Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1939)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-109
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei. Ég er ættuð frá Vestmannaeyjum og Fáskrúðsfirði og þar tíðkaðist ekki að gera laufabrauð.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég kynntist þessari hefð í gegnum manninn minn sem er úr Mývatnssveit og við gerðum fyrst laufabrauð fyrir jólin 1978. Þá kom systir hans til okkar og hjálpaði mér við að búa til deigið og fletja það út. Við nýttum afgangana og hnoðuðum þá saman og flöttum út á ný! Þetta var þrælavinna og ég hef aldrei fengið aðrar eins harðsperrur í yfirmagann. Þetta var hefð frá æskuheimili mannsins míns sem réði því að við nýttum afskurðinn svona vel í þetta sinn!
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri laufabrauð í dag og þá alltaf með stórfjölskyldunni, sem er fyrir mína parta systur mínar, sem eru þrjár, makar þeirra og börn og núna barnabörn. Frá hlið mannsins míns eru það systur hans, þeirra börn og frændur og frænkur úr Mývatnssveitinni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Við vorum í Svíþjóð veturinn 1979-80 og þá gerðum við laufabrauð, þá vorum við bara þrjú. Við eltum son minn um jólin til Finnlands og þar gerðum við laufabrauð í nokkur ár og þá vorum við fjögur. Árið 1988 vorum við á eyju í Karíbahafinu og gerðum ekki laufabrauð það árið. Við höfum gert laufabrauð frá árinu 1984 til dagsins í dag, alltaf með stórfjölskyldunni.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við tökum frá laugardag eða sunnudag einhverja helgina fyrir jólin til laufabrauðsgerðar og er þetta í eina skiptið sem við gerum laufabrauð.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef ekki hugleitt hvort einhver breyting hefur orðið á þessari hefð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Nú í ár erum við aðeins tvö við laufabrauðsgerðina vegna COVID-19.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við hjónin höfum hugsað um að allt sé til reiðu þegar skurðurinn hefst.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur, gjarnan frá Kristjánsbakaríi.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við eigum skurðarbretti, laufabrauðshjól til að búa til munstur með, beittir hnífar, gjarnan skurðstofuhnífar, handa þeim sem kjósa heldur að nota þá fremur en hjólin. Þessir hnífar eru líka notaðir til að bretta upp á laufin. Við höfum einnig tekið upp á því að nota lítil form í staðinn fyrir að nota hnífa eða hjólin. Það var tengdadóttir mín sem kom með þessa hefð í laufabrauðsgerðina.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Engar breytingar hafa orðið á áhöldum, nema þegar formin bættust í hópinn. Við höfum ekki erft neitt frá eldri kynslóð.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sjálf hef engin sérstök munstur í sambandi við útskurðinn. Ég hef nú ekki hugleitt þetta með dónaskapinn við útskurðinn og á því engin svör við þessu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég hef nú aðallega verið að flýta mér við útskurðinn og ekki nostrað við hann.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ég er hlutlaus.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það eiga ýmsir sín mynstur og eru þau öll frábrugðin því sem ég geri.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Maðurinn minn kenndi mér að skera út. Ég hef kennt börnunum í fjölskyldunni að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir mega skera út.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við steikinguna notuðum við gamlan pott og heilmikið af dagblöðum og heimilisrúllupappír til að láta fituna drjúpa af kökunum þegar þær koma upp úr steikingarpottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Síðar steiktum við á rafmagnspönnu en engar breytingar hafa orðið á þessu á síðustu árum.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum Palmin-fitu til að steikja upp úr. Reynt er að hafa fituna eins heita og hægt er. Kökunni brugðið ofan í, látin vera þar augnablik og henni snúið og tekin upp úr. Flottast er að hafa hana sem ljósasta, samt ekki hráa! Þetta geta verið um 150-200 kökur. Enginn afskurður af því að við kaupum útflattar kökur.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Við eigum sérstakan hlemm sem skellt er yfir kökuna þegar hún kemur upp úr steikingapottinum og hún þannig pressuð.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Kökunum er síðan komið fyrir í kassa og látnar niður í geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fjölskylda fær þær kökur sem hún kom með, hvort sem hún skar þær allar út sjálf eða fékk aðstoð við útskurðinn.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við komum gjarnan saman á þriðja tímanum og erum búin að skera um kvöldmatarleitið. Þá er borðað og ef börnin eru með skemmtiatriði eða einhver fullorðin vill lesa eitthvað fyrir okkur þá er það gert þarna og síðan fá allir sínar kökur og halda heim. Daginn eftir eru kökurnar steiktar hver á sínu heimili. Þannig má bæta við 1-2 tímum í steikingu við hina 3-4.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég fékk gjarnan son minn til að steikja með mér. Þá steikti ég og hann pressaði og kom kökunum fyrir.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við byrjum að borða laufabrauðið með hangikjötinu á jóladag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér finnst best að borða brauðið með hangikjöti eða bara eintómt.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Mér er ekki kunnugt um að laufabrauðs sé neytt með einhverju öðru.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Okkur líkar best við kökur frá Kristjánsbakaríi. Ég veit ekkert hvað er í þeim.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Laufabrauðið ést yfirleitt upp fljótt eftir jólin, engir afgangar hjá okkur!
