Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1941)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-111
Place
Núverandi sveitarfélag: Húnabyggð, Húnabyggð
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Laufabrauð var alltaf búið til fyrir jólin á mínu æskuheimili. Öll fjölskyldan tók þátt í þessu. Þegar ég var barn bjuggu móðir mín og föðuramma til deigið og flöttu það út í næfurþunnar kökur og pabbi og við systkinin skárum út kökurnar með vasahníf og einnig amma þegar búið var að fletja út en mamma steikti svo afraksturinn.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Alltaf heima.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau voru bæði úr sveit í Húnavatnssýslu, hún var fædd 1900 og hann 1906. Ég tel víst að þau hafi kynnst laufabrauðsgerð á sínum bernskuheimilum, en veit það svo sem ekki fyrir víst.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem ég þekkti í æsku var eins að öðru leiti en því að það var steikt upp úr tólg en ekki olíu eins og margir gera í dag.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég ólst upp með laufabrauði á jólum.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já alla mína búskapartíð hef ég gert laufabrauð fyrir jólin og þá með manni mínum, börnum og barnabörnum. Nú tvö síðustu jólin hef ég að vísu keypt kökurnar tilbúnar og við skorið í þær falleg mynstur. Börn og barnabörn sem næst í koma til að skera út og njóta stundarinnar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei tekið pásu frá laufabrauðinu, enda er þetta okkar snakk um jólin og tekið fram yfir smákökur.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð gerum við eingöngu fyrir jólin og gerum það yfirleitt seinnipartinn í nóvember.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég tel að laufabrauðshefð hafi dreifst um landið og aukist frekar en hitt. Hér áður fyrr var þetta aðallega stundað á norður- og austurlandi. T.d. maðurinn minn er fæddur í Reykjavík 1940 og hafði aldrei smakkað laufabrauð þegar við kynntumst en kolféll fyrir því.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid kom kannski smávegis við sögu að því leiti að sonur minn og hans fjölskylda sem býr í Hafnarfirði kom ekki í laufabrauðsgerðina í ár, hafa svo sem ekki alltaf komið norður en myndir af laufabrauðsgerðinni var að sjálfsögðu sendur til þeirra gegnum síma og tölvur .
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Það sé ég alltaf um.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Eins og ég gat hér að framan er ég farin að kaupa útflattar kökur, á erfitt með að fletja út það magn sem við þurfum, en engum finnst þessar keyptu kökur eins góðar og heimagerðar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Ég hef í gegnum árin notað Kornaxhveiti. Hráefnin í minni uppskrift eru svo aðeins mjólk salt og smá smávegis af smjöri.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég hef sjálf búið til deigið. Því miður virðist sem öðrum fjölskyldumeðlimum finnist það nánast geimvísindi að fletja deigið út svo vel sé, þannig að nú er farið að kaupa útflattar kökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég var farin að notast við hrærivél til að hnoða deigið að hluta, þá þarf að hafa kökukefli, kleinujárn og disk til að skera undan. Nú svo þarf pott og feiti, ég er vön að nota steikingarfeiti og palmínfeiti, vil ekki sjá að steikja upp úr olíu. Það er ekki gott laufabrauð. Svo þarf bretti til að skera út á, við notum laufabrauðsjárn og svo þarf netta vasahnífa.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Já kleinujárnið sem ég nota bjó móðurafi minn til, en hann var fæddur árið 1862. Þetta kleinujárn eignaðist móðir mín og síðan lenti það hjá mér og er nothæft enn í dag.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við erum mjög hefðbundin í útskurðinum það eru rendur og stjörnur, stafir og jólatré. Dóttir mín er snillingur í útskurðinum og eiginmaðurinn afkast miklu, enda sker hann alltaf sama munstrið, sem eru þrjár rendur.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Engar sérstakar hefðir. Yfirleitt er reynt að hangsa ekki mikið yfir þessu enda mikið búið til. Yfir 100 kökur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er allt svipað og bara gaman.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Dóttir mín getur verið frumleg og gert tilraunir, notar t.d oft drykkjarrör ásamt laufabrauðsjárninu.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Þetta kom bara með uppeldinu. Auðvitað hjálpar maður börnunum af stað, en þau er fljót að komast upp á lagið og finnst þetta yfirleitt gaman.