Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1959)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-54
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Laufabrauð vara alltaf skorið á aðventu hjá okkur. Við bjuggum á Fálkagötu 28 og þar var stórfjölskyldan saman komin í einu húsi - afi og amma á jarðhæð og síðan á 3 hæðum þar ofan á voru 3 bræður allir með fjölskyldur. Allar fjölskyldurnar komu saman á miðhæðinni og var mikið fjör og mikið gaman. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað margar kökur voru steiktar fyrir allan þennan herskara. Eftir því sem við eltumst og stofnuðum eigin fjölskyldur þá dreifðist fólk auðvitað og hver fjölskylda tók upp þennan sið hjá sér og sínum.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Framan af var þetta sem sagt alltaf á miðhæðinni (þ.e. á næst efstu hæðinni) - en seinna gerðum við þetta hjá mömmu - eftir að tengdafólk kom til sögunnar ásamt barnabörnum. Eftir að foreldrar okkar dóu þá lengi var einhver okkar systra (við erum 9 systkynin ) sem stóð fyrir þessu í nokkur ár - en núna höfum við þetta með okkar barnabörnum.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Faðir minn er Reykvíkingur og mamma úr Reykhólasveitinni og þau ólust hvorugt upp við laufabrauð. Eftir því sem mér skilst þá fengum við uppskriftina að laufabrauðinu frá tengdaforeldrum systur pabba míns (Halldóra Pálmarsdóttir og hennar maður Ögmundur Guðmundsson). Ef ég man rétt þá eru þau austan úr Hrunamannahreppi - fengum sem sagt uppskriftina ekki að Norðan .
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mér skilst að okkar laufabrauð sé frábrugðið því norðlenska að því leyti að í okkar er rismjöl og alltaf steikt úr plöntuolíu - ekki dýrafitu eins og var gert á mörgum heimilum þegar ég var yngri. Við kaupum að sjálfsögðu ekki tilbúnar kökur heldur hnoðum frá grunni.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Gerum alltaf laufabrauð - þetta covid-árið 2020 þá erum við bara litla fjölskyldan saman en á venjulegu ári þá höfum við komið saman 2-3 systkinin ásamt börnum og skorið saman og átt góða jólastund. Ég veit einnig að systur mínar úti á landi gera það sama í sínum fjölskyldum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Eitt árið tók ég ekki þátt - bjó þá í Þýskalandi - annars alltaf.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Dagurinn er bara ákveðinn eftir því sem við sammælumst hverju sinni - hver er á vakt - hver getur haldið og svo framvegis. Aldrei gert á öðrum tímum árs.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég geri mér ekki alveg grein fyrir útbreiðslunni - þau fást nú í öllum búðum og eru á öllum hlaðborðum en ég veit ekki hvað fólk borðar þetta mikið. Mínir synir borðað þetta eins og hvert annað snakk - einn gengur svo langt að salta það aukalega og segir hann að það sé betra en búðakeypt snakk.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Áhrifin sem Covid hafði er að við gátum ekki komið saman eins og við hefðum viljað - annars eins og venjulega.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Einhvern veginn þá eru alltaf ákveðnar persónur, oftast 2 eða 3 mæður, sem græja málin - ákveða daga, hafa veitingarnar tilbúnar, taka til tæki og tól.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Það er óheyrt í minni fjölskyldu að kaupa tilbúið og við fletjum sjálfar. Það hefði verið hentugt að fá t.d. bakarí til að fletja en við höfum reynt það en bakaríin ekki tilbúin til þess með okkar deig.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti, rismel, mjólk, smjör (reyndar var smjörlíki í upphaflegu uppskriftinni), smá salt og smá sykur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Í mínum hóp erum við 2 sem gerum deigið og ég man aldrei til þess að nokkur karlmaður hafi í gegnum þessi 60 ár blandað deigið. Það er aftur á móti nokkrir karlmenn í gegnum tíðina sem hafa verið nokkuð lagtækir í að fletja. Annars hefur karlpeningurinn verið duglegastur í að skera og borða veitingarnar sem eru bornar á borð.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Fyrstu árin skárum við fríhendis eftir ákveðnum reglum en síðar áskotnaðist okkur laufabrauðsjárnin góðu. Ég á járn sem tendgamóðir mín gaf mér fyrir 40 árum - alveg eins og nýtt og hefur þó verið notað öll jól síðan ég fékk það. Annars eru það bara hnífar og gaflar til að gata kökurnar.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég er með eitt frá tendgamóður minni. Systir mín er með járnið sem mamma átti. Ég geri nokkuð ráð fyrir að þetta fari síðan til næstu kynslóða því þetta eru mjög vel gerð verkfæri.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við skerum nú út mjög klassísk munstur ( kerti, greinar, stjörnur). Krakkarnir reyna alltaf að gera nöfnin sín og JÓL er mjög vinsælt. Ég hef ekki verið mikið í að stjórna því hvað skorið er - allt leyfilegt þannig séð.