S-Þing, alinn upp í Kinn, gerði hið sjálfsagða laufabrauð. Þegar foreldrar mínir kynnast á Akranesi laust fyrir 1950 á Akranesi, var það eðlilegasta mál að gera laufabrauð !
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Ég geri laufabrauð eins og mamma gerði það. Ég flet allt út sjálf - passa að afkomendur og næstu fjölskyldumeðlimir læri líka. Við notum langmest hnífa þó laufabrauðsjárn nútímans séu líka notuð. Það eru margir flinkir, ungir og gamlir!
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri mitt laufabrauð frá grunni, 1 deig á dag kannski, frysti svo kökurnar, við viljum mikið ! Það er nánasta fjölskyldan og stundum fleiri, en alltaf bara fjölskyldumeðlimir.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei tekið pásu. Bjó í Svíþjóð í nokkur ár en gerði samt laufabrauð. Bara svolítið minna af því.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við reynum að finna dag, laugardag í lok nóvember eða byrjun desember sem hentar flestum. Við gerum ekki á öðrum tímum árs.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég veit ekki. Það er mikil vinna að fletja út og margir veigra sér líklega við því. Ýmsir hafa kynnst laufabrauðsgerð í skólum þar sem fólk kaupir tilbúnar kökur og lærir útskurðinn. Það er hægt að komast auðveldar af með þetta en ég geri. Ég held að margir laufabrauðsgerðarmenn kaupi nú orðið. Skeri svo og steiki sjálfir.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Þetta var hræðilegt ár! Þurfti að úthýsa systur og bróður ásamt þeirra nánustu, hefðum orðið 23 ! Við tökum myndir og setjum á Fb. En fyrst og fremst njótum við þessarar skemmtilegu hefðar!
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég geri það - stjórna þessu :) En nokkrir koma með kökukefli (fyrir síðustu deigin sem eru löguð sjálfan laufabrauðsdaginn ! ) sumir taka sína bestu hnífa, tveir eiga sérstaka og fallega hnífa gerða í Miðhúsum, Egilsstöðum. Allir leggja til eitthvað með kaffinu og svo frv.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Geri sjálf deig.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Gott hveiti, smjörklípa, feit mjólk, lyftiduft, salt og sykur. Prófaði að hita mjólkina með kúmenfræjum saman við -í fyrsta sinn. Fann ekki kúmenbragð en örlítið "dekkri" keim !
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég geri deigið. Konur hafa alltaf flatt út. Núorðið hnoða ég í hrærivél og finnst það þægilegt og ganga vel.
Alltaf var gert laufabrauð. Allir tóku þátt ! Mín fjölskylda og fjölskylda móðursystur minnar voru alltaf saman. Og mörg ár þiðja systirin.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin skiptist ævinlega milli heimilanna. Það var hentugt því fjölskyldurnar bjuggu á sömu torfunni á Akranesi !
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðurfjölskylda mín flutti frá Suðureyri, Súgandafirði, til Siglufjarðar 1932. Þar lærir amma aðferðina og tók þátt alla ævi. Pabbi minn fæddur í Nesi í Aðaldal, S-Þing, alinn upp í Kinn, gerði hið sjálfsagða laufabrauð. Þegar foreldrar mínir kynnast á Akranesi laust fyrir 1950 á Akranesi, var það eðlilegasta mál að gera laufabrauð !
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Ég geri laufabrauð eins og mamma gerði það. Ég flet allt út sjálf - passa að afkomendur og næstu fjölskyldumeðlimir læri líka. Við notum langmest hnífa þó laufabrauðsjárn nútímans séu líka notuð. Það eru margir flinkir, ungir og gamlir!
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri mitt laufabrauð frá grunni, 1 deig á dag kannski, frysti svo kökurnar, við viljum mikið ! Það er nánasta fjölskyldan og stundum fleiri, en alltaf bara fjölskyldumeðlimir.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei tekið pásu. Bjó í Svíþjóð í nokkur ár en gerði samt laufabrauð. Bara svolítið minna af því.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við reynum að finna dag, laugardag í lok nóvember eða byrjun desember sem hentar flestum. Við gerum ekki á öðrum tímum árs.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég veit ekki. Það er mikil vinna að fletja út og margir veigra sér líklega við því. Ýmsir hafa kynnst laufabrauðsgerð í skólum þar sem fólk kaupir tilbúnar kökur og lærir útskurðinn. Það er hægt að komast auðveldar af með þetta en ég geri. Ég held að margir laufabrauðsgerðarmenn kaupi nú orðið. Skeri svo og steiki sjálfir.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Þetta var hræðilegt ár! Þurfti að úthýsa systur og bróður ásamt þeirra nánustu, hefðum orðið 23 ! Við tökum myndir og setjum á Fb. En fyrst og fremst njótum við þessarar skemmtilegu hefðar!
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég geri það - stjórna þessu :) En nokkrir koma með kökukefli (fyrir síðustu deigin sem eru löguð sjálfan laufabrauðsdaginn ! ) sumir taka sína bestu hnífa, tveir eiga sérstaka og fallega hnífa gerða í Miðhúsum, Egilsstöðum. Allir leggja til eitthvað með kaffinu og svo frv.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Geri sjálf deig.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Gott hveiti, smjörklípa, feit mjólk, lyftiduft, salt og sykur. Prófaði að hita mjólkina með kúmenfræjum saman við -í fyrsta sinn. Fann ekki kúmenbragð en örlítið "dekkri" keim !
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég geri deigið. Konur hafa alltaf flatt út. Núorðið hnoða ég í hrærivél og finnst það þægilegt og ganga vel.
Questionnaire
Record type
Keywords
