Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1973)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-93
Place
Núverandi sveitarfélag: Vesturbyggð, Vesturbyggð
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Laufabrauð hefur alltaf verið steikt í fjölskyldu minni og órjúfanlegur hluti jólaundirbúningsins. Ég skar fyrst út á heimili móðurforeldra minna í sveitinni, þar tóku allir þátt, líka karlmennirnir og alltaf talsverð stemning þó tilfinningin væri sú að þetta væri einfaldlega hluti af matarundirbúningi. Við notuðum bara hnífa, ekki járn. Seinna fóru afkomendur ömmu og afa að hittast einn dag í desember árlega til að steikja brauð. Fyrst í heimahúsum en seinna var byrjað að leigja sal þegar fjölskyldan varð of stór til að rúmast í heimahúsi. Þá komu allir með sitt braut sem var þá skorið og allt steikt saman. Samkoman endar alltaf á matarveislu þar sem borðað er hangikjöt. Allir koma með eitthvað á veisluborðið og hausarnir (systkynin) borga fyrir salinn. Allir taka þátt en karlarnir taka frekar að sér steikinguna. Þetta eru nokkrir tugir manna en mæting er frjáls.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Hjá ömmu og afa fyrst, svo í heimahúsum frændfólks og loks í leigðum sal eins og lýst er að ofan. Ég hef aldrei steikt laufabrauð sjálf á heimili mínu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma var alin upp við þetta og ég líka þar sem ég bjó á heimili móðurforeldra minna hluta af æsku minni. Þau bjuggu í Haga á Barðaströnd í V-Barð (Vesturbyggð) sem er sveitabær.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Ég man ekki betur en það hafi verið svipað. Amma gerði þó alltaf deigið sjálf og flatti út. Í dag kaupa allir tilbúið deig til útskurðar og steikingar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Hef komið að gerð þess frá því ég man eftir mér.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég setti þetta eiginlega allt inn í svarið við fyrstu spurningunni. Ég hef aldrei gert laufabrauð ein, bara með fjölskyldu minni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Samkomuhaldið í salnum innan fjölskyldu minnar er alltaf í Reykjavík þar sem þar búa flestir í stórfjölskyldunni. Eftir að ég flutti aftur heim hef ég ekki mætt í laufabrauðsgerð fyrir sunnan nema ég sé stödd í bænum af tilviljun en geri mér ekki sérstaka ferð.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Bara fyrir jólin. Valinn er frídagur (laugar- eða sunnudagur) sem hentar sem flestum í stórfjölskyldunni eftir að stuttleg könnun hefur farið fram í grúppu fjölskyldunnar á facebook. Þetta eru í allt yfir 100 manns með mökum og það er aldrei svo að allir komist. Þeir mæta sem geta.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst laufabrauðsgerð og -át vera algengara núna en áður fyrr. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að jafnaldrar mínir í minni æsku í Reykjavík hafi ekki allir þekkt til laufabrauðs, það getur þó verið misskilningur. Svo: vaxandi.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur þau áhrif að árlegur laufabrauðsdagur stórfjölskyldunnar hefur verið blásinn af í ár. Ég nenni ekki að standa í þessu ein á mínu litla heimili og er annars staðar í mat á jólunum svo ég geri engin laufabrauð í ár. Ég er viss um að fjölskylda mín eða hluti hennar steiki samt laufabrauð hver fyrir sig.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Allir bera ábyrgð á sjálfum sér en fyrirhyggjusöm eldri kynslóðin (móðir mín og systur hennar) á yfirleitt eitthvað af skurðarbrettum, hnífum og jafnvel járnum til að dreifa til þeirra sem kærulausir eru eða gleyma að koma með græjur.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Allir kaupa útflattar kökur, enginn býr til sitt eigið deig. Áherslan er á að minnka vinnuna.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skurðarbretti til að hlífa yfirborði borðsins, hvassan smáhníf eða járn til útskurðar. Skemmtilegast og fljótlegast er að nota járnið ef skorin eru út flókin mynstur.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Mig minnir að við höfum alltaf notað hnífa í æsku minni, ég man ekki til þess að járn hafi verið til á heimili ömmu og afa. En í dag eiga margir í fjölskyldunni járn, sérstaklega þeir eldri.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker alltaf út stafi barnanna minna og mín. Oft geri ég hringlaga form eða í formi laufblaðs. Ég þekki engin heiti á útskurðinum. Ég held það sé fátt sem ætti ekki að skera út í laufabrauð. Ef fólk vill borða laufabrauð með typpamynd á jólunum þá ræður það því. Kannski hakakrossinn væri eitthvað sem ég myndi gera athugasemd við.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég vil yfirleitt vera fljót að skera út en ef maður er með járn þá fer mestur tíminn í að festa deigið saman. Ef ég vil vera mjög fljót geri ég bara tvær línur. Ef ég nota ekki járn legg ég kökuna saman til að fá mynstrið, eins og allir sjálfsagt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Algjörlega og alveg hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Nei, þetta er allt svipað en mamma er sérstaklega lagin við útskurð enda handlagin mjög og henni finnst gaman að nostra við þetta.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Amma og langamma í sveitinni. Ég kenndi mínum börnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir, það skiptir engu máli hvernig til tekst, það eru allar kökur góðar á bragðið!
