Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1995)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-69
Place
Núverandi sveitarfélag: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Þegar ég var barn fórum við alltaf með mömmu til ömmu að gera laufabrauð. Það tóku mjög margir þátt, allavega þegar ég var ennþá barn, en amma hélt þetta og systir hennar og börnin þeirra mættu ásamt einhverjum frænkum sem ég þekkti lítið. Mig minnir að síðasta árið sem við gerðum laufabrauð hafi verið 2018, en þá fannst frænkum mínum þetta vera of mikil vinna fyrir of lítið, þar sem flestir voru hættir að mæta og taka þátt.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Það var aldrei heima hjá mér, en það var yfirleitt heima hjá ömmu minni, ef ekki þá tók frænka mín það að sér sem var með gott pláss.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég er ekki viss hvernig mamma byrjaði í þessu, en þetta hefur bara verið hefð það lengi. Mamma er úr Reykjavík þannig það var í þéttbýli og ég veit að amma er líka úr Reykjavík.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mér persónulega finnst laufabrauð sem er keypt úti í búð alltof þykkt. Okkar var miklu þynnra og meira fíngert. Við gerðum samt held ég bara venjulegt laufabrauð og svo líka með kúmeni.
Þegar ég var barn fórum við alltaf með mömmu til ömmu að gera laufabrauð. Það tóku mjög margir þátt, allavega þegar ég var ennþá barn, en amma hélt þetta og systir hennar og börnin þeirra mættu ásamt einhverjum frænkum sem ég þekkti lítið. Mig minnir að síðasta árið sem við gerðum laufabrauð hafi verið 2018, en þá fannst frænkum mínum þetta vera of mikil vinna fyrir of lítið, þar sem flestir voru hættir að mæta og taka þátt.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Það var aldrei heima hjá mér, en það var yfirleitt heima hjá ömmu minni, ef ekki þá tók frænka mín það að sér sem var með gott pláss.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég er ekki viss hvernig mamma byrjaði í þessu, en þetta hefur bara verið hefð það lengi. Mamma er úr Reykjavík þannig það var í þéttbýli og ég veit að amma er líka úr Reykjavík.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mér persónulega finnst laufabrauð sem er keypt úti í búð alltof þykkt. Okkar var miklu þynnra og meira fíngert. Við gerðum samt held ég bara venjulegt laufabrauð og svo líka með kúmeni.
Questionnaire
Record type
Keywords
