Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1990)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-101
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já ég hef alltaf bakað laufabrauð fyrir jólin með móðurfjölskyldunni minni. Afi og amma og langamma mín, mamma mín og pabbi og bróðir. Ásamt systkinum mömmu minnar og mökum þeirra og börnum.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsbaksturinn fór ekki fram heima hjá mér heldur oftast heima hjá ömmu minni og afa. Þó að systkini mömmu hafi einnig boðið fram húsnæði seinni ár eftir að afi dó og amma var orðin gömul.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Laufabrauðshefðin í minni fjölskyldu kemur frá langömmu minni, Áslaugu Kristjánsdóttur Thorlacius, sem er alin upp á Fremstafelli í Köldukinn í Suður Þingeyjasýslu. Amma Áslaug var mikil listakona í laufabrauðsskurði og í desember gekk hún um með laufabrauðshnífana sína í poka og gerði laufabrauð með öllum afkomendum sínum á mismunandi dögum á aðventunni.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það hefur lítið breyst. Langamma sagði að það ætti að fletja það út þar til hægt væri að lesa Þjóðviljann í gegnum það. Þjóðviljinn var nú reyndar ekki lengur gefinn út í minni æsku en við létum nægja að geta lesið það dagblað sem var hendi næst í gegnum útflatt deigið. Síðan voru kökurnar lagðar á hjónarúmið hjá ömmu og afa til að þorna. Breytt var yfir þær lak og svo var glugginn hafður opinn þannig að herbergið héldist kalt. Ég man ennþá eftir því að ég var örugglega ekki nema 5 ára þegar ég var byrjuð að þreyfa á kökunum og læra hvenær þær væru orðnar hæfilega þurrar til að skera í þær. Svo sátu allir saman við borðstofuborðið og skáru munstur í kökurnar. Ég man að eitthvert árið var komið laufabrauðshjól en mér fannst það aldrei nauðsynlegt, mér fannst skemmtilegra að skera sjálf. Fyrst vorum við börnin notuð í að bretta munstrin sem hinir fullorðnu höfðu skorðið út og svo fékk maður að spreyta sig sjálfur að skera. Afi minn og langamma pössuðu upp á að skera upphafsstafi allra barnanna í fjölskyldunni út í laufabrauð. Stafakökurnar voru svo notaðar á aðfangadagskvöld til að merkja hvar hvert barn ætti að sitja við borðið. Svo var útskornu kökunum safnað á hinn endann í hjónarúminu og þegar útflatningu á öllu deiginu (oftast um 5 porsjónir, 30 kökur í hverri porsjón) var feitin hituð og steiking hafin. Þá fékk ég að standa með pönnukökupönnuna og stafla af eldhúspappír og pressa kökurnar þegar þær komu uppúr pottinum til að þær yrðu alveg sléttar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég hef alltaf gert laufabrauð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já það er ennþá alltaf tekinn heill dagur á aðventunni í móðurfjölskyldunni undir laufabrauðsgerð. Eitt árið prófuðum við líka að gera vegan laufabrauð með frænku mannsins míns sem er vegan. Það var mjög skemmtilegt.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já, ég hef alltaf gert laufabrauð, fyrir 10 árum var ég erlendis einn vetur en þá gerði ég samt laufabrauð með íslendingum sem ég þekkti þar. Í ár er ég líka erlendis en stefni engu að síður á að baka laufabrauð. Ég er ekki viss um að jólin kæmu annars.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð er bara bakað fyrir jólin, það er yfirleitt gerð óformleg skoðanakönnun um hvenær flestir, helst allir í fjölskyldunni, komist. Oftast er það heill laugardagur eða sunnudagur í desember.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég man hvað það kom mér á óvart að fjölskylda mannsins míns, sem er úr uppsveitum Árnessýslu, bakaði ekki og borðaði ekki laufabrauð um jólin. Ég vildi gefa þeim heimabakað laufabrauð og það endaði með því að það var allt eftir um áramótin þegar við komum til að vera með þeim og ég borðaði það allt. Síðan eignaðist mágur minn konu frá Húsavík og við höfum komið með laufabrauð á jólaborðið hjá tengdafjölskyldunni en borðum oftast mest af því sjálfar. Ég hef ekki mikið hugsað út í útbreiðsluna að öðru leyti en ég held þetta standi áreiðanlega í stað.