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Þar sem ég er mest í að blanda deig, fletja og steikja þá gefst mér ekki mikill tími í útskurðinn en mér finnst einföldu munstrin best - þau steikjast best.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Fallegt stjörnu munstur er alltaf fallegt - annars skiptir það ekki máli.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Einn sonur minn (verkfræðingurinn) nostrar mjög við kökurnar sínar en þær steikjast kannski ekki best - koma betur út í deiginu. Hin eru alls konar - en allir hafa gaman.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég bara man ekki hver kenndi mér - sennilega mamma eða eldri systur mínar. Síðan hef ég kennt mínum krökkum og systkinabörnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir sem vilja geta skorið út - ég man að heima þá fór stundum í taugarnar á mömmunum að leyfa litlum krökkum að skera en það er bara skemmtilegra þegar þau taka þátt.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Best er auðvitað að steikja í pottpotti. Síðan er steikargaffall til að snúa kökunum, rist til hliðar þar sem lekur af kökunum. Við erum með hlemm (t.d. pottlok) til að fletja kökuna aðeins þegar hún kemur úr pottinum aðeins til að fletja hana.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Engar breytingar sem ég get séð - þetta eru einföld áhöld og þau virka.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum pálmaolíu - brauðið tekur mjög stuttan tíma að steikjast enda olían mjög heit. Við steikjum tæplega 40 (fjörutíu) kökur í gær - vorum 6 í bakstrinum og þær klárast allar ekki seinna en á Þorra. Afskurðurinn (sem er í lágmarki) er steiktur til að smakka á þeim og eins til að fylgjast með hitanum á olíunni.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Ég pressa það aðeins þegar það kemur upp úr fitunni - bara með pottloki eiða einhverju flötu.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ég er með bara svona klassísk jólakökuform sem ég set kökurnar í. Geymt í kaldri geymslu inn af eldhúsinu hjá mér. Verður þó að vera þurrt.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Í stórum steikingarhópum þá höfum við skipt eftir þörfum hverrar fjölskyldu - þ.e. stærð. Eins förum við aðeins eftir því hver nennir að mæta og skera. Annars ekki nein sérstök regla önnur en að mæta og taka þátt og þetta hefur gengið hingað til.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
t..d. í gær hjá mér þá byrjaði ég að blanda deig um hádegið - gerði 2 blöndur. Við vorum búin að öllu svona milli 6 og hálf 7. Þegar við erum í stórum hóp þá getur þetta tekið frá snemma morguns og fram á kvöld - fer mest eftir hvað margir geta flatt út og steikt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Hér eru konurnar í miklum meirihluta - man ekki eftir karli við pottinn né að ganga frá.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Smökkunin byrjar um leið og búið er að steikja, en þó auðvitað mest á jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Borðum helst með reyktu kjöti og okkur hjónum finnst best að hafa það með smjöri - sem synir mínir skilja ekki. Reyndar er það líka ljómandi gott með reyktum silungi, laxi og t.d. reyktum andabringum.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Sonur minn einn þykir gott að salta aukalega og nota sem snakk. Í fyrra prufuðum við að bæta við kummini (ekki kúmeni) og þá virkaði það mjög vel með indverskum réttum.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér þykja mínar bestar - þunnar og ofurlítið vel steiktar þ.e. ekki fölar. Steiktar í palmoliu - ég þoli ekki steikta úr tólg.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Þær hafa stundum enst fram að Þorra - en ekki alltaf.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Þekki bara afskurð - og hann er mjög lítill í seinni tíð hjá mér.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Aldrei - en skil vel að fólk geri það. Þær eru bara ekki með sama innihald og mínar.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta hefur þannig séð engan praktískan tilgang ef út í það er farið - ætli þetta sé ekki nostalgía jólanna. Ég baka ekki smákökur lengur (er bara hræðilega léleg í því) og þetta er þess vegna okkar aðal jólaundirbúningshefð. Það er yndislegt þegar börnin manns (orðin fullorðin) koma saman við borðstofuborðið að föndra við eitthvað sem allir eru sammála um, borða góðan mat og allir glaðir.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Í minningunni frá því að ég var lítil þá er mynd af hóp af krökkum að koma saman við borðstofuborð - smákökur og jólailmur. Mikið ys og þys og allir á fullu að gera og græja. Í minningunni var líka birtan eitthvað draumkend - kertaljós og seríur. Við fengum líka hugsanlega öl að drekka, sem auðvitað var ekki hversdags fyrir 50 árum.