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Í Mývatnssveitinni var talað um afskurðageira og fengu börnin gjarnan að borða hann.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég kaupi aldrei tilbúið laufabrauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Að skera laufabrauð var nokkurs konar jólaboð hjá okkur hjónum í u.þ.b.20 ár. Þá höfðum við jólaglögg, jólaöl og gos með smákökum meðan verið var að skera og góðan mat þegar skurði lauk. Börnin í fjölskyldunni vöndust því að mega leika á hljóðfæri, gítar, fiðlu, selló eða hljómborð. Sýna fimleika og brúðuleikhús. Af og til las einhver fullorðin upp og saman tókum við lagið. Þetta hafði mjög mikla þýðingu fyrir okkur en eftir 20 ár vorum við orðin þreytt og systir mín og systurdóttir tóku við og héldu þetta til skiptis og hafa haldið því áfram þar til í ár. Þetta hefur haldist með óbreyttu sniði ár eftir ár og er sárt saknað.
Nei. Ég er ættuð frá Vestmannaeyjum og Fáskrúðsfirði og þar tíðkaðist ekki að gera laufabrauð.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég kynntist þessari hefð í gegnum manninn minn sem er úr Mývatnssveit og við gerðum fyrst laufabrauð fyrir jólin 1978. Þá kom systir hans til okkar og hjálpaði mér við að búa til deigið og fletja það út. Við nýttum afgangana og hnoðuðum þá saman og flöttum út á ný! Þetta var þrælavinna og ég hef aldrei fengið aðrar eins harðsperrur í yfirmagann. Þetta var hefð frá æskuheimili mannsins míns sem réði því að við nýttum afskurðinn svona vel í þetta sinn!
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri laufabrauð í dag og þá alltaf með stórfjölskyldunni, sem er fyrir mína parta systur mínar, sem eru þrjár, makar þeirra og börn og núna barnabörn. Frá hlið mannsins míns eru það systur hans, þeirra börn og frændur og frænkur úr Mývatnssveitinni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Við vorum í Svíþjóð veturinn 1979-80 og þá gerðum við laufabrauð, þá vorum við bara þrjú. Við eltum son minn um jólin til Finnlands og þar gerðum við laufabrauð í nokkur ár og þá vorum við fjögur. Árið 1988 vorum við á eyju í Karíbahafinu og gerðum ekki laufabrauð það árið. Við höfum gert laufabrauð frá árinu 1984 til dagsins í dag, alltaf með stórfjölskyldunni.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við tökum frá laugardag eða sunnudag einhverja helgina fyrir jólin til laufabrauðsgerðar og er þetta í eina skiptið sem við gerum laufabrauð.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef ekki hugleitt hvort einhver breyting hefur orðið á þessari hefð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Nú í ár erum við aðeins tvö við laufabrauðsgerðina vegna COVID-19.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við hjónin höfum hugsað um að allt sé til reiðu þegar skurðurinn hefst.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur, gjarnan frá Kristjánsbakaríi.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við eigum skurðarbretti, laufabrauðshjól til að búa til munstur með, beittir hnífar, gjarnan skurðstofuhnífar, handa þeim sem kjósa heldur að nota þá fremur en hjólin. Þessir hnífar eru líka notaðir til að bretta upp á laufin. Við höfum einnig tekið upp á því að nota lítil form í staðinn fyrir að nota hnífa eða hjólin. Það var tengdadóttir mín sem kom með þessa hefð í laufabrauðsgerðina.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Engar breytingar hafa orðið á áhöldum, nema þegar formin bættust í hópinn. Við höfum ekki erft neitt frá eldri kynslóð.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sjálf hef engin sérstök munstur í sambandi við útskurðinn. Ég hef nú ekki hugleitt þetta með dónaskapinn við útskurðinn og á því engin svör við þessu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég hef nú aðallega verið að flýta mér við útskurðinn og ekki nostrað við hann.