Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (Age not defined)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-98
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Fyrstu æviár mín gerði fjölskyldan ekki laufabrauð en það var samt partur af jólahátíðinni þar sem við fengum frá eldri frænku sem bjó á Akureyri. Í kringum unglingsárin fórum við svo að gera laufabrauð sjálf. Þá hittust mamma, pabbi og við systurnar ásamt einni systur mömmu og hennar fjölskylda og við gerðum þetta saman. Undanfarin ár höfum við þó haft þann háttinn á að kaupa kökurnar frá bakara en skera, fletta, steikja og pressa sjálf. Það hefur fjölgað í þessum 2 fjölskyldum jafnt og þétt í gegnum tíðina en þetta eru þó enn í grunnninn niðjar þeirra systra.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Við skiptumst á að bjóða fólki heim í laufabrauðsgerðina, látum það rúlla á milli 6 heimila. Það eru heimili mömmu og pabba, systur hennar, tveggja barna hennar auk mín og systur minnar.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma á ættir að rekja til Akureyrar og ég hef alltaf tengt þetta við þær rætur. Pabbi er ættaður úr Hveragerði og hann kynntist þessu í gegnum mömmu.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Við notuðum hvítt hveiti í kökurnar í fyrri tíð, eins og líklegast er algengast en í dag kaupum við kökur gerðar úr rúg.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Við fengum laufabrauð frá frænku frá Akureyri en um unglingsárin fórum við fjölskyldan ásamt systur mömmu og hennar fjölskyldu að gera laufabrauð saman.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Við kaupum kökurnar óskornar og ósteiktar en hittumst svo ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum og klárum að útbúa laufabrauðið. Hópurinn samanstendur af foreldrum mínum og þeirra niðjum auk systur mömmu og hennar niðjum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já við hittumst í byrjun nóvember ár hvert og gerum laufabrauð saman en því miður þá tókst það ekki á þessu herrans ári 2020 vegna covid. Í staðinn þá hittumst við systur hjá foreldrum okkar og skárum og steiktum okkar kökur.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Þar sem tengdadóttir systur mömmu er hárgreiðslukona þá er alltaf mikið að gera hjá henni í desember svo við höfum valið að gera þetta í byrjun nóvember, önnur af fyrstu tveimur helgunum. Í dag erum við með spjall á Messenger fyrir laufabrauðsgengið og þar finnum við út stund og stað. Áður var það gert í gegnum síma. Við gerum bara laufabrauð fyrir jólin en þar sem pabbi elskar laufabrauðið þá panta þau mamma alltaf hressilega margar kökur svo þær endist nú helst bæði Þorrann og Góuna.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst mun fleiri gera laufabrauð í dag en fyrir 20 árum.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við breyttum árlegu fyrirkomulagi okkar og að þessu sinni hittust bara foreldrar mínir ásamt 2 af dætrum sínum og niðjum þeirra. Ekki systir mömmu og hennar afkomendur. Við nýttum okkur enga tækni til að vera saman við gerð laufabrauðsins en notuðum Messenger grúbbu sem laufabrauðsgengið hefur sín á milli og sendum myndir af stemmningunni á hina sem ekki voru með okkur.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við höfum þann háttinn á að skiptast á að bjóða heim en allir koma hins vegar með veitingar á hlaðborð. Við ákveðum þetta árlega í spjalli á Messenger og minnum á að koma með vasahnífa og bretti til að skera á. Þetta er sameiginleg framkvæmd og enginn sem ber ábyrgð frekar en annar.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Í dag kaupum við kökurnar óskornar og ósteiktar. Áður fyrr gerðum við deigið sjálf.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Í stað hvíts hveitis viljum við hafa okkar úr rúg. Ég þori ekki að fara með hvort það sé hvítt hveiti líka og hver hlutföllin séu þá. Við kaupum kökurnar frá bakaríi í Mosfellsbæ.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Á ekki við í mínu tilfelli.
