Main information
Gender / Year of Submittee
Karl (1964)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-108
Place
Núverandi sveitarfélag: Eyjafjarðarsveit , Eyjafjarðarsveit
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Móðir, amma, ömmusystir og stundum mágkona mömmu var flokkurinn sem sá um deigið og steikingu á laufabrauðinu, en ekki endilega allar alltaf. ég og þrír bræður og stundum önnur börn úr fjölskyldunni bættust svo við konurnar í skurðinn. Eiginmenn kvennanna tóku jafnvel þátt í skurðinum en það var stopult.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin fór fram í eldhúsi föður ömmu minnar þegar ég var ungur en færðist svo í eldhús móður minnar þegar hún eltist. Þetta er vel að merkja í sama húsinu. Það voru þrjú eldhús á Kristnes bænum þegar ég var að alast upp og þar bjó stórfjölskylda.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Faðir minn fæddist inn í laufabrauðshefðina á Kristnes býlinu í framanverðum Eyjafirði, en móðir mín kynntist henni með kynnum af föður mínum snemma á sjöunda áratugnum. Hún kom austan af Berufjarðarströnd.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það var svipað en alltaf ósætt, ég man eingöngu eftir brauði úr hvítu hveiti.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég ólst upp við laufabrauðsgerð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég kem venjulega að laufabrauðsgerð með fjölskyldu. Dóttur, konu bræðrum og mágkonum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég sleppti laufabrauðinu þegar ég bjó erlendis, en fékk stundum sendan dúnk.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð er alltaf gert fyrir jólin í fyrrihluta desember. Einginn sérstakur dagur frátekinn.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef á tilfinningunni að hún hafi aukist mikið á landsvísu. Hvort hún sé aukin í mínu umhverfi er ég ekki viss um. Ég held líka að mun færri búi til deigið sjálfir.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ég býst ekki við að vera viðloðandi laufabrauðsgerð þetta árið.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Mágkonur mínar.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Yfirleitt keypt frá bakaranum.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Pass.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Það voru alltaf konurnar sem bjuggu deigið, það hefur ekki breyst.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Á mínu heimili þykir svindl að nota eitthvað annað en hnífa við skurðinn.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Einhver bretti eru komin töluvert til ára sinna, eitt eða tvö eru eldri en ég.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Engin heiti en mörg mótífin eru þekkt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég geri helst notendavænar kökur, sem komast heilar í gegn um steikningu og brotna fallega.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Útskurður er handverk, hann ber að leysa vel af hendi.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er sem betur fer gríðarlega misjafnt. Það er hæfileikafólk í kring um mig og það sést allt frá postmódernisma til haganlegasta flúrs.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði af eldri konum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já útskurðurinn var og er á margrahöndum ungra sem aldinna og er dýrmæt samverustund.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Feiti, pottur bretti til að nota sem þyngingu. mögulega fiskispaði.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ekki nema að það þarf ekki að nota kökukeflið ef deigið er aðkeypt.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Djúpsteikingarfeiti, mögulega tólg í bland.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það er notað skurðarbretti til þyngingar þegar kökunum er staflað upp nýsteiktum.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Núna er þeim staflað upp kannski þrjátíu í stafla með bréfþurrku á milli og settar í plastpoka.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Það er skipt nokkuð jafnt milli fullorðinna.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Skurðurinn tekur uþb. 3 tíma og steikingin annað eins. Ég hef aldrei búið til deigið og ætla ekki að giska á það.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mágkonur mínar að mestu.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Maður borðar ekki laufabrauð fyrr en með matnum á aðfangadagskvöld.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Sméri og hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Pass.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
hefðbundnar kökur.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Eitthvað fram yfir áramót, ég nota ekki laufabrauð sem snakk.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurðarins er neytt strax eftir steikningu.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Sjaldan. pass.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Laufabrauðsgerð er menningarhefð og ein besta samverustund fjölskyldunnar.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég hef séð ótrúlega fallegt handbragð við laufabrauðsgerð. Sjálfur er ég myndlistamaður og áhugamaður um menningarsögu. Laufabrauð er að mínu mati fágaðasta hefð íslenskrarþjóðmenningar.