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ég er hlutlaus.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það eiga ýmsir sín mynstur og eru þau öll frábrugðin því sem ég geri.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Maðurinn minn kenndi mér að skera út. Ég hef kennt börnunum í fjölskyldunni að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir mega skera út.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við steikinguna notuðum við gamlan pott og heilmikið af dagblöðum og heimilisrúllupappír til að láta fituna drjúpa af kökunum þegar þær koma upp úr steikingarpottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Síðar steiktum við á rafmagnspönnu en engar breytingar hafa orðið á þessu á síðustu árum.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum Palmin-fitu til að steikja upp úr. Reynt er að hafa fituna eins heita og hægt er. Kökunni brugðið ofan í, látin vera þar augnablik og henni snúið og tekin upp úr. Flottast er að hafa hana sem ljósasta, samt ekki hráa! Þetta geta verið um 150-200 kökur. Enginn afskurður af því að við kaupum útflattar kökur.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Við eigum sérstakan hlemm sem skellt er yfir kökuna þegar hún kemur upp úr steikingapottinum og hún þannig pressuð.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Kökunum er síðan komið fyrir í kassa og látnar niður í geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fjölskylda fær þær kökur sem hún kom með, hvort sem hún skar þær allar út sjálf eða fékk aðstoð við útskurðinn.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við komum gjarnan saman á þriðja tímanum og erum búin að skera um kvöldmatarleitið. Þá er borðað og ef börnin eru með skemmtiatriði eða einhver fullorðin vill lesa eitthvað fyrir okkur þá er það gert þarna og síðan fá allir sínar kökur og halda heim. Daginn eftir eru kökurnar steiktar hver á sínu heimili. Þannig má bæta við 1-2 tímum í steikingu við hina 3-4.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Ég fékk gjarnan son minn til að steikja með mér. Þá steikti ég og hann pressaði og kom kökunum fyrir.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við byrjum að borða laufabrauðið með hangikjötinu á jóladag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér finnst best að borða brauðið með hangikjöti eða bara eintómt.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Mér er ekki kunnugt um að laufabrauðs sé neytt með einhverju öðru.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Okkur líkar best við kökur frá Kristjánsbakaríi. Ég veit ekkert hvað er í þeim.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Laufabrauðið ést yfirleitt upp fljótt eftir jólin, engir afgangar hjá okkur!
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Í Mývatnssveitinni var talað um afskurðageira og fengu börnin gjarnan að borða hann.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég kaupi aldrei tilbúið laufabrauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Að skera laufabrauð var nokkurs konar jólaboð hjá okkur hjónum í u.þ.b.20 ár. Þá höfðum við jólaglögg, jólaöl og gos með smákökum meðan verið var að skera og góðan mat þegar skurði lauk. Börnin í fjölskyldunni vöndust því að mega leika á hljóðfæri, gítar, fiðlu, selló eða hljómborð. Sýna fimleika og brúðuleikhús. Af og til las einhver fullorðin upp og saman tókum við lagið. Þetta hafði mjög mikla þýðingu fyrir okkur en eftir 20 ár vorum við orðin þreytt og systir mín og systurdóttir tóku við og héldu þetta til skiptis og hafa haldið því áfram þar til í ár. Þetta hefur haldist með óbreyttu sniði ár eftir ár og er sárt saknað.
Questionnaire
Record type
Keywords
