Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1947)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-89
Place
Núverandi sveitarfélag: Mosfellsbær, Mosfellsbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei, laufabrauðsgerð var ekki vani á mínu æskuheimili suður í Vogum í Vatnsleysustr.hr. (nú Sveitarfélagið Vogar). Eftir að ég sjálf fór að búa ca 1970 gerði ég annað slagið laufabrauð, ekki útskornar kökur heldur aðeins pikkaðar með gafli.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Í fyrsta skipti sem ég tók þátt í útskurði var árið 2019 í Hveragerði og þá hjá íbúum hverfisins míns en við fengum aðgang að eldhúsi Heilsustofnunar NLFÍ..
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau hafa eflaust þekkt til hefðarinnar en notuðu hana aldrei á mínum uppvaxtarárum.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Sjá hér ofar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Sjá ofar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Hef aðeins einu sinni skorið út laufabrauð og steik með íbúum hverfisins míns eins og sést á svari hér framar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei,
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég tel að hún sé svipuð og þó et.v. meiri vegna þess að nú getur fólk keypt steikt og ósteikt í búðum. Ég kaupi tilbúið í búð, rétt til þess að fá smakk.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Engin.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Þetta eina skipti sem ég var í þessu með hóp keyptum við útflattar kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti og stundum með kúmeni.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég notaði beittan hníf og það tókst hörmulega.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég brussaðist í gegnum skurðinn, átti erfitt með að opna skurðina og deigið klesstist. Var farin að stinga með gafli í lokin.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Allt leiðinlegt.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Man ekki.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það var sett pottlok ofan á kökurnar.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Við pöntuðum ákv. magn og ég þantaði 10 stk., þ.a. 5 með kúmeni.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Það var einhver karlmaður að norðan sem stóð yfir steikarpottinum í 1-2 klst.. enda einhverjar tugir kaka.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Þegar ég kaupi það.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Engum. Þá get ég borðað það allt ein!
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já, kaupi í búð en man ekki frá hvaða fyrirtæki.
Nei, laufabrauðsgerð var ekki vani á mínu æskuheimili suður í Vogum í Vatnsleysustr.hr. (nú Sveitarfélagið Vogar). Eftir að ég sjálf fór að búa ca 1970 gerði ég annað slagið laufabrauð, ekki útskornar kökur heldur aðeins pikkaðar með gafli.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Í fyrsta skipti sem ég tók þátt í útskurði var árið 2019 í Hveragerði og þá hjá íbúum hverfisins míns en við fengum aðgang að eldhúsi Heilsustofnunar NLFÍ..
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau hafa eflaust þekkt til hefðarinnar en notuðu hana aldrei á mínum uppvaxtarárum.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Sjá hér ofar.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Sjá ofar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Hef aðeins einu sinni skorið út laufabrauð og steik með íbúum hverfisins míns eins og sést á svari hér framar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei,
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég tel að hún sé svipuð og þó et.v. meiri vegna þess að nú getur fólk keypt steikt og ósteikt í búðum. Ég kaupi tilbúið í búð, rétt til þess að fá smakk.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Engin.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Þetta eina skipti sem ég var í þessu með hóp keyptum við útflattar kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti og stundum með kúmeni.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég notaði beittan hníf og það tókst hörmulega.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég brussaðist í gegnum skurðinn, átti erfitt með að opna skurðina og deigið klesstist. Var farin að stinga með gafli í lokin.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Allt leiðinlegt.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Man ekki.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það var sett pottlok ofan á kökurnar.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Við pöntuðum ákv. magn og ég þantaði 10 stk., þ.a. 5 með kúmeni.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Það var einhver karlmaður að norðan sem stóð yfir steikarpottinum í 1-2 klst.. enda einhverjar tugir kaka.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Þegar ég kaupi það.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Engum. Þá get ég borðað það allt ein!
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já, kaupi í búð en man ekki frá hvaða fyrirtæki.
Questionnaire
Record type
Keywords
