Main information
Gender / Year of Submittee
Karl (1946)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-115
Place
Núverandi sveitarfélag: Fjarðabyggð, Fjarðabyggð
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
kona mín Anna María Sveinsdóttir, fædd 1948, sem verið hafði á húsmæðraskólanum á Blönduósi bjó til laufabrauð og það var skorið í hópi af börnum sem við fengum að láni og í félagi við grannkonu Sólveigu Sigurjónsdóttur í Sunnuhvoli móður einhverra þessara barna. Sólveig var nemandi frá Hallormsstað, fædd og uppalin í Snæhvammi í Breiðdal 1932-. Seinni árin keypti Anna María nokkrar frosnar kökur sem hún steikti.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei, sé ekki fyrir mér afskipti af þessu þar sem ekki er lengur neitt fólk í kringum mig heldur sem væri þátttakendur. Laufabrauð var annars til umræðu hér fyrir nokkrum dögum og bar okkur Austfirðingum saman um að hafa ekki tekið þátt í því sem krakkar og þar voru yngst ný orðin sextug. En Ásta Snædís Guðmundsdóttir fóstra mín, sextug, sem verið hafði á Varmalandi í Borgarfirði í hússtjórnarnámi hafði tekið þar þátt í að búa slíkt til en ég skildi hana svo að síðan hefði hún stöku sinnum steikt sér köku úr "bakaríinu".
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
þetta var aðeins gert fyrir jól.
Nei.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
kona mín Anna María Sveinsdóttir, fædd 1948, sem verið hafði á húsmæðraskólanum á Blönduósi bjó til laufabrauð og það var skorið í hópi af börnum sem við fengum að láni og í félagi við grannkonu Sólveigu Sigurjónsdóttur í Sunnuhvoli móður einhverra þessara barna. Sólveig var nemandi frá Hallormsstað, fædd og uppalin í Snæhvammi í Breiðdal 1932-. Seinni árin keypti Anna María nokkrar frosnar kökur sem hún steikti.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei, sé ekki fyrir mér afskipti af þessu þar sem ekki er lengur neitt fólk í kringum mig heldur sem væri þátttakendur. Laufabrauð var annars til umræðu hér fyrir nokkrum dögum og bar okkur Austfirðingum saman um að hafa ekki tekið þátt í því sem krakkar og þar voru yngst ný orðin sextug. En Ásta Snædís Guðmundsdóttir fóstra mín, sextug, sem verið hafði á Varmalandi í Borgarfirði í hússtjórnarnámi hafði tekið þar þátt í að búa slíkt til en ég skildi hana svo að síðan hefði hún stöku sinnum steikt sér köku úr "bakaríinu".
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
þetta var aðeins gert fyrir jól.
Questionnaire
Record type
Keywords
