Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1950)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-33
Place
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já alltaf á aðventunni. Foreldrar mínir og við 5 systkinin. Auk þess kom móðuramma og ömmubróðir.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Fór líka á heimili föðursystur minnar þar sem föðuramma var.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Foreldrar mínir eru bæði fædd og uppalin á Dalvík og afar og ömmur einnig fædd og uppalin í Svarfaðardal og Dalvík. Þau ólust öll upp við laufabrauðsgerð. Við heyrðum margar sögur af þunnu kökunum í gamla daga og listilega skornum kökum með litlum vasahnífum.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mamma sauð alltaf kúmen í mjólkinni og síaði það síðan frá til að auðveldara væri að skera út mynstur í kökurnar. En hún setti líka kúmen og heilhveiti í hluta og þær kökur fannst mér bestar og þannig kökur gerir mín fjölskylda í dag, börn og barnabörn. Mamma skar allar kökurnar eftir litlum diski með kleinuhjóli þannig að kökurnar voru laufóttar. Svo skárum við munstur í kökurnar, upphafsstafi fjölskyldumeðlima og allt sem okkur datt í hug. Kökurnar voru steyktar upp úr feiti, oft tólg og plöntufeiti í bland en ég nota eingöngu Palmin jurtafeiti.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Alltaf verið gert laufabrauð á mínu heimili fyrr og síðar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já með mínum börnum og barnabörnum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já alltaf.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já þegar allir geta mætt. Ég hef nokkrum sinnum gert laufabrauð á þorranum fyrir vinahóp fyrir sameiginlegt þorrablót.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Laufabrauð sem selt er í búðum og margir þekkja er ekkert líkt því sem ég kalla laufabrauð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við verðum aðeins 6 í laufabrauðsgerðinni í ár.
Já alltaf á aðventunni. Foreldrar mínir og við 5 systkinin. Auk þess kom móðuramma og ömmubróðir.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Fór líka á heimili föðursystur minnar þar sem föðuramma var.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Foreldrar mínir eru bæði fædd og uppalin á Dalvík og afar og ömmur einnig fædd og uppalin í Svarfaðardal og Dalvík. Þau ólust öll upp við laufabrauðsgerð. Við heyrðum margar sögur af þunnu kökunum í gamla daga og listilega skornum kökum með litlum vasahnífum.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mamma sauð alltaf kúmen í mjólkinni og síaði það síðan frá til að auðveldara væri að skera út mynstur í kökurnar. En hún setti líka kúmen og heilhveiti í hluta og þær kökur fannst mér bestar og þannig kökur gerir mín fjölskylda í dag, börn og barnabörn. Mamma skar allar kökurnar eftir litlum diski með kleinuhjóli þannig að kökurnar voru laufóttar. Svo skárum við munstur í kökurnar, upphafsstafi fjölskyldumeðlima og allt sem okkur datt í hug. Kökurnar voru steyktar upp úr feiti, oft tólg og plöntufeiti í bland en ég nota eingöngu Palmin jurtafeiti.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Alltaf verið gert laufabrauð á mínu heimili fyrr og síðar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já með mínum börnum og barnabörnum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já alltaf.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já þegar allir geta mætt. Ég hef nokkrum sinnum gert laufabrauð á þorranum fyrir vinahóp fyrir sameiginlegt þorrablót.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Laufabrauð sem selt er í búðum og margir þekkja er ekkert líkt því sem ég kalla laufabrauð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við verðum aðeins 6 í laufabrauðsgerðinni í ár.
Questionnaire
Record type
Keywords