Laufabrauð vara alltaf skorið á aðventu hjá okkur. Við bjuggum á Fálkagötu 28 og þar var stórfjölskyldan saman komin í einu húsi - afi og amma á jarðhæð og síðan á 3 hæðum þar ofan á voru 3 bræður allir með fjölskyldur. Allar fjölskyldurnar komu saman á miðhæðinni og var mikið fjör og mikið gaman. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað margar kökur voru steiktar fyrir allan þennan herskara. Eftir því sem við eltumst og stofnuðum eigin fjölskyldur þá dreifðist fólk auðvitað og hver fjölskylda tók upp þennan sið hjá sér og sínum.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Framan af var þetta sem sagt alltaf á miðhæðinni (þ.e. á næst efstu hæðinni) - en seinna gerðum við þetta hjá mömmu - eftir að tengdafólk kom til sögunnar ásamt barnabörnum. Eftir að foreldrar okkar dóu þá lengi var einhver okkar systra (við erum 9 systkynin ) sem stóð fyrir þessu í nokkur ár - en núna höfum við þetta með okkar barnabörnum.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Faðir minn er Reykvíkingur og mamma úr Reykhólasveitinni og þau ólust hvorugt upp við laufabrauð. Eftir því sem mér skilst þá fengum við uppskriftina að laufabrauðinu frá tengdaforeldrum systur pabba míns (Halldóra Pálmarsdóttir og hennar maður Ögmundur Guðmundsson). Ef ég man rétt þá eru þau austan úr Hrunamannahreppi - fengum sem sagt uppskriftina ekki að Norðan .
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mér skilst að okkar laufabrauð sé frábrugðið því norðlenska að því leyti að í okkar er rismjöl og alltaf steikt úr plöntuolíu - ekki dýrafitu eins og var gert á mörgum heimilum þegar ég var yngri. Við kaupum að sjálfsögðu ekki tilbúnar kökur heldur hnoðum frá grunni.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Gerum alltaf laufabrauð - þetta covid-árið 2020 þá erum við bara litla fjölskyldan saman en á venjulegu ári þá höfum við komið saman 2-3 systkinin ásamt börnum og skorið saman og átt góða jólastund. Ég veit einnig að systur mínar úti á landi gera það sama í sínum fjölskyldum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Eitt árið tók ég ekki þátt - bjó þá í Þýskalandi - annars alltaf.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Dagurinn er bara ákveðinn eftir því sem við sammælumst hverju sinni - hver er á vakt - hver getur haldið og svo framvegis. Aldrei gert á öðrum tímum árs.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég geri mér ekki alveg grein fyrir útbreiðslunni - þau fást nú í öllum búðum og eru á öllum hlaðborðum en ég veit ekki hvað fólk borðar þetta mikið. Mínir synir borðað þetta eins og hvert annað snakk - einn gengur svo langt að salta það aukalega og segir hann að það sé betra en búðakeypt snakk.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Áhrifin sem Covid hafði er að við gátum ekki komið saman eins og við hefðum viljað - annars eins og venjulega.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Einhvern veginn þá eru alltaf ákveðnar persónur, oftast 2 eða 3 mæður, sem græja málin - ákveða daga, hafa veitingarnar tilbúnar, taka til tæki og tól.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Það er óheyrt í minni fjölskyldu að kaupa tilbúið og við fletjum sjálfar. Það hefði verið hentugt að fá t.d. bakarí til að fletja en við höfum reynt það en bakaríin ekki tilbúin til þess með okkar deig.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti, rismel, mjólk, smjör (reyndar var smjörlíki í upphaflegu uppskriftinni), smá salt og smá sykur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Í mínum hóp erum við 2 sem gerum deigið og ég man aldrei til þess að nokkur karlmaður hafi í gegnum þessi 60 ár blandað deigið. Það er aftur á móti nokkrir karlmenn í gegnum tíðina sem hafa verið nokkuð lagtækir í að fletja. Annars hefur karlpeningurinn verið duglegastur í að skera og borða veitingarnar sem eru bornar á borð.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Fyrstu árin skárum við fríhendis eftir ákveðnum reglum en síðar áskotnaðist okkur laufabrauðsjárnin góðu. Ég á járn sem tendgamóðir mín gaf mér fyrir 40 árum - alveg eins og nýtt og hefur þó verið notað öll jól síðan ég fékk það. Annars eru það bara hnífar og gaflar til að gata kökurnar.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég er með eitt frá tendgamóður minni. Systir mín er með járnið sem mamma átti. Ég geri nokkuð ráð fyrir að þetta fari síðan til næstu kynslóða því þetta eru mjög vel gerð verkfæri.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við skerum nú út mjög klassísk munstur ( kerti, greinar, stjörnur). Krakkarnir reyna alltaf að gera nöfnin sín og JÓL er mjög vinsælt. Ég hef ekki verið mikið í að stjórna því hvað skorið er - allt leyfilegt þannig séð.