Main information
Gender / Year of Submittee
Karl (1942)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-97
Place
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Ætíð.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Mismunandi,eftir því hvar ég bjó og með hverjum. Fyrstu árin í sveit í Fnjóskadal og síðar Eyjafirði,en frá 1948 á Akureyri og síðan þá að undanteknum 5 árum,er ég bjó í Reykjavík og var við nám í Háskóla Íslands.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau voru fædd og uppalin í Þingeyjarsýslu og þar var fyrir löng hefð í laufabrauðsgerð.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Man vart hvort það var einhver munur,en þá óverulegur. Annars var gerð þess ætíð lík.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Svarið liggur þegar fyrir.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, og nú síðast eftir lát konu minnar með syni mínum hér á Akureyri og börnum þeirra.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Alltaf,man þó ekki hvort á árunum 1965-1969,er ég dvaldi í Reykjavík,hvort móðir mín sendi þá laufabrauð suður.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Í desember,en fer eftir aðstæðum,hvenær í mánuðinum fyrir jól það er.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Vaxandi, og sérstaklega í þéttbýlinu suðvestanlands þykir mér.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Veit ekki.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég sé um áhöld,kaupi óskornar kökur,en fjölskylda sonar míns steikingarfeiti og þar er brauðið skorið og steikt.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Nú lengi síðustu árin er það keypt tilbúið undir skurð,en meðan móðir mín lifði var hér á Akureyri frá 1970 til líklega 1992 verið við laufabrauðsgerð á hennar heimili og hún útbjó það það sjálf,allavega lengst af,þ.e.frá bakstri til steikingar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Yfileitt hreint hvítt hveiti með tilheyrandi frá bakaríi.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Sjá áður.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Hnífa ýmiss konar og laufabrauðsjárn,þó ekki ég,en aðrir nota það talsvert.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég á nokkra litla vasahnífa,sem móðurafi og amma áttu,en þau voru í heimili hjá móður minni,sem bjó einstæð með mig og bróður minn,en gömlu hjónin komu inn í heimili hennar 1952 og þessir hnífar eru líkast til e-ð eldri og enn notaðir,en aðeins í laufabrauðsgerðinni.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ekkert ákveðið og kann ekki nöfn á þeim. Mér finnst að það þurfi á sem flestan hátt að tengjast jólahátíðinni og beri með sér þá hugsun. Eitthvað ótengt jólunum finnst mér ekki hæfa,enda einungis gert fyrir og í tilefni jólahátíðarinnar að mínum skilningi.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Bara stemningin hverju sinni og kannski einhver vani. Ég er ekkert sérstaklega vandvirkur,en reyni þó að vanda mig.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ég hugsa lítið út í þessi atriði og er hlutlaus um slíkt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Ýmislegt ,en ýmislegt nýtt kemur stundum upp.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég held að móðir mín og e.t.v móðurforeldrar hafi verið helstu leiðbeinendur. Amma var sérstalega listfeng og kunni e-ð sem hét hnútur,sem ég get því miður ekki lýst,enda varð hún snemma mjög veik af liðagigt,sem gerði henni skurð illmögulegan í rúm 20 síðustu ár hennar. Því miður glataðist þessi kunnátta með hnútinn einhvern veginn hjá afkomendunum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir,sem vettlingi geta valdið.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Móðir mín átti appelsínugulan pott,þungan úr pottjárni og hann á núna þessi sonur mínn hér á Akureyri og kona hans. Þá er auðvitað steikingarfeitin,sem nú er jurtafeiti,en var lengstaf hjá afa,ömmu og mömmu tólgarfeiti. Þessi gamli pottur er notaður. Síðan er notaður stór gaffall,sem krækt er í kökurnar til að snúa þeim við í pottinum og veiða upp úr honum þegar þær eru fullsteiktar. Þar næst er notaður tréhlemmur,sem er í stærð kakanna og lagður ofan á hverja köku litla stund til að jafna svolítið yfirborðið.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei í stórum dráttum ekki.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Jurtaolíu og mjög skamma stund,en feitin þarf auðvitað að vera snarpheit og stundum þarf að gera lítið hlé til að skerpa á hitanum. 60 -70 kökur eru gerðar nú síðustu ár. Afskurður er enginn nú,eftir að farið var að kaupa kökurnar tilbúnar til skurðar og steikingar,en áður var afskurður ætíð steiktur og þá fékk fólk að borða hann,sem var alltaf gott og gaman.