Main information
Gender / Year of Submittee
Karl (1949)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-25
Place
Núverandi sveitarfélag: Kópavogsbær, Kópavogsbær
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Ég miða