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ég er eins og ég sagði erlendis svo ég get hvort eð er ekki gert laufabrauð með fjölskyldunni í ár. En ég veit að plönin um laufabrauðsdaginn eru í uppnámi og ekki búið að ákveða hvernig þetta verði útfært. En ætli fólk baki einmitt ekki í minni hópum. Það stóð til að reyna að hafa það em samkomutakmarkanir hefðu verið rýmri og þá stefndi ég á að vera með í gegnum videó-símtal.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Langamma gekk alltaf um með haug af sérstökum vasahnífum fyrir laufabrauðsskurðinn. Þegar hún var orðin gömul tók systir mömmu að sér að halda utan um þetta, og allir í fjölskyldunni eru með augun opin allt árið ef þeir sjá hnífa, bretti eða annað sem gæti hentað vel í laufabrauðsgerð.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Langamma sá alltaf um deigið en síðan tók ein systir mömmu það að sér þegar langamma var orðin gömul og lúin. Allt er gert frá grunni. Haldið er bókhald á hverju ári yfir hversu mikið af deigi var nóg og aðra þætti sem vert væri að muna á næsta ári.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við höfum alltaf notað rautt kornax en í fyrra prófuðum við að nota bláa með hærra prótíninnihaldi. Það gekk ekki alveg nógu vel, kökurnar urðu seigar og erfiðara í flatningu. Amma sagði alltaf að mjólkin ætti að vera snarpheit áður en smjörið væri sett út í hana til að bráðna.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Systir mömmu sér um deigið nú í dag, annars er verkaskiptingin frekar jöfn. Fólk skiptist á að breiða deigið og skera. Reyndar er stundum verið að reyna að láta þá sem þykja lunknari við skurðinn skera meira og breiða minna til að fá fleiri fallegri kökur. Mamma mín er til dæmis alveg ákveðin í því að hún sé ekki nógu góð að skera (sem er bara bull) svo hún vill frekar breiða og steikja.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Vasahnífar, því minna blaðið því betri. Laufabrauðshjól hafa verið með í seinni tíð en það eru aðallega börnin sem nota þau. Síðan þarf alltaf að pikka kökurnar. Þá er annað hvort notast við oddinn á hnífnum eða pikkalóinn.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Pikkalóinn er græja sem amma keypti einhvern tíma og er ætlaður til að stinga í kartöflur á meðan þær eru skrældar. Hann virkaði hins vegar mjög illa til þess en hefur síðan verið notaður til að pikka laufabrauð og þykir besta áhaldið til þess. Hnífarnir hennar langömmu týndust fyrir nokkrum árum, og þá fann systir mömmu hnífa frá tengdaforeldrum sínum sem dugðu vel, en síðan komust hnífarnir frá langömmu aftur í leitirnar og nú er þetta notað í bland.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Mér finnst gaman að gera glugga og stjörnur. Þá er kakan brotin í fernt og síðan skornir 2-3 skurðir annað hvort beint upp frá horninu (fyrir glugga) eða niður í átt að horninu (stjörnur). Einnig finnst mér mjög mikilvægt að gera stafakökur fyrir börnin mín. Svo þau hafi sinn staf á laufabrauði á disknum sínum á aðfangadagskvöld. Þegar pabbi minn kom inn í fjölskylduna var hann ekki vanur að skera laufabrauð og fór ansi frjálslegum höndum um hnífinn og fann upp ýmis munstur í gríni. Frægastur í fjölskyldunni er núna Gullfoss í klakaböndum sem var í raun bara kaka sem misheppnaðist hrapalega hjá pabba en hann lét eins og þetta hefði verið viljaverk og héti Gullfoss í klakaböndum. Maðurinn minn hefur líka búið sér til sína eigin aðferð við laufabrauðsskurðinn eftir að hann byrjaði að gera laufabrauð með okkur. Hann sker fríhendis í kökuna en brýtur ekki saman til að búa til laufin. Mér finnst þetta bara skemmtilegt og um að gera að vera frumlegur í laufabrauðsskurði.