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Sjá áður.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Þegar það er kólnað er því staflað upp og sett í annað hvort stóran brauðdunk,sé slíkur til,eða geymt í plasti og þá hafður diskur eða eitthvert undirlag neðst.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Ég fæ nú ,þar sem ég bý nú einn, 10-15 kökur,en fjölskylda sonarins mestan hluta þess. Svo fer það eftir áhuga hvers og eins,hvernig þess er neytt.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Miðað við þennan kökufjölda,60-70 stykki er tíminn líklega 2-3 klukkutímar.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tengdadóttir mín er ábyrg fyrir steikingu,en nýtur aðstoðar barna sinna,sem eru 19 - 31 árs gjarnan,en áður,þegar þau voru yngri, voru börnin líka liðtæk,t.d. við að pressa kökurnar og hjálpa til við frágang.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Alltaf smásmakk daginn,sem það er skorið og steikt,en síðan yfirleitt ekki fyrr en á jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti og magál,en stundum gerði mitt heimafólk,kona og börn,sem eru 4, grín að mér,því að ég borðaði það líka með hamborgarahrygg og. fleira kjötmeti. Stöku sinnum einnig án kjöts.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Þekki slíkt ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér þykir best að nota hvítt hveiti,en get einnig borðað það með íblönduðum rúgi og einnig þykir mér ágætt að kúmen sé í því,en það var þó ekki notað í mínu nánasta umhverfi,frekar að slíkt var til í öðrum húsum.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það endist mér fram í janúar og ég á gjarnan nokkrar kökur til að hafa á Þorrablóti.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Bara afskurður og helst neytt í upphafinu,eins og ég lýsti áður.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já. Síðustu ár hef ég keypt það i Axelsbakaríi hér á Akureyri,en áður hjá Kristjánsbakaríi á sama stað.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Fyrst og fremst venja,sem ég vil halda, fyrir utan að mér finnst það gott og vill ómögulega vera án þess um jól.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Þetta hefur alltaf verið með líku móti,en auðvitað eru minningar frá bernsku með móðurforeldrum og öðru góðu fólki ljúfastar og svo með konu,börnum ,tengdabörnum og barnabörnum og nú síðast með 2 barnabarnabörnum.
Ætíð.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Mismunandi,eftir því hvar ég bjó og með hverjum. Fyrstu árin í sveit í Fnjóskadal og síðar Eyjafirði,en frá 1948 á Akureyri og síðan þá að undanteknum 5 árum,er ég bjó í Reykjavík og var við nám í Háskóla Íslands.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau voru fædd og uppalin í Þingeyjarsýslu og þar var fyrir löng hefð í laufabrauðsgerð.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Man vart hvort það var einhver munur,en þá óverulegur. Annars var gerð þess ætíð lík.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Svarið liggur þegar fyrir.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, og nú síðast eftir lát konu minnar með syni mínum hér á Akureyri og börnum þeirra.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Alltaf,man þó ekki hvort á árunum 1965-1969,er ég dvaldi í Reykjavík,hvort móðir mín sendi þá laufabrauð suður.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Í desember,en fer eftir aðstæðum,hvenær í mánuðinum fyrir jól það er.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Vaxandi, og sérstaklega í þéttbýlinu suðvestanlands þykir mér.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Veit ekki.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég sé um áhöld,kaupi óskornar kökur,en fjölskylda sonar míns steikingarfeiti og þar er brauðið skorið og steikt.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Nú lengi síðustu árin er það keypt tilbúið undir skurð,en meðan móðir mín lifði var hér á Akureyri frá 1970 til líklega 1992 verið við laufabrauðsgerð á hennar heimili og hún útbjó það það sjálf,allavega lengst af,þ.e.frá bakstri til steikingar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Yfileitt hreint hvítt hveiti með tilheyrandi frá bakaríi.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Sjá áður.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Hnífa ýmiss konar og laufabrauðsjárn,þó ekki ég,en aðrir nota það talsvert.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég á nokkra litla vasahnífa,sem móðurafi og amma áttu,en þau voru í heimili hjá móður minni,sem bjó einstæð með mig og bróður minn,en gömlu hjónin komu inn í heimili hennar 1952 og þessir hnífar eru líkast til e-ð eldri og enn notaðir,en aðeins í laufabrauðsgerðinni.