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Þar sem ég er mest í að blanda deig, fletja og steikja þá gefst mér ekki mikill tími í útskurðinn en mér finnst einföldu munstrin best - þau steikjast best.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Fallegt stjörnu munstur er alltaf fallegt - annars skiptir það ekki máli.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Einn sonur minn (verkfræðingurinn) nostrar mjög við kökurnar sínar en þær steikjast kannski ekki best - koma betur út í deiginu. Hin eru alls konar - en allir hafa gaman.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég bara man ekki hver kenndi mér - sennilega mamma eða eldri systur mínar. Síðan hef ég kennt mínum krökkum og systkinabörnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir sem vilja geta skorið út - ég man að heima þá fór stundum í taugarnar á mömmunum að leyfa litlum krökkum að skera en það er bara skemmtilegra þegar þau taka þátt.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Best er auðvitað að steikja í pottpotti. Síðan er steikargaffall til að snúa kökunum, rist til hliðar þar sem lekur af kökunum. Við erum með hlemm (t.d. pottlok) til að fletja kökuna aðeins þegar hún kemur úr pottinum aðeins til að fletja hana.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Engar breytingar sem ég get séð - þetta eru einföld áhöld og þau virka.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum pálmaolíu - brauðið tekur mjög stuttan tíma að steikjast enda olían mjög heit. Við steikjum tæplega 40 (fjörutíu) kökur í gær - vorum 6 í bakstrinum og þær klárast allar ekki seinna en á Þorra. Afskurðurinn (sem er í lágmarki) er steiktur til að smakka á þeim og eins til að fylgjast með hitanum á olíunni.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Ég pressa það aðeins þegar það kemur upp úr fitunni - bara með pottloki eiða einhverju flötu.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ég er með bara svona klassísk jólakökuform sem ég set kökurnar í. Geymt í kaldri geymslu inn af eldhúsinu hjá mér. Verður þó að vera þurrt.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Í stórum steikingarhópum þá höfum við skipt eftir þörfum hverrar fjölskyldu - þ.e. stærð. Eins förum við aðeins eftir því hver nennir að mæta og skera. Annars ekki nein sérstök regla önnur en að mæta og taka þátt og þetta hefur gengið hingað til.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
t..d. í gær hjá mér þá byrjaði ég að blanda deig um hádegið - gerði 2 blöndur. Við vorum búin að öllu svona milli 6 og hálf 7. Þegar við erum í stórum hóp þá getur þetta tekið frá snemma morguns og fram á kvöld - fer mest eftir hvað margir geta flatt út og steikt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Hér eru konurnar í miklum meirihluta - man ekki eftir karli við pottinn né að ganga frá.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Smökkunin byrjar um leið og búið er að steikja, en þó auðvitað mest á jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Borðum helst með reyktu kjöti og okkur hjónum finnst best að hafa það með smjöri - sem synir mínir skilja ekki. Reyndar er það líka ljómandi gott með reyktum silungi, laxi og t.d. reyktum andabringum.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Sonur minn einn þykir gott að salta aukalega og nota sem snakk. Í fyrra prufuðum við að bæta við kummini (ekki kúmeni) og þá virkaði það mjög vel með indverskum réttum.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér þykja mínar bestar - þunnar og ofurlítið vel steiktar þ.e. ekki fölar. Steiktar í palmoliu - ég þoli ekki steikta úr tólg.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Þær hafa stundum enst fram að Þorra - en ekki alltaf.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Þekki bara afskurð - og hann er mjög lítill í seinni tíð hjá mér.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Aldrei - en skil vel að fólk geri það. Þær eru bara ekki með sama innihald og mínar.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta hefur þannig séð engan praktískan tilgang ef út í það er farið - ætli þetta sé ekki nostalgía jólanna. Ég baka ekki smákökur lengur (er bara hræðilega léleg í því) og þetta er þess vegna okkar aðal jólaundirbúningshefð. Það er yndislegt þegar börnin manns (orðin fullorðin) koma saman við borðstofuborðið að föndra við eitthvað sem allir eru sammála um, borða góðan mat og allir glaðir.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Í minningunni frá því að ég var lítil þá er mynd af hóp af krökkum að koma saman við borðstofuborð - smákökur og jólailmur. Mikið ys og þys og allir á fullu að gera og græja. Í minningunni var líka birtan eitthvað draumkend - kertaljós og seríur. Við fengum líka hugsanlega öl að drekka, sem auðvitað var ekki hversdags fyrir 50 árum.
Questionnaire
Record type
Keywords
