Laufabrauð

04.12.2020
In preservation at
National Museum of Iceland

Main information

Gender / Year of Submittee
Kona (1963)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-113
Place
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Til ársins 1976 gerði fjölskyldan laufabrauðið hjá föður ömmu og afa. Pabbi og mamma tvö börn og föðurbróðir konan hans og tvær dætur. Og afa bróðir. Laufabrauð fyrir þrjú heimili. Eftir 1976 gerðum við brauðið heima hjá foreldrum mínum.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Fyrst heima hjá föður ömmu og afa. Síðar heima hjá pabba og mömmu. Að lokum heima hjá mér.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi er alinn upp við laufabrauð. Á Akureyri. Foreldrar hans gerðu laufabrauð í Eyjafjarðarsveit.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Samskonar. Fyrst man ég eftir ömmu og pabba að fletja út. Svo pabba. Alltaf uppskriftin hennar ömmu samt. Svo kom að því að það var hægt að fara með eigið deig til bakara sem flatti það út. Það var gert á meðan það mátti. Eftir það höfum við pantað útflattar kökur og skorið það út og steikt.

Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Alltaf laufabrauðsgerð á aðventunni frá því ég man eftir mér.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Kaupum kökur tilbúnar í skurð og steikingu. Fyrir mitt heimili, foreldra minna, tengdaforeldra, mákonu og systur dóttur. Einhverjir af öllum heimilum koma og skera.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Árið 2019 kom ég ekki nálægt neinni laufabrauðsgerð í fyrsta skipti í minni mínu. Maðurinn min var í krabbameins meðferð.

Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Hjá ömmu var það fyrsti sunnudagur í aðventu. Man ekki hvernig það var hjá pabba og mömmu. En finnst líklegt að þau hafi gert eins og amma. Ég gerði oftast í lok nóv. Og um helgi. Bara laufabrauð um jól og smá afgangur á þorra. En ekki lagað sérstaklega fyrir það.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Hér fyrir norðan held ég að það sé bara eins og áður. Fjölskyldur hittast.

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ekkert laufabrauð :(

Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég á allar græjurnar nú orðið og sé um allt saman.

Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Það má ekki lengur fara með deig að heiman og til bakarans til að fletja út. Þannig að við kaupum útflattar kökur.

Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti.

Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Amma gerði deigið, hún og pabbi flöttu út. Seinna hnoðaði mamma eftir hennar uppskrift og pabbi flatti út.

Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Beitta vasa hnífa til að skera kökurnar fletta þær og pikka. Pikkið er v/steikingarinnar. Seinna eignaðist stór fjölskyldan eitt laufabrauðshjól, bretti fyrir hvern og einn skurðar mann, steikingarpottur og ál baukar til að geyma brauðið í. Hveiti í litlum skálum til að kökurnar festust ekki við brettið. Ekki samt of mikið hveiti því að þegar verið var að fletta kökurnar þurfti að vera hægt að líma munstrið niður.

Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Elstu hnífarnir eru frá ömmu. Og fyrsta hjólið. Ég lét sníða bretti passlega stór fyrir eina köku. Annars voru bara notuð öll tilfallandi bretti frá öllum heimilum sem komu saman.

Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Geri alltaf nokkrar stjörnur og hand skornar kökur. Þ.e. nota ekki hjól. Hjá krökkum er alltaf vinsælt að gera stafina sína.

Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég vil nostra og aldrei að flýta sér. Njóta samvistanna.

Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er aldrei leiðinlegt.

Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Held að við séum nokkuð einföld og hlutlaus í munstrum.

Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Pabbi kenndi mér. Ég kenndi strákunum mínum.

Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir skera út sama á hvaða aldri. Þetta er fjölskyldu samvera.

Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Steikinga pottur, steikargaffall og sía. Steikinga fita og hlemmur. gaffallinn er til að ná kökunni uppúr pottinum og sían til að halla að kökunni meðan fitan lekur af henni. Síðan er kakan lögð á smjörpappír/eldhúspappír og hlemmurinn yfir svo hún verði flöt. Passa að hún sé ekki of steikt þá verður munstrið brúnt.

Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Engar breytingar hjá okkur.

Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Kökurnar eru steiktar upp úr steikinga feiti. Steikingar tíminn er í auganu en styttri á seinni hliðinni. Ég geri 100 kökur fyrir mitt heimili. Foreldrar okkar gerðu 50 kökur hvort heimili. En hafa fækkað seinni ár. Fjórða heimilið gerir líka oftast 50 kökur. 250 kökur var algengast. En er nú komið niður í 150/180 kökur alls. Afskurðurinn er notaður til að finna hvort fitan sé passlega heit.

Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Amma og pabbi pressuðu ekki kökurnar. En ég á tré hlemm. Kökurnar voru bara lagðar til. Nema enginn hlemmur. Þær tóku meira pláss.

Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Kökunum er staflað í álbauka/kökubauka sem allar fjölskyldurnar eiga.

Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Eftir því hvað hver fjölskylda vill mikið.

Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Reiknum með degi í skurð og steikingu. Svo borða allir saman kvöldmat.

Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Í steikingunni eru bara unglingar og fullorðnir. Engin kynja skipting.

Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Á þorláksmessu eru fyrstu kökurnar settar uppá borð.

Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Eitt og sér og með öllum mat yfir hátiðina.

Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Veit ekki.

Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Höfum alltaf verið m/hveiti kökur. Og nokkrar m/kúmeni.

Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Yfir jól og áramót. Stundum nokkrar kökur teknar frá fyrir Þorrann.

Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurðurinn er borðaður um leið og hann er steiktur.

Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Aldrei keypt steikt laufabrauð.

Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Hefð sem ég vil halda áfram. Gaman að hittast og bæta nýjum kynslóðum við. Og sjá þau eldri og yngri verða eldri. Stór fjölskyldan saman tengdó og nýtt tengdafólk bætist í hópinn. Og allir vilja koma. Sumir stoppa lengur en aðrir stoppa styttra.

Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Það sitja allir við stóra borðið hjá ömmu og eru að skera út kökur. Svo allt í einu (nokkuð mörgum árum seinna) eignast ég þetta frekar litla borðstofuborð :) Svo skruppum við krakkarnir alltaf út og sáum jólasveinana á KEA svölunum. Svo er líka gaman að hugsa um þegar strákarnir minir voru að læra að skera. Svo núna eru komnar tengdadætur. Við höfum haldið í hefðirnar. Ég á bara skemmtilegar minningar.
Questionnaire
Keywords
Keyword: Laufabrauð
Keyword:
Laufabrauðsgerð