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir eru virkjaðir í útskurðinn.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Pottur með feitinni og prjónn sem ég nota til að pikka í kökurnar, því við erum ekki vön að pikka í þær með hnífunum. Ég færi þær líka upp úr feitinni með prjóninum og yfir á eldhúsbréf, set eldhúsbréf ofan á kökur og nota svo sérútbúið trébretti með handfangi sem mér var gefið og búið til á Egilsstöðum til að þrýsti á kökuna til að slétta hana meðan hún er enn sjóðandi heit úr feitinni.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei ekki í mínum búskap.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikingarfeiti og palmínolíu. Við gerum 100-140 kökur en þær dreifast á þrjú heimili. Ef keyptar eru útflattar kökur er því miður enginn afskurður, en annars var hann steiktur og borðaður strax.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já alltaf pressað. Ég nota til þess sérútbúna laufabrauðspressu sem smiðuð var hjá Eik á Egilsstöðum.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Set það í plastpoka og verð mér svo úti um góðan pappakassa og öruggara er að líma hann vel aftur.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Ef bakaðar eru 100 kökur sem deilast á þrjú heimili eru rúmlega 30 kökur í hvers hlut.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Eftir að farið var að kaupa útflattar kökur tekur þetta svona 3-4 klt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég, húsmóðirin á heimilinu þar sem vinnan fer fram.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það má stelast í eina og eina köku á aðventunni. En gæta þess að stelast ekki svo mikið að gera þurfi meira.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Við borðum laufabrauðið ekki með neinu nema þá kannski smá smjöri. Það er á borðum þegar hangikjötið er borðað.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Búnar til úr hvítu hveiti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Gott ef nokkrar kökur eru til á þrettándanum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Strax eftir steikingu. Hér er hann oft kallaður "skankar"
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Það sem mér hefur þótt best er frá bakaríi á Egilsstöðum. Slær þó aldrei heimagerðu við.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Okkur finnst það gott,jólalegt og svo er gaman að halda í hefðir og alltaf gaman þegar ungir og aldnir koma saman og vinna að einhverju.
Laufabrauð var alltaf búið til fyrir jólin á mínu æskuheimili. Öll fjölskyldan tók þátt í þessu. Þegar ég var barn bjuggu móðir mín og föðuramma til deigið og flöttu það út í næfurþunnar kökur og pabbi og við systkinin skárum út kökurnar með vasahníf og einnig amma þegar búið var að fletja út en mamma steikti svo afraksturinn.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Alltaf heima.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau voru bæði úr sveit í Húnavatnssýslu, hún var fædd 1900 og hann 1906. Ég tel víst að þau hafi kynnst laufabrauðsgerð á sínum bernskuheimilum, en veit það svo sem ekki fyrir víst.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem ég þekkti í æsku var eins að öðru leiti en því að það var steikt upp úr tólg en ekki olíu eins og margir gera í dag.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég ólst upp með laufabrauði á jólum.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já alla mína búskapartíð hef ég gert laufabrauð fyrir jólin og þá með manni mínum, börnum og barnabörnum. Nú tvö síðustu jólin hef ég að vísu keypt kökurnar tilbúnar og við skorið í þær falleg mynstur. Börn og barnabörn sem næst í koma til að skera út og njóta stundarinnar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei tekið pásu frá laufabrauðinu, enda er þetta okkar snakk um jólin og tekið fram yfir smákökur.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð gerum við eingöngu fyrir jólin og gerum það yfirleitt seinnipartinn í nóvember.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég tel að laufabrauðshefð hafi dreifst um landið og aukist frekar en hitt. Hér áður fyrr var þetta aðallega stundað á norður- og austurlandi. T.d. maðurinn minn er fæddur í Reykjavík 1940 og hafði aldrei smakkað laufabrauð þegar við kynntumst en kolféll fyrir því.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid kom kannski smávegis við sögu að því leiti að sonur minn og hans fjölskylda sem býr í Hafnarfirði kom ekki í laufabrauðsgerðina í ár, hafa svo sem ekki alltaf komið norður en myndir af laufabrauðsgerðinni var að sjálfsögðu sendur til þeirra gegnum síma og tölvur .
