Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1947)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-103
Place
Núverandi sveitarfélag: Kópavogsbær, Kópavogsbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei það þekktist ekki hjá okkur hvorki þegar við bjuggum norður í Fljótum í Skagafirði eða í Reykjavík eftir. Faðir minn var Fljótamaður en móðir mín úr Reykjavík. Eitthvað heyrði ég þó um að kvenfélagskonurnar gerðu laufabrauð fyrir Þorrablót sem haldið var í sveitinni, en ég sá það aldrei.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég kynntist laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu, sem ég hafði passað börn hjá, í Reykjavík um 1960. Fjölskyldan var úr Vestur-Skaftafellssýslu. Það sem var sérstakt við þeirra laufabrauð sem ég hef ekki séð annarstaðar að haft var heilveiti í bland við hveitið en að öðru leiti eins.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég kynnti laufabrauðsgerðina fyrir foreldrum mínum eftir að ég lærði það hjá Skaftfellsku fjölskyldunni.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það brauð sem ég kynntist sem unglingur er eins og það sem gert er í dag.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég hef tekið þátt í laufabrauðsgerð síðan 1968 þegar ég kynntist manninum mínum. Móðir hans, margrét Tryggvadóttir f. 1917, var frá Ytri-Varðgjá í Eyjafirði og þar var laufabrauðshefðin í hávegum höfð. Á æskuárum hennar voru steiktar um 400 kökur enda heimilið fjölmennt, börnin 8 svo og ein eða fleiri vinnukonur. Byrjað var að hnoða deigið og fletja út um kl 4 um nóttina og síðan farið að skera eftir gegningar. Allir tóku þátt og sagði hún að sumir bræðra sinna hafi verið afar slingir við skurðin. þar svo mikið var gert af kökum voru þær lagðar yfir rúmin og yfir breidd lök til að koma í veg fyrir að þær ofþornuðu. Þegar skurðurinn hófst voru nýskornar kökur lagðar á næsta rúm með sama umbúnaði. Meðan tengdamamma hnoðaði í kökurnar sem hún gerði vel fram yfir sjötugt, var hafður sami háttur á. Eftir að hún hætti að hnoða deigið sjálf fórum við að kaupa tilbúnar kökur. Venjan var að kaupa kökur frá Kristjáni á Akureyri henni fannst það líkjast því sem hún var vön.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já þegar Margrét varð lasin tók ég við hlutverkinu og nú hafa dætur mínar tekið alfarið við laufabrauðsbakstrinum. Ég sker þó alltaf út með litlu krökkunum. Ég hef bara unnið laufabrauð með nánustu fjölskyldu.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Við steikjum laufabrauð á hverju ári og aldrei sleppt úr.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Bara steikt fyrir jól. Oftast í fyrstu eða annari viku í desember allt eftir hvernig fólk í fjölskyldunni er að vinna en margir hjá okkur eru vaktavinnufólk.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Held að hún hafi heldur aukist ekki síst fyrir tilstuðlan skólanna a.m.k hér í Kópavogi þar sem haldnir hafa verið laufabrauðsdagar síðustu áratugi.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við skiptum okkur upp í tvo hópa, litlu börnin með mér gamalmenninu og unga fólkið síðar, dætur mínar sáu svo um steikinguna.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Áhöldin, laufabrauðsjárn og tréhlemm til að pressa kökurnar geymi ég en aðrir skaffa bretti og hnífa fyrir sitt fólk. dagurinn er valin seint í nóvember svo vaktavinnu fólkið geti stemmt vaktir saman.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum alltaf tilbúið og höldum okkur við Kristjánsbakarí ef hægt er.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Eins og ég nefndi áður notuðu skaftfellsku konurnar heilhveiti í bland en tengdamamma notaði bara hveiti, salt og volga mjólk.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Tengdamamma bjó alltaf til deigið meðan hún gat, ég lærði það aldrei.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðsjárn sem rúllað er eftir flatri kökunni, laufunum síðan flett upp með oddhvössum hníf. Við vinnum líka mikið fríhendis með hnífum.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég keypti laufabrauðsjárnin, ég á tvö, í Íslenskum heimilisiðnaði þegar ég vann þar 1968-70 svo nota ég lítinn vasahníf.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Allskonar munstur, stjörnur, greinar, fugla, kerti á grein, jötun, fjárhúsið, halastjörnur, upphafstafi fjölskyldunnar, jólaköttinn, fugla, krossa o.fl o.fl. allt hefur verið leyfilegt hingað til.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Hugmyndirnar koma úr öllum áttum stundum úr dagblöðum og tímaritum því oft hafa verið skrifaðar greinar með myndum flest ár. Svo eru líka munstur sem tengdamamma skar út. það er alltaf svolítil keppni um að skera flottustu og flóknustu kökuna.