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er frekar föst í hefðum og finnst gaman að nostra við skurðinn og gera fallegar kökur. Flestum finnst skipta meira máli að gera fallegar kökur og njóta samverunnar. Laufabrauðsgerðin í okkar fjölskyldu snýst meira um samveru en að fjöldaframleiða kökur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst skemmtilegra að gera glugga og stjörnur en langar runur af laufamunstri. En mér finnst samt allur skurður skemmtilegur.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Flestir skera svipað en þeir sem hafa komið inn í fjölskylduna á fullorðinsaldri eru með aðrar aðferðir, sumir hafa líka alist upp við laufabrauðsgerð en aðrir ekki og þeir eru oft ansi frumlegir sem er bara gaman.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Afi minn kenndi mér mest, hann var algjör listamaður í laufabrauðsskurði. En það eru allir alltaf til taks til að kenna börnunum og núna kenni ég börnunum mínum og litlum frændum og frænkum og það er svo skemmtilegt. Að geta miðlað þessari hefð áfram.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir skera eitthvað, sumir þó meira en aðrir en ég held það sé aldrei þannig að einhver skeri ekki amk eina köku.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég hef minnst komið að steikingu, yfirleitt er ég ennþá að skera síðustu kökurnar þá því margir aðrir eru búnir missa þolinmæðina á því þegar svo langt er liðið á daginn. Ég veit þó að það er mikill debat um hverju eigi að steikja upp úr en ég held að undanfarin ár hafi flestir sammælst um að það sé fínt að nota bara isio 4 olíu í það. Síðan þarf nóg af eldhúspappír og pönnu til að pressa. Síðan eru kökurnar flokkaðar í nokkra flokka þegar þær koma upp úr pottinum, eftir því hversu fallegar þær eru. Sumar eru notaðir í gjafir og aðrar eru aðeins til heimabrúks.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Fyrir nokkrum árum var prófað að nota djúpsteikingarpott en það hélst ekki. Síðan hefur stundum verið steikt á lausri hellu úti í bílskúr til að sleppa við brælu innandyra. En annars hefur mesta breytingin verið hvað er notað til að steikja upp úr.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Það er steikt upp úr isio 4 nú til dags, það er steikt þar til það er hæfilega dökkt, á hvorri hlið. Yfirleitt eru búnar til um það bil 150 kökur. Afskurðurinn er alltaf steiktur fyrst, og notaður sem nasl fyrir þá sem eru enn að skera. Hann köllum við skufsur og berum helminginn fram saltaðan og hinn ekki.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já alltaf pressað með eldhúspappír og pönnukökupönnu.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Það er yfirleitt geymt í hinum ýmsu ílátum sem safnað hefur verið, makkintosdöllum og álíka. Síðan er því dreift á milli heimila. V
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Því er skipt jafnt á milli og passað að allir fái bæði fallegar kökur til að gefa eða hafa á jólaborðinu, og líka ljótari kökur til heimabrúks. Það eru 5 heimili svo hver fær um 30 kökur en það er líka tekið tilit til hversu margir eru á hverju heimili í jólamat.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Yfirleitt er byrjað að breiða um hádegi og búið um kvöldmatarleyti. Þá borða allir saman kvöldmat áður en farið er heim. Oft eitthvað sem er búið að undirbúa fyrirfram eins og lasagne t.d.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma mín hefur oft yfirumsjón með steikngunni en allir taka þátt og skiptast á.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Já það má borða skufsurnar á laufabrauðsdaginn annars er brauðið geymt og ekki borðað fyrr en á aðfangadagskvöld. Svo er alltaf laufabrauð á jóladag og gamlársdag líka, síðan má borða afgangana sem snakk milli jóla og nýárs og eftir nýárið ef það eru einhverjir afgangar.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með öllu eða bara eintómt. Ég elska laufabrauð!
