Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1948)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-59
Place
Núverandi sveitarfélag: Dalvíkurbyggð, Dalvíkurbyggð
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já . Allir á heimilinu tóku þátt. Oft komu vinir okkar systkina og skáru út með okkur.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég fullyrði að laufabrauðsgerð var á langflestum heimilum á Dalvík og Svarfaðardal í minni æsku.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Í foreldrahúsum til sveita.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það var mjög líkt. en í útskurðinn var lagður meiri metnaður einnig voru kökur sumstaðar málaðar og eru enn.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já með fjölskyldu minni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári og mun gera áfram. Í fyrsta lagi finnst öllu mínu fólki laufabrauð mjög gott. Í öðru lagi er það að gera laufabrauð ein af fáum tilbreytingum sem við gerum vegna jólanna.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já og dagurinn er valinn þannig að sem flestir fjölskyldumeðlimir komast . Ekki er gert laufabrauð á öðrum tíma ársins.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Laufabrauðsgerðin hefur tekið miklum breytingum, þá á ég við að fólk kaupir útbreiddar kökurnar og sker út og steikir. Ég geri kökurnar enn frá grunni. Sem sagt laga deigið og breiði út.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur ekki haft mikil áhrif á mína laufabrauðsgerð.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Húsmóðirin hefur það oftast í sínum höndum.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við búum til deigið frá grunni og fletjum út.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti (stundum líka heilhveiti) sykur ,mjólk, smjör, lyftiduft, hajrtasalt, kúmen og salt.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Húsmóðirin. Í minni fjölskyldu erum við tvö sem fletjum út karl og kona. Í æsku minni man ég eftir fólki bæði körlum og konum sem gáfu sig út við að fletja út fyrir aðra.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Útskurðarjárn og hnífa.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Viðhalda hefðinni.
Já . Allir á heimilinu tóku þátt. Oft komu vinir okkar systkina og skáru út með okkur.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég fullyrði að laufabrauðsgerð var á langflestum heimilum á Dalvík og Svarfaðardal í minni æsku.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Í foreldrahúsum til sveita.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það var mjög líkt. en í útskurðinn var lagður meiri metnaður einnig voru kökur sumstaðar málaðar og eru enn.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já með fjölskyldu minni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári og mun gera áfram. Í fyrsta lagi finnst öllu mínu fólki laufabrauð mjög gott. Í öðru lagi er það að gera laufabrauð ein af fáum tilbreytingum sem við gerum vegna jólanna.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já og dagurinn er valinn þannig að sem flestir fjölskyldumeðlimir komast . Ekki er gert laufabrauð á öðrum tíma ársins.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Laufabrauðsgerðin hefur tekið miklum breytingum, þá á ég við að fólk kaupir útbreiddar kökurnar og sker út og steikir. Ég geri kökurnar enn frá grunni. Sem sagt laga deigið og breiði út.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur ekki haft mikil áhrif á mína laufabrauðsgerð.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Húsmóðirin hefur það oftast í sínum höndum.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við búum til deigið frá grunni og fletjum út.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti (stundum líka heilhveiti) sykur ,mjólk, smjör, lyftiduft, hajrtasalt, kúmen og salt.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Húsmóðirin. Í minni fjölskyldu erum við tvö sem fletjum út karl og kona. Í æsku minni man ég eftir fólki bæði körlum og konum sem gáfu sig út við að fletja út fyrir aðra.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Útskurðarjárn og hnífa.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Viðhalda hefðinni.
Questionnaire
Record type
Keywords