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Hver hefur svolítið sinn stíl.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði það hjá skaftfellsku fjölskyldunni um 1960. Ég hef kennt börnum mínum og frændbörnum og nú síðast barnabörnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt þó það sé ekki nema ein kaka. Í ár var yngsti þáttakandinn 3 ára, hún sat yfir þrem kökum og var bara góð með sér þó að kökurnar hennar væru síðan notaðar í snakk.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Víður frekar lágur pottur, fiskispaði, kjötgaffall, hlemmur til að pregga kökurnar og mikið af eldhúspappír.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við steikjum upp úr plöntufeiti og steikjum 60-80 kökur.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
pressað með sérstökum tréhlemmi sem mér var gefin fyrir löngu. Kökurnar eru færðar upp úr feitinni þegar þær byrja að taka á sig lit og lagðar á eldhúspappír og pressaðar, síðan staflað í 10-20 köku stafla og látnar kólna.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Oftast settar á tertudisk og inn í plastpoka svo fer það efir aðstæðum hvar við höfum þær til jóla. Þær eru allar étnar í síðasta lagi á gamlárskvöld svo það þarf ekki að hafa langtíma geymslu í huga.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Fer eftir stærð fjölskyldu og hversu æst fólk er í að éta þær. Við erum 4 fjölskyldur.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
3-4 klukkutíma, við borðum svo oftast kvöldmat saman á eftir.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Við tengdamamma gerðum það saman hér áður en dætur mínar aðstoðuðu mig eftir að hún hætti. Núna sjá þær alfarið um það og stundum steikir annar tengdasona minna líka.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Fyrsta smakk er á bökunardaginn og svo ekki fyrr en á Þorláksmessu.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Held ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Frá Kristjáni á Akureyri.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Allt étið upp um áramót.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Sem snakk á meðan við tengdó unnum kökurnar frá grunni síðan er enginn afskurður af tilbúnum kökum.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
í stórmörkuðum.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Að halda í gamla fjölskyldu hefð og fá tilefni til að hittast og metast.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Hef nú þegar svarað þessu.
Nei það þekktist ekki hjá okkur hvorki þegar við bjuggum norður í Fljótum í Skagafirði eða í Reykjavík eftir. Faðir minn var Fljótamaður en móðir mín úr Reykjavík. Eitthvað heyrði ég þó um að kvenfélagskonurnar gerðu laufabrauð fyrir Þorrablót sem haldið var í sveitinni, en ég sá það aldrei.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég kynntist laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu, sem ég hafði passað börn hjá, í Reykjavík um 1960. Fjölskyldan var úr Vestur-Skaftafellssýslu. Það sem var sérstakt við þeirra laufabrauð sem ég hef ekki séð annarstaðar að haft var heilveiti í bland við hveitið en að öðru leiti eins.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég kynnti laufabrauðsgerðina fyrir foreldrum mínum eftir að ég lærði það hjá Skaftfellsku fjölskyldunni.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það brauð sem ég kynntist sem unglingur er eins og það sem gert er í dag.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég hef tekið þátt í laufabrauðsgerð síðan 1968 þegar ég kynntist manninum mínum. Móðir hans, margrét Tryggvadóttir f. 1917, var frá Ytri-Varðgjá í Eyjafirði og þar var laufabrauðshefðin í hávegum höfð. Á æskuárum hennar voru steiktar um 400 kökur enda heimilið fjölmennt, börnin 8 svo og ein eða fleiri vinnukonur. Byrjað var að hnoða deigið og fletja út um kl 4 um nóttina og síðan farið að skera eftir gegningar. Allir tóku þátt og sagði hún að sumir bræðra sinna hafi verið afar slingir við skurðin. þar svo mikið var gert af kökum voru þær lagðar yfir rúmin og yfir breidd lök til að koma í veg fyrir að þær ofþornuðu. Þegar skurðurinn hófst voru nýskornar kökur lagðar á næsta rúm með sama umbúnaði. Meðan tengdamamma hnoðaði í kökurnar sem hún gerði vel fram yfir sjötugt, var hafður sami háttur á. Eftir að hún hætti að hnoða deigið sjálf fórum við að kaupa tilbúnar kökur. Venjan var að kaupa kökur frá Kristjáni á Akureyri henni fannst það líkjast því sem hún var vön.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já þegar Margrét varð lasin tók ég við hlutverkinu og nú hafa dætur mínar tekið alfarið við laufabrauðsbakstrinum. Ég sker þó alltaf út með litlu krökkunum. Ég hef bara unnið laufabrauð með nánustu fjölskyldu.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Við steikjum laufabrauð á hverju ári og aldrei sleppt úr.