Móðir, amma, ömmusystir og stundum mágkona mömmu var flokkurinn sem sá um deigið og steikingu á laufabrauðinu, en ekki endilega allar alltaf. ég og þrír bræður og stundum önnur börn úr fjölskyldunni bættust svo við konurnar í skurðinn. Eiginmenn kvennanna tóku jafnvel þátt í skurðinum en það var stopult.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin fór fram í eldhúsi föður ömmu minnar þegar ég var ungur en færðist svo í eldhús móður minnar þegar hún eltist. Þetta er vel að merkja í sama húsinu. Það voru þrjú eldhús á Kristnes bænum þegar ég var að alast upp og þar bjó stórfjölskylda.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Faðir minn fæddist inn í laufabrauðshefðina á Kristnes býlinu í framanverðum Eyjafirði, en móðir mín kynntist henni með kynnum af föður mínum snemma á sjöunda áratugnum. Hún kom austan af Berufjarðarströnd.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það var svipað en alltaf ósætt, ég man eingöngu eftir brauði úr hvítu hveiti.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég ólst upp við laufabrauðsgerð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég kem venjulega að laufabrauðsgerð með fjölskyldu. Dóttur, konu bræðrum og mágkonum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég sleppti laufabrauðinu þegar ég bjó erlendis, en fékk stundum sendan dúnk.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð er alltaf gert fyrir jólin í fyrrihluta desember. Einginn sérstakur dagur frátekinn.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef á tilfinningunni að hún hafi aukist mikið á landsvísu. Hvort hún sé aukin í mínu umhverfi er ég ekki viss um. Ég held líka að mun færri búi til deigið sjálfir.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ég býst ekki við að vera viðloðandi laufabrauðsgerð þetta árið.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Mágkonur mínar.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Yfirleitt keypt frá bakaranum.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Pass.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Það voru alltaf konurnar sem bjuggu deigið, það hefur ekki breyst.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Á mínu heimili þykir svindl að nota eitthvað annað en hnífa við skurðinn.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Einhver bretti eru komin töluvert til ára sinna, eitt eða tvö eru eldri en ég.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Engin heiti en mörg mótífin eru þekkt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég geri helst notendavænar kökur, sem komast heilar í gegn um steikningu og brotna fallega.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Útskurður er handverk, hann ber að leysa vel af hendi.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er sem betur fer gríðarlega misjafnt. Það er hæfileikafólk í kring um mig og það sést allt frá postmódernisma til haganlegasta flúrs.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði af eldri konum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já útskurðurinn var og er á margrahöndum ungra sem aldinna og er dýrmæt samverustund.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Feiti, pottur bretti til að nota sem þyngingu. mögulega fiskispaði.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ekki nema að það þarf ekki að nota kökukeflið ef deigið er aðkeypt.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Djúpsteikingarfeiti, mögulega tólg í bland.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það er notað skurðarbretti til þyngingar þegar kökunum er staflað upp nýsteiktum.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Núna er þeim staflað upp kannski þrjátíu í stafla með bréfþurrku á milli og settar í plastpoka.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Það er skipt nokkuð jafnt milli fullorðinna.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Skurðurinn tekur uþb. 3 tíma og steikingin annað eins. Ég hef aldrei búið til deigið og ætla ekki að giska á það.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mágkonur mínar að mestu.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Maður borðar ekki laufabrauð fyrr en með matnum á aðfangadagskvöld.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Sméri og hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Pass.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
hefðbundnar kökur.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Eitthvað fram yfir áramót, ég nota ekki laufabrauð sem snakk.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurðarins er neytt strax eftir steikningu.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Sjaldan. pass.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Laufabrauðsgerð er menningarhefð og ein besta samverustund fjölskyldunnar.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég hef séð ótrúlega fallegt handbragð við laufabrauðsgerð. Sjálfur er ég myndlistamaður og áhugamaður um menningarsögu. Laufabrauð er að mínu mati fágaðasta hefð íslenskrarþjóðmenningar.
Questionnaire
Record type
Keywords