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei, en ætli það sé kannski pínu skrítið að við höfum laufabrauð með öllum máltíðum á jólunum, ekki bara hangikjöti og uppstúf. Svo mér finnst kannski ekkert skrítið að borða laufabrauð með neinu, því ég er vön því með svo mörgum fjölbreyttum mat.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér finnst heimabakaðar úr minni fjölskyldu bestar. En svilkona mín frá Húsavík hefur gefið mér kúmenlaufabrauð að smakka og mér finnst það mjög gott.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Þær eru yfirleitt búnar á þrettándanum ef ekki fyrr svo það er aldrei afgangur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Við köllum það skufsur, þær eru borðaðar beint eftir steikingu en ef það er afgangur fá börnin að taka með sér heim í poka og borða daginn eftir. Ég man líka að þegar ég var barn fannst mér mjög gott að borða hrátt laufabrauðsdeig.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei, kaupi það aldrei. Fæ stundum í öðrum jólaboðum eða á jólahlaðborðum og finnst þau yfirleitt of þykk og mikil feiti eftir á þeim.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Mér finnst þetta stór partur af jólaundirbúningnum, samvera með fjölskyldunni og gaman að halda í þessa hefð og miðla henni áfram til yngri fjölskyldumeðlima. Svo finnst mér laufabrauð líka mjög gott. Þegar ég var í háskólanámi passaði ég mig alltaf að ef ég var ennþá í prófum að ég skipulagði mig þannig að ég hefði samt tíma til að mæta aðeins í laufabrauð því það gaf mér svo mikið.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsdagurinn er einn af mínum uppáhalds dögum á aðventunni. Allt frá því að stinga puttanum ofan í snarpheita mjólkina til að athuga hitastigið, að stíga inn í ískalt herbergi og þreyfa á kökum og athuga hvort þær séu tilbúnar í skurð, sitja við kertaljós og jólatónlist og skera út, borða konfekt, mandarínur og drekka jólaöl á meðan, og finna svo steikingarbræluna og fá nýsteiktar skufsur. Þetta er eitt það besta við jólin.
Já ég hef alltaf bakað laufabrauð fyrir jólin með móðurfjölskyldunni minni. Afi og amma og langamma mín, mamma mín og pabbi og bróðir. Ásamt systkinum mömmu minnar og mökum þeirra og börnum.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsbaksturinn fór ekki fram heima hjá mér heldur oftast heima hjá ömmu minni og afa. Þó að systkini mömmu hafi einnig boðið fram húsnæði seinni ár eftir að afi dó og amma var orðin gömul.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Laufabrauðshefðin í minni fjölskyldu kemur frá langömmu minni, Áslaugu Kristjánsdóttur Thorlacius, sem er alin upp á Fremstafelli í Köldukinn í Suður Þingeyjasýslu. Amma Áslaug var mikil listakona í laufabrauðsskurði og í desember gekk hún um með laufabrauðshnífana sína í poka og gerði laufabrauð með öllum afkomendum sínum á mismunandi dögum á aðventunni.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það hefur lítið breyst. Langamma sagði að það ætti að fletja það út þar til hægt væri að lesa Þjóðviljann í gegnum það. Þjóðviljinn var nú reyndar ekki lengur gefinn út í minni æsku en við létum nægja að geta lesið það dagblað sem var hendi næst í gegnum útflatt deigið. Síðan voru kökurnar lagðar á hjónarúmið hjá ömmu og afa til að þorna. Breytt var yfir þær lak og svo var glugginn hafður opinn þannig að herbergið héldist kalt. Ég man ennþá eftir því að ég var örugglega ekki nema 5 ára þegar ég var byrjuð að þreyfa á kökunum og læra hvenær þær væru orðnar hæfilega þurrar til að skera í þær. Svo sátu allir saman við borðstofuborðið og skáru munstur í kökurnar. Ég man að eitthvert árið var komið laufabrauðshjól en mér fannst það aldrei nauðsynlegt, mér fannst skemmtilegra að skera sjálf. Fyrst vorum við börnin notuð í að bretta munstrin sem hinir fullorðnu höfðu skorðið út og svo fékk maður að spreyta sig sjálfur að skera. Afi minn og langamma pössuðu upp