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Bara steikt fyrir jól. Oftast í fyrstu eða annari viku í desember allt eftir hvernig fólk í fjölskyldunni er að vinna en margir hjá okkur eru vaktavinnufólk.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Held að hún hafi heldur aukist ekki síst fyrir tilstuðlan skólanna a.m.k hér í Kópavogi þar sem haldnir hafa verið laufabrauðsdagar síðustu áratugi.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við skiptum okkur upp í tvo hópa, litlu börnin með mér gamalmenninu og unga fólkið síðar, dætur mínar sáu svo um steikinguna.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Áhöldin, laufabrauðsjárn og tréhlemm til að pressa kökurnar geymi ég en aðrir skaffa bretti og hnífa fyrir sitt fólk. dagurinn er valin seint í nóvember svo vaktavinnu fólkið geti stemmt vaktir saman.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum alltaf tilbúið og höldum okkur við Kristjánsbakarí ef hægt er.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Eins og ég nefndi áður notuðu skaftfellsku konurnar heilhveiti í bland en tengdamamma notaði bara hveiti, salt og volga mjólk.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Tengdamamma bjó alltaf til deigið meðan hún gat, ég lærði það aldrei.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðsjárn sem rúllað er eftir flatri kökunni, laufunum síðan flett upp með oddhvössum hníf. Við vinnum líka mikið fríhendis með hnífum.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég keypti laufabrauðsjárnin, ég á tvö, í Íslenskum heimilisiðnaði þegar ég vann þar 1968-70 svo nota ég lítinn vasahníf.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Allskonar munstur, stjörnur, greinar, fugla, kerti á grein, jötun, fjárhúsið, halastjörnur, upphafstafi fjölskyldunnar, jólaköttinn, fugla, krossa o.fl o.fl. allt hefur verið leyfilegt hingað til.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Hugmyndirnar koma úr öllum áttum stundum úr dagblöðum og tímaritum því oft hafa verið skrifaðar greinar með myndum flest ár. Svo eru líka munstur sem tengdamamma skar út. það er alltaf svolítil keppni um að skera flottustu og flóknustu kökuna.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Hver hefur svolítið sinn stíl.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði það hjá skaftfellsku fjölskyldunni um 1960. Ég hef kennt börnum mínum og frændbörnum og nú síðast barnabörnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt þó það sé ekki nema ein kaka. Í ár var yngsti þáttakandinn 3 ára, hún sat yfir þrem kökum og var bara góð með sér þó að kökurnar hennar væru síðan notaðar í snakk.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Víður frekar lágur pottur, fiskispaði, kjötgaffall, hlemmur til að pregga kökurnar og mikið af eldhúspappír.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við steikjum upp úr plöntufeiti og steikjum 60-80 kökur.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
pressað með sérstökum tréhlemmi sem mér var gefin fyrir löngu. Kökurnar eru færðar upp úr feitinni þegar þær byrja að taka á sig lit og lagðar á eldhúspappír og pressaðar, síðan staflað í 10-20 köku stafla og látnar kólna.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Oftast settar á tertudisk og inn í plastpoka svo fer það efir aðstæðum hvar við höfum þær til jóla. Þær eru allar étnar í síðasta lagi á gamlárskvöld svo það þarf ekki að hafa langtíma geymslu í huga.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Fer eftir stærð fjölskyldu og hversu æst fólk er í að éta þær. Við erum 4 fjölskyldur.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
3-4 klukkutíma, við borðum svo oftast kvöldmat saman á eftir.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Við tengdamamma gerðum það saman hér áður en dætur mínar aðstoðuðu mig eftir að hún hætti. Núna sjá þær alfarið um það og stundum steikir annar tengdasona minna líka.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Fyrsta smakk er á bökunardaginn og svo ekki fyrr en á Þorláksmessu.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Held ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Frá Kristjáni á Akureyri.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Allt étið upp um áramót.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Sem snakk á meðan við tengdó unnum kökurnar frá grunni síðan er enginn afskurður af tilbúnum kökum.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
í stórmörkuðum.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Að halda í gamla fjölskyldu hefð og fá tilefni til að hittast og metast.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Hef nú þegar svarað þessu.
Questionnaire
Record type
Keywords