Fyrstu æviár mín gerði fjölskyldan ekki laufabrauð en það var samt partur af jólahátíðinni þar sem við fengum frá eldri frænku sem bjó á Akureyri. Í kringum unglingsárin fórum við svo að gera laufabrauð sjálf. Þá hittust mamma, pabbi og við systurnar ásamt einni systur mömmu og hennar fjölskylda og við gerðum þetta saman. Undanfarin ár höfum við þó haft þann háttinn á að kaupa kökurnar frá bakara en skera, fletta, steikja og pressa sjálf. Það hefur fjölgað í þessum 2 fjölskyldum jafnt og þétt í gegnum tíðina en þetta eru þó enn í grunnninn niðjar þeirra systra.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Við skiptumst á að bjóða fólki heim í laufabrauðsgerðina, látum það rúlla á milli 6 heimila. Það eru heimili mömmu og pabba, systur hennar, tveggja barna hennar auk mín og systur minnar.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma á ættir að rekja til Akureyrar og ég hef alltaf tengt þetta við þær rætur. Pabbi er ættaður úr Hveragerði og hann kynntist þessu í gegnum mömmu.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Við notuðum hvítt hveiti í kökurnar í fyrri tíð, eins og líklegast er algengast en í dag kaupum við kökur gerðar úr rúg.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Við fengum laufabrauð frá frænku frá Akureyri en um unglingsárin fórum við fjölskyldan ásamt systur mömmu og hennar fjölskyldu að gera laufabrauð saman.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Við kaupum kökurnar óskornar og ósteiktar en hittumst svo ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum og klárum að útbúa laufabrauðið. Hópurinn samanstendur af foreldrum mínum og þeirra niðjum auk systur mömmu og hennar niðjum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já við hittumst í byrjun nóvember ár hvert og gerum laufabrauð saman en því miður þá tókst það ekki á þessu herrans ári 2020 vegna covid. Í staðinn þá hittumst við systur hjá foreldrum okkar og skárum og steiktum okkar kökur.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Þar sem tengdadóttir systur mömmu er hárgreiðslukona þá er alltaf mikið að gera hjá henni í desember svo við höfum valið að gera þetta í byrjun nóvember, önnur af fyrstu tveimur helgunum. Í dag erum við með spjall á Messenger fyrir laufabrauðsgengið og þar finnum við út stund og stað. Áður var það gert í gegnum síma. Við gerum bara laufabrauð fyrir jólin en þar sem pabbi elskar laufabrauðið þá panta þau mamma alltaf hressilega margar kökur svo þær endist nú helst bæði Þorrann og Góuna.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst mun fleiri gera laufabrauð í dag en fyrir 20 árum.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við breyttum árlegu fyrirkomulagi okkar og að þessu sinni hittust bara foreldrar mínir ásamt 2 af dætrum sínum og niðjum þeirra. Ekki systir mömmu og hennar afkomendur. Við nýttum okkur enga tækni til að vera saman við gerð laufabrauðsins en notuðum Messenger grúbbu sem laufabrauðsgengið hefur sín á milli og sendum myndir af stemmningunni á hina sem ekki voru með okkur.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við höfum þann háttinn á að skiptast á að bjóða heim en allir koma hins vegar með veitingar á hlaðborð. Við ákveðum þetta árlega í spjalli á Messenger og minnum á að koma með vasahnífa og bretti til að skera á. Þetta er sameiginleg framkvæmd og enginn sem ber ábyrgð frekar en annar.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Í dag kaupum við kökurnar óskornar og ósteiktar. Áður fyrr gerðum við deigið sjálf.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Í stað hvíts hveitis viljum við hafa okkar úr rúg. Ég þori ekki að fara með hvort það sé hvítt hveiti líka og hver hlutföllin séu þá. Við kaupum kökurnar frá bakaríi í Mosfellsbæ.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Á ekki við í mínu tilfelli.
Questionnaire
Record type
Keywords