á að skera upphafsstafi allra barnanna í fjölskyldunni út í laufabrauð. Stafakökurnar voru svo notaðar á aðfangadagskvöld til að merkja hvar hvert barn ætti að sitja við borðið. Svo var útskornu kökunum safnað á hinn endann í hjónarúminu og þegar útflatningu á öllu deiginu (oftast um 5 porsjónir, 30 kökur í hverri porsjón) var feitin hituð og steiking hafin. Þá fékk ég að standa með pönnukökupönnuna og stafla af eldhúspappír og pressa kökurnar þegar þær komu uppúr pottinum til að þær yrðu alveg sléttar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég hef alltaf gert laufabrauð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já það er ennþá alltaf tekinn heill dagur á aðventunni í móðurfjölskyldunni undir laufabrauðsgerð. Eitt árið prófuðum við líka að gera vegan laufabrauð með frænku mannsins míns sem er vegan. Það var mjög skemmtilegt.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já, ég hef alltaf gert laufabrauð, fyrir 10 árum var ég erlendis einn vetur en þá gerði ég samt laufabrauð með íslendingum sem ég þekkti þar. Í ár er ég líka erlendis en stefni engu að síður á að baka laufabrauð. Ég er ekki viss um að jólin kæmu annars.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð er bara bakað fyrir jólin, það er yfirleitt gerð óformleg skoðanakönnun um hvenær flestir, helst allir í fjölskyldunni, komist. Oftast er það heill laugardagur eða sunnudagur í desember.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég man hvað það kom mér á óvart að fjölskylda mannsins míns, sem er úr uppsveitum Árnessýslu, bakaði ekki og borðaði ekki laufabrauð um jólin. Ég vildi gefa þeim heimabakað laufabrauð og það endaði með því að það var allt eftir um áramótin þegar við komum til að vera með þeim og ég borðaði það allt. Síðan eignaðist mágur minn konu frá Húsavík og við höfum komið með laufabrauð á jólaborðið hjá tengdafjölskyldunni en borðum oftast mest af því sjálfar. Ég hef ekki mikið hugsað út í útbreiðsluna að öðru leyti en ég held þetta standi áreiðanlega í stað.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ég er eins og ég sagði erlendis svo ég get hvort eð er ekki gert laufabrauð með fjölskyldunni í ár. En ég veit að plönin um laufabrauðsdaginn eru í uppnámi og ekki búið að ákveða hvernig þetta verði útfært. En ætli fólk baki einmitt ekki í minni hópum. Það stóð til að reyna að hafa það em samkomutakmarkanir hefðu verið rýmri og þá stefndi ég á að vera með í gegnum videó-símtal.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Langamma gekk alltaf um með haug af sérstökum vasahnífum fyrir laufabrauðsskurðinn. Þegar hún var orðin gömul tók systir mömmu að sér að halda utan um þetta, og allir í fjölskyldunni eru með augun opin allt árið ef þeir sjá hnífa, bretti eða annað sem gæti hentað vel í laufabrauðsgerð.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Langamma sá alltaf um deigið en síðan tók ein systir mömmu það að sér þegar langamma var orðin gömul og lúin. Allt er gert frá grunni. Haldið er bókhald á hverju ári yfir hversu mikið af deigi var nóg og aðra þætti sem vert væri að muna á næsta ári.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við höfum alltaf notað rautt kornax en í fyrra prófuðum við að nota bláa með hærra prótíninnihaldi. Það gekk ekki alveg nógu vel, kökurnar urðu seigar og erfiðara í flatningu. Amma sagði alltaf að mjólkin ætti að vera snarpheit áður en smjörið væri sett út í hana til að bráðna.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Systir mömmu sér um deigið nú í dag, annars er verkaskiptingin frekar jöfn. Fólk skiptist á að breiða deigið og skera. Reyndar er stundum verið að reyna að láta þá sem þykja lunknari við skurðinn skera meira og breiða minna til að fá fleiri fallegri kökur. Mamma mín er til dæmis alveg ákveðin í því að hún sé ekki nógu góð að skera (sem er bara bull) svo hún vill frekar breiða og steikja.