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Það sé ég alltaf um.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Eins og ég gat hér að framan er ég farin að kaupa útflattar kökur, á erfitt með að fletja út það magn sem við þurfum, en engum finnst þessar keyptu kökur eins góðar og heimagerðar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Ég hef í gegnum árin notað Kornaxhveiti. Hráefnin í minni uppskrift eru svo aðeins mjólk salt og smá smávegis af smjöri.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég hef sjálf búið til deigið. Því miður virðist sem öðrum fjölskyldumeðlimum finnist það nánast geimvísindi að fletja deigið út svo vel sé, þannig að nú er farið að kaupa útflattar kökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég var farin að notast við hrærivél til að hnoða deigið að hluta, þá þarf að hafa kökukefli, kleinujárn og disk til að skera undan. Nú svo þarf pott og feiti, ég er vön að nota steikingarfeiti og palmínfeiti, vil ekki sjá að steikja upp úr olíu. Það er ekki gott laufabrauð. Svo þarf bretti til að skera út á, við notum laufabrauðsjárn og svo þarf netta vasahnífa.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Já kleinujárnið sem ég nota bjó móðurafi minn til, en hann var fæddur árið 1862. Þetta kleinujárn eignaðist móðir mín og síðan lenti það hjá mér og er nothæft enn í dag.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við erum mjög hefðbundin í útskurðinum það eru rendur og stjörnur, stafir og jólatré. Dóttir mín er snillingur í útskurðinum og eiginmaðurinn afkast miklu, enda sker hann alltaf sama munstrið, sem eru þrjár rendur.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Engar sérstakar hefðir. Yfirleitt er reynt að hangsa ekki mikið yfir þessu enda mikið búið til. Yfir 100 kökur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er allt svipað og bara gaman.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Dóttir mín getur verið frumleg og gert tilraunir, notar t.d oft drykkjarrör ásamt laufabrauðsjárninu.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Þetta kom bara með uppeldinu. Auðvitað hjálpar maður börnunum af stað, en þau er fljót að komast upp á lagið og finnst þetta yfirleitt gaman.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir eru virkjaðir í útskurðinn.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Pottur með feitinni og prjónn sem ég nota til að pikka í kökurnar, því við erum ekki vön að pikka í þær með hnífunum. Ég færi þær líka upp úr feitinni með prjóninum og yfir á eldhúsbréf, set eldhúsbréf ofan á kökur og nota svo sérútbúið trébretti með handfangi sem mér var gefið og búið til á Egilsstöðum til að þrýsti á kökuna til að slétta hana meðan hún er enn sjóðandi heit úr feitinni.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei ekki í mínum búskap.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikingarfeiti og palmínolíu. Við gerum 100-140 kökur en þær dreifast á þrjú heimili. Ef keyptar eru útflattar kökur er því miður enginn afskurður, en annars var hann steiktur og borðaður strax.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já alltaf pressað. Ég nota til þess sérútbúna laufabrauðspressu sem smiðuð var hjá Eik á Egilsstöðum.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Set það í plastpoka og verð mér svo úti um góðan pappakassa og öruggara er að líma hann vel aftur.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Ef bakaðar eru 100 kökur sem deilast á þrjú heimili eru rúmlega 30 kökur í hvers hlut.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Eftir að farið var að kaupa útflattar kökur tekur þetta svona 3-4 klt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég, húsmóðirin á heimilinu þar sem vinnan fer fram.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það má stelast í eina og eina köku á aðventunni. En gæta þess að stelast ekki svo mikið að gera þurfi meira.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Við borðum laufabrauðið ekki með neinu nema þá kannski smá smjöri. Það er á borðum þegar hangikjötið er borðað.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Búnar til úr hvítu hveiti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Gott ef nokkrar kökur eru til á þrettándanum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Strax eftir steikingu. Hér er hann oft kallaður "skankar"
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Það sem mér hefur þótt best er frá bakaríi á Egilsstöðum. Slær þó aldrei heimagerðu við.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Okkur finnst það gott,jólalegt og svo er gaman að halda í hefðir og alltaf gaman þegar ungir og aldnir koma saman og vinna að einhverju.
Questionnaire
Record type
Keywords