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ekkert ákveðið og kann ekki nöfn á þeim. Mér finnst að það þurfi á sem flestan hátt að tengjast jólahátíðinni og beri með sér þá hugsun. Eitthvað ótengt jólunum finnst mér ekki hæfa,enda einungis gert fyrir og í tilefni jólahátíðarinnar að mínum skilningi.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Bara stemningin hverju sinni og kannski einhver vani. Ég er ekkert sérstaklega vandvirkur,en reyni þó að vanda mig.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ég hugsa lítið út í þessi atriði og er hlutlaus um slíkt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Ýmislegt ,en ýmislegt nýtt kemur stundum upp.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég held að móðir mín og e.t.v móðurforeldrar hafi verið helstu leiðbeinendur. Amma var sérstalega listfeng og kunni e-ð sem hét hnútur,sem ég get því miður ekki lýst,enda varð hún snemma mjög veik af liðagigt,sem gerði henni skurð illmögulegan í rúm 20 síðustu ár hennar. Því miður glataðist þessi kunnátta með hnútinn einhvern veginn hjá afkomendunum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir,sem vettlingi geta valdið.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Móðir mín átti appelsínugulan pott,þungan úr pottjárni og hann á núna þessi sonur mínn hér á Akureyri og kona hans. Þá er auðvitað steikingarfeitin,sem nú er jurtafeiti,en var lengstaf hjá afa,ömmu og mömmu tólgarfeiti. Þessi gamli pottur er notaður. Síðan er notaður stór gaffall,sem krækt er í kökurnar til að snúa þeim við í pottinum og veiða upp úr honum þegar þær eru fullsteiktar. Þar næst er notaður tréhlemmur,sem er í stærð kakanna og lagður ofan á hverja köku litla stund til að jafna svolítið yfirborðið.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei í stórum dráttum ekki.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Jurtaolíu og mjög skamma stund,en feitin þarf auðvitað að vera snarpheit og stundum þarf að gera lítið hlé til að skerpa á hitanum. 60 -70 kökur eru gerðar nú síðustu ár. Afskurður er enginn nú,eftir að farið var að kaupa kökurnar tilbúnar til skurðar og steikingar,en áður var afskurður ætíð steiktur og þá fékk fólk að borða hann,sem var alltaf gott og gaman.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Sjá áður.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Þegar það er kólnað er því staflað upp og sett í annað hvort stóran brauðdunk,sé slíkur til,eða geymt í plasti og þá hafður diskur eða eitthvert undirlag neðst.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Ég fæ nú ,þar sem ég bý nú einn, 10-15 kökur,en fjölskylda sonarins mestan hluta þess. Svo fer það eftir áhuga hvers og eins,hvernig þess er neytt.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Miðað við þennan kökufjölda,60-70 stykki er tíminn líklega 2-3 klukkutímar.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tengdadóttir mín er ábyrg fyrir steikingu,en nýtur aðstoðar barna sinna,sem eru 19 - 31 árs gjarnan,en áður,þegar þau voru yngri, voru börnin líka liðtæk,t.d. við að pressa kökurnar og hjálpa til við frágang.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Alltaf smásmakk daginn,sem það er skorið og steikt,en síðan yfirleitt ekki fyrr en á jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti og magál,en stundum gerði mitt heimafólk,kona og börn,sem eru 4, grín að mér,því að ég borðaði það líka með hamborgarahrygg og. fleira kjötmeti. Stöku sinnum einnig án kjöts.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Þekki slíkt ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér þykir best að nota hvítt hveiti,en get einnig borðað það með íblönduðum rúgi og einnig þykir mér ágætt að kúmen sé í því,en það var þó ekki notað í mínu nánasta umhverfi,frekar að slíkt var til í öðrum húsum.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það endist mér fram í janúar og ég á gjarnan nokkrar kökur til að hafa á Þorrablóti.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Bara afskurður og helst neytt í upphafinu,eins og ég lýsti áður.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já. Síðustu ár hef ég keypt það i Axelsbakaríi hér á Akureyri,en áður hjá Kristjánsbakaríi á sama stað.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Fyrst og fremst venja,sem ég vil halda, fyrir utan að mér finnst það gott og vill ómögulega vera án þess um jól.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Þetta hefur alltaf verið með líku móti,en auðvitað eru minningar frá bernsku með móðurforeldrum og öðru góðu fólki ljúfastar og svo með konu,börnum ,tengdabörnum og barnabörnum og nú síðast með 2 barnabarnabörnum.
Questionnaire
Record type
Keywords