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Vasahnífar, því minna blaðið því betri. Laufabrauðshjól hafa verið með í seinni tíð en það eru aðallega börnin sem nota þau. Síðan þarf alltaf að pikka kökurnar. Þá er annað hvort notast við oddinn á hnífnum eða pikkalóinn.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Pikkalóinn er græja sem amma keypti einhvern tíma og er ætlaður til að stinga í kartöflur á meðan þær eru skrældar. Hann virkaði hins vegar mjög illa til þess en hefur síðan verið notaður til að pikka laufabrauð og þykir besta áhaldið til þess. Hnífarnir hennar langömmu týndust fyrir nokkrum árum, og þá fann systir mömmu hnífa frá tengdaforeldrum sínum sem dugðu vel, en síðan komust hnífarnir frá langömmu aftur í leitirnar og nú er þetta notað í bland.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Mér finnst gaman að gera glugga og stjörnur. Þá er kakan brotin í fernt og síðan skornir 2-3 skurðir annað hvort beint upp frá horninu (fyrir glugga) eða niður í átt að horninu (stjörnur). Einnig finnst mér mjög mikilvægt að gera stafakökur fyrir börnin mín. Svo þau hafi sinn staf á laufabrauði á disknum sínum á aðfangadagskvöld. Þegar pabbi minn kom inn í fjölskylduna var hann ekki vanur að skera laufabrauð og fór ansi frjálslegum höndum um hnífinn og fann upp ýmis munstur í gríni. Frægastur í fjölskyldunni er núna Gullfoss í klakaböndum sem var í raun bara kaka sem misheppnaðist hrapalega hjá pabba en hann lét eins og þetta hefði verið viljaverk og héti Gullfoss í klakaböndum. Maðurinn minn hefur líka búið sér til sína eigin aðferð við laufabrauðsskurðinn eftir að hann byrjaði að gera laufabrauð með okkur. Hann sker fríhendis í kökuna en brýtur ekki saman til að búa til laufin. Mér finnst þetta bara skemmtilegt og um að gera að vera frumlegur í laufabrauðsskurði.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er frekar föst í hefðum og finnst gaman að nostra við skurðinn og gera fallegar kökur. Flestum finnst skipta meira máli að gera fallegar kökur og njóta samverunnar. Laufabrauðsgerðin í okkar fjölskyldu snýst meira um samveru en að fjöldaframleiða kökur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst skemmtilegra að gera glugga og stjörnur en langar runur af laufamunstri. En mér finnst samt allur skurður skemmtilegur.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Flestir skera svipað en þeir sem hafa komið inn í fjölskylduna á fullorðinsaldri eru með aðrar aðferðir, sumir hafa líka alist upp við laufabrauðsgerð en aðrir ekki og þeir eru oft ansi frumlegir sem er bara gaman.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Afi minn kenndi mér mest, hann var algjör listamaður í laufabrauðsskurði. En það eru allir alltaf til taks til að kenna börnunum og núna kenni ég börnunum mínum og litlum frændum og frænkum og það er svo skemmtilegt. Að geta miðlað þessari hefð áfram.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir skera eitthvað, sumir þó meira en aðrir en ég held það sé aldrei þannig að einhver skeri ekki amk eina köku.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég hef minnst komið að steikingu, yfirleitt er ég ennþá að skera síðustu kökurnar þá því margir aðrir eru búnir missa þolinmæðina á því þegar svo langt er liðið á daginn. Ég veit þó að það er mikill debat um hverju eigi að steikja upp úr en ég held að undanfarin ár hafi flestir sammælst um að það sé fínt að nota bara isio 4 olíu í það. Síðan þarf nóg af eldhúspappír og pönnu til að pressa. Síðan eru kökurnar flokkaðar í nokkra flokka þegar þær koma upp úr pottinum, eftir því hversu fallegar þær eru. Sumar eru notaðir í gjafir og aðrar eru aðeins til heimabrúks.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Fyrir nokkrum árum var prófað að nota djúpsteikingarpott en það hélst ekki. Síðan hefur stundum verið steikt á lausri hellu úti í bílskúr til að sleppa við brælu innandyra. En annars hefur mesta breytingin verið hvað er notað til að steikja upp úr.