Laufabrauð

04.12.2020
In preservation at
National Museum of Iceland

Main information

Gender / Year of Submittee
Kona (1946)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-79
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei.

Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Nei, fékk bara norðlenskt laufabrauð þegar ég var um þrítugt hjá eldri norðlenskri vinkonu sem bakaði laufabrauð og þar áður soðkökur hjá tengdamóður minni í Stykkishólmi en hún lærði að baka þetta af norðlenskri konu. Vinkona mín var frá Siglufirði.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Þetta er ekki hefð hjá mér.

Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupi stundum tilbúnar kökur.

Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með hangikjöti eins og ég fékk það há vinkonu minni.

Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Kaupi mitt í Bónus.

Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Þetta er lítilfjörlegt sem ég hef að segja en sendi samt.
Questionnaire
Keywords
Keyword: Laufabrauð
Keyword:
Laufabrauðsgerð