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Stór pottur, tangir, steikarpanna til að pressa kökurnar þegar þær koma upp úr pottinum og pappír til að þerra feiti.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, ekki á minni lífstíð í minni fjölskyldu.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Palmín jurtafeiti. Ég er ekki með það á hreinu hver steikingartíminn er, það er auðvelt að sjá hvenær kakan er tilbúin. Kökur eru búnar til í hundraðatali, ég læt mér yfirleitt nægja ca. 30 fyrir mína litlu fjölskyldu. Afskurður er aldrei steiktur, það er enginn afskurður þegar maður sker með svona fléttumynstri (með járnunum).
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Alltaf pressað með steikarpönnu og handafli.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Þar sem keyptar eru óskornar hráar kökur er hægt að endurnýta pappakassana sem þær koma í þó færri komist í. Makkíntossdósir og kökubox taka við restinni. Það eiga allir box undir laufabrauðin sín.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fær það sem hann kom með. Yfirleitt er bara deilt út án þess að skoða hvað hver skar nema sérstakt sé (svo sem þegar fólk sker út stafi eða þess háttar en þá þarf það líka að taka brauðið sjálft frá og "fylgja" því alla leið gegnum steikinguna. Það eru svo margir að skera saman.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ca. tvær klukkustundir en svo er alltaf matarveisla og tiltekt á eftir svo allt í allt eru þetta kannski fjórar klukkustundir eða svo.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Það skera allir en karlar virðast sækja meira í að steikja í minni fjölskyldu. Þetta er dálítil færibandavinna þar sem við erum svo mörg og þeir raða sér oftar við pottana. Það er tveggja manna verk að steikja (einn á pottinum og einn að pressa) og svo getur einn verið í frágangi á kökum líka.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Sama dag og það er skorið. Brotnar og laskaðar kökur eru borðaðar sama dag og þær eru steiktar, með hangikjötinu í matarveislunni.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Sem meðlæti með hangikjöti og uppstúf, ég set alltaf smjör á það. Stundum borða ég það eintómt með smjöri yfir sjónvarpinu fram eftir ári ef eitthvað er eftir af jólabirgðum. Ég hendi aldrei laufabrauði.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Það held ég ekki, þetta er allt mjög hefðbundið hjá mér og þeim sem ég þekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ég geri ekki greinarmun.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Oft endist hann fram yfir nýár, kökurnar eru alltaf borðaðar svo sem fyrr er lýst fram eftir ári ef ekki fyrr.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Það er aldrei afskurður hjá okkur, alltaf þetta fléttumynstur og brotið upp á.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég kaupi aldrei laufabrauð sem hefur verið steikt. Ef ég sker ekki og steiki sjálf þá borða ég ekki laufabrauð þau jólin.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Samvera í fjölskyldunni, hlusta á jólalög, borða konfekt, hittast einu sinni ári. Mér þykir vænt um þessa hefð og sumt af því fólki sem ég hitti yfir laufabrauðsskurði hitti ég bara þetta eina skipti á ári, flest ár.