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Það er steikt upp úr isio 4 nú til dags, það er steikt þar til það er hæfilega dökkt, á hvorri hlið. Yfirleitt eru búnar til um það bil 150 kökur. Afskurðurinn er alltaf steiktur fyrst, og notaður sem nasl fyrir þá sem eru enn að skera. Hann köllum við skufsur og berum helminginn fram saltaðan og hinn ekki.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já alltaf pressað með eldhúspappír og pönnukökupönnu.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Það er yfirleitt geymt í hinum ýmsu ílátum sem safnað hefur verið, makkintosdöllum og álíka. Síðan er því dreift á milli heimila. V
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Því er skipt jafnt á milli og passað að allir fái bæði fallegar kökur til að gefa eða hafa á jólaborðinu, og líka ljótari kökur til heimabrúks. Það eru 5 heimili svo hver fær um 30 kökur en það er líka tekið tilit til hversu margir eru á hverju heimili í jólamat.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Yfirleitt er byrjað að breiða um hádegi og búið um kvöldmatarleyti. Þá borða allir saman kvöldmat áður en farið er heim. Oft eitthvað sem er búið að undirbúa fyrirfram eins og lasagne t.d.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma mín hefur oft yfirumsjón með steikngunni en allir taka þátt og skiptast á.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Já það má borða skufsurnar á laufabrauðsdaginn annars er brauðið geymt og ekki borðað fyrr en á aðfangadagskvöld. Svo er alltaf laufabrauð á jóladag og gamlársdag líka, síðan má borða afgangana sem snakk milli jóla og nýárs og eftir nýárið ef það eru einhverjir afgangar.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með öllu eða bara eintómt. Ég elska laufabrauð!
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei, en ætli það sé kannski pínu skrítið að við höfum laufabrauð með öllum máltíðum á jólunum, ekki bara hangikjöti og uppstúf. Svo mér finnst kannski ekkert skrítið að borða laufabrauð með neinu, því ég er vön því með svo mörgum fjölbreyttum mat.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér finnst heimabakaðar úr minni fjölskyldu bestar. En svilkona mín frá Húsavík hefur gefið mér kúmenlaufabrauð að smakka og mér finnst það mjög gott.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Þær eru yfirleitt búnar á þrettándanum ef ekki fyrr svo það er aldrei afgangur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Við köllum það skufsur, þær eru borðaðar beint eftir steikingu en ef það er afgangur fá börnin að taka með sér heim í poka og borða daginn eftir. Ég man líka að þegar ég var barn fannst mér mjög gott að borða hrátt laufabrauðsdeig.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei, kaupi það aldrei. Fæ stundum í öðrum jólaboðum eða á jólahlaðborðum og finnst þau yfirleitt of þykk og mikil feiti eftir á þeim.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Mér finnst þetta stór partur af jólaundirbúningnum, samvera með fjölskyldunni og gaman að halda í þessa hefð og miðla henni áfram til yngri fjölskyldumeðlima. Svo finnst mér laufabrauð líka mjög gott. Þegar ég var í háskólanámi passaði ég mig alltaf að ef ég var ennþá í prófum að ég skipulagði mig þannig að ég hefði samt tíma til að mæta aðeins í laufabrauð því það gaf mér svo mikið.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsdagurinn er einn af mínum uppáhalds dögum á aðventunni. Allt frá því að stinga puttanum ofan í snarpheita mjólkina til að athuga hitastigið, að stíga inn í ískalt herbergi og þreyfa á kökum og athuga hvort þær séu tilbúnar í skurð, sitja við kertaljós og jólatónlist og skera út, borða konfekt, mandarínur og drekka jólaöl á meðan, og finna svo steikingarbræluna og fá nýsteiktar skufsur. Þetta er eitt það besta við jólin.
Questionnaire
Record type
Keywords
