Laufabrauðsgerð

04.12.2020
In preservation at
National Museum of Iceland

Main information

Gender / Year of Submittee
Kona (Age not defined)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-91
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að laufabrauðsgerð hafi frekar vaxið á síðustu 20 - 30 árum. Laufabrauð er vinsælt og gott, jafnvel það sem maður kaupir í búðum.

Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Um leið og aðventan gengur í garð.

Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri og hangikjöti.

Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Hef smakkað það með grafinni gæs eða osti. Alltaf gott.

Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Bara úr hveiti, alls ekki með kúmeni.

Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já. Keypti einu sinni frá Ömmubakstri sem mér fannst mjög gott. Annars kaupi ég bara það sem mér líst best á.
Questionnaire
Keywords
Keyword: Laufabrauðsgerð
Keyword:
Laufabrauð