Laufabrauð hefur alltaf verið steikt í fjölskyldu minni og órjúfanlegur hluti jólaundirbúningsins. Ég skar fyrst út á heimili móðurforeldra minna í sveitinni, þar tóku allir þátt, líka karlmennirnir og alltaf talsverð stemning þó tilfinningin væri sú að þetta væri einfaldlega hluti af matarundirbúningi. Við notuðum bara hnífa, ekki járn. Seinna fóru afkomendur ömmu og afa að hittast einn dag í desember árlega til að steikja brauð. Fyrst í heimahúsum en seinna var byrjað að leigja sal þegar fjölskyldan varð of stór til að rúmast í heimahúsi. Þá komu allir með sitt braut sem var þá skorið og allt steikt saman. Samkoman endar alltaf á matarveislu þar sem borðað er hangikjöt. Allir koma með eitthvað á veisluborðið og hausarnir (systkynin) borga fyrir salinn. Allir taka þátt en karlarnir taka frekar að sér steikinguna. Þetta eru nokkrir tugir manna en mæting er frjáls.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Hjá ömmu og afa fyrst, svo í heimahúsum frændfólks og loks í leigðum sal eins og lýst er að ofan. Ég hef aldrei steikt laufabrauð sjálf á heimili mínu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma var alin upp við þetta og ég líka þar sem ég bjó á heimili móðurforeldra minna hluta af æsku minni. Þau bjuggu í Haga á Barðaströnd í V-Barð (Vesturbyggð) sem er sveitabær.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Ég man ekki betur en það hafi verið svipað. Amma gerði þó alltaf deigið sjálf og flatti út. Í dag kaupa allir tilbúið deig til útskurðar og steikingar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Hef komið að gerð þess frá því ég man eftir mér.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég setti þetta eiginlega allt inn í svarið við fyrstu spurningunni. Ég hef aldrei gert laufabrauð ein, bara með fjölskyldu minni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Samkomuhaldið í salnum innan fjölskyldu minnar er alltaf í Reykjavík þar sem þar búa flestir í stórfjölskyldunni. Eftir að ég flutti aftur heim hef ég ekki mætt í laufabrauðsgerð fyrir sunnan nema ég sé stödd í bænum af tilviljun en geri mér ekki sérstaka ferð.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Bara fyrir jólin. Valinn er frídagur (laugar- eða sunnudagur) sem hentar sem flestum í stórfjölskyldunni eftir að stuttleg könnun hefur farið fram í grúppu fjölskyldunnar á facebook. Þetta eru í allt yfir 100 manns með mökum og það er aldrei svo að allir komist. Þeir mæta sem geta.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst laufabrauðsgerð og -át vera algengara núna en áður fyrr. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að jafnaldrar mínir í minni æsku í Reykjavík hafi ekki allir þekkt til laufabrauðs, það getur þó verið misskilningur. Svo: vaxandi.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur þau áhrif að árlegur laufabrauðsdagur stórfjölskyldunnar hefur verið blásinn af í ár. Ég nenni ekki að standa í þessu ein á mínu litla heimili og er annars staðar í mat á jólunum svo ég geri engin laufabrauð í ár. Ég er viss um að fjölskylda mín eða hluti hennar steiki samt laufabrauð hver fyrir sig.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Allir bera ábyrgð á sjálfum sér en fyrirhyggjusöm eldri kynslóðin (móðir mín og systur hennar) á yfirleitt eitthvað af skurðarbrettum, hnífum og jafnvel járnum til að dreifa til þeirra sem kærulausir eru eða gleyma að koma með græjur.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Allir kaupa útflattar kökur, enginn býr til sitt eigið deig. Áherslan er á að minnka vinnuna.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skurðarbretti til að hlífa yfirborði borðsins, hvassan smáhníf eða járn til útskurðar. Skemmtilegast og fljótlegast er að nota járnið ef skorin eru út flókin mynstur.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Mig minnir að við höfum alltaf notað hnífa í æsku minni, ég man ekki til þess að járn hafi verið til á heimili ömmu og afa. En í dag eiga margir í fjölskyldunni járn, sérstaklega þeir eldri.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker alltaf út stafi barnanna minna og mín. Oft geri ég hringlaga form eða í formi laufblaðs. Ég þekki engin heiti á útskurðinum. Ég held það sé fátt sem ætti ekki að skera út í laufabrauð. Ef fólk vill borða laufabrauð með typpamynd á jólunum þá ræður það því. Kannski hakakrossinn væri eitthvað sem ég myndi gera athugasemd við.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég vil yfirleitt vera fljót að skera út en ef maður er með járn þá fer mestur tíminn í að festa deigið saman. Ef ég vil vera mjög fljót geri ég bara tvær línur. Ef ég nota ekki járn legg ég kökuna saman til að fá mynstrið, eins og allir sjálfsagt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Algjörlega og alveg hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Nei, þetta er allt svipað en mamma er sérstaklega lagin við útskurð enda handlagin mjög og henni finnst gaman að nostra við þetta.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Amma og langamma í sveitinni. Ég kenndi mínum börnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir, það skiptir engu máli hvernig til tekst, það eru allar kökur góðar á bragðið!
