Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1994)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-100
Place
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, þegar ég var yngri var öll fjölskyldan sem átti heima í Hrísey saman, ss. mamma mín og pabbi, systkini mín, föðurbróðir og hans kona og börn og amma og afi.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu á heimili mínu eða heimili ömmu og afa.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þetta hefur verið hefð í föðurfjölskyldunni til margra ára. Um er að ræða Hrísey.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, nema fjölskyldan mín hefur alltaf sett kúmen og/eða kúmenduft í kökurnar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég geri það enn með foreldrum mínum, systkinum og mökum okkar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Einhver laugardagur eða sunnudagur seint í nóvember eða byrjun desember.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst hún fara minnkandi. Það er þá aðallega minnkun á því held ég að fletja sjálfur út en margir kaupa laufabrauð og steikja sjálfir en sleppa því þá bara að græja deigið frá grunni.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já foreldrar mínir.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við búum undantekningalaust til einhvern part af deiginu en vegna anna höfum við keypt útflattar kökur nokkrum sinnum síðustu ár til að ná upp í þann fjölda kaka sem við viljum gera.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Það er leyndarmál.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Já, mamma og systir mín aðallega. Ég og mágkona mín höfum líka flatt út sem og bræður mínir og pabbi.
Já, þegar ég var yngri var öll fjölskyldan sem átti heima í Hrísey saman, ss. mamma mín og pabbi, systkini mín, föðurbróðir og hans kona og börn og amma og afi.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu á heimili mínu eða heimili ömmu og afa.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þetta hefur verið hefð í föðurfjölskyldunni til margra ára. Um er að ræða Hrísey.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, nema fjölskyldan mín hefur alltaf sett kúmen og/eða kúmenduft í kökurnar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég geri það enn með foreldrum mínum, systkinum og mökum okkar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Einhver laugardagur eða sunnudagur seint í nóvember eða byrjun desember.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst hún fara minnkandi. Það er þá aðallega minnkun á því held ég að fletja sjálfur út en margir kaupa laufabrauð og steikja sjálfir en sleppa því þá bara að græja deigið frá grunni.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já foreldrar mínir.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við búum undantekningalaust til einhvern part af deiginu en vegna anna höfum við keypt útflattar kökur nokkrum sinnum síðustu ár til að ná upp í þann fjölda kaka sem við viljum gera.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Það er leyndarmál.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Já, mamma og systir mín aðallega. Ég og mágkona mín höfum líka flatt út sem og bræður mínir og pabbi.
Questionnaire
Record type
Keywords