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Stór pottur, tangir, steikarpanna til að pressa kökurnar þegar þær koma upp úr pottinum og pappír til að þerra feiti.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, ekki á minni lífstíð í minni fjölskyldu.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Palmín jurtafeiti. Ég er ekki með það á hreinu hver steikingartíminn er, það er auðvelt að sjá hvenær kakan er tilbúin. Kökur eru búnar til í hundraðatali, ég læt mér yfirleitt nægja ca. 30 fyrir mína litlu fjölskyldu. Afskurður er aldrei steiktur, það er enginn afskurður þegar maður sker með svona fléttumynstri (með járnunum).
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Alltaf pressað með steikarpönnu og handafli.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Þar sem keyptar eru óskornar hráar kökur er hægt að endurnýta pappakassana sem þær koma í þó færri komist í. Makkíntossdósir og kökubox taka við restinni. Það eiga allir box undir laufabrauðin sín.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fær það sem hann kom með. Yfirleitt er bara deilt út án þess að skoða hvað hver skar nema sérstakt sé (svo sem þegar fólk sker út stafi eða þess háttar en þá þarf það líka að taka brauðið sjálft frá og "fylgja" því alla leið gegnum steikinguna. Það eru svo margir að skera saman.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ca. tvær klukkustundir en svo er alltaf matarveisla og tiltekt á eftir svo allt í allt eru þetta kannski fjórar klukkustundir eða svo.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Það skera allir en karlar virðast sækja meira í að steikja í minni fjölskyldu. Þetta er dálítil færibandavinna þar sem við erum svo mörg og þeir raða sér oftar við pottana. Það er tveggja manna verk að steikja (einn á pottinum og einn að pressa) og svo getur einn verið í frágangi á kökum líka.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Sama dag og það er skorið. Brotnar og laskaðar kökur eru borðaðar sama dag og þær eru steiktar, með hangikjötinu í matarveislunni.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Sem meðlæti með hangikjöti og uppstúf, ég set alltaf smjör á það. Stundum borða ég það eintómt með smjöri yfir sjónvarpinu fram eftir ári ef eitthvað er eftir af jólabirgðum. Ég hendi aldrei laufabrauði.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Það held ég ekki, þetta er allt mjög hefðbundið hjá mér og þeim sem ég þekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ég geri ekki greinarmun.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Oft endist hann fram yfir nýár, kökurnar eru alltaf borðaðar svo sem fyrr er lýst fram eftir ári ef ekki fyrr.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Það er aldrei afskurður hjá okkur, alltaf þetta fléttumynstur og brotið upp á.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég kaupi aldrei laufabrauð sem hefur verið steikt. Ef ég sker ekki og steiki sjálf þá borða ég ekki laufabrauð þau jólin.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Samvera í fjölskyldunni, hlusta á jólalög, borða konfekt, hittast einu sinni ári. Mér þykir vænt um þessa hefð og sumt af því fólki sem ég hitti yfir laufabrauðsskurði hitti ég bara þetta eina skipti á ári, flest ár.
Questionnaire
Record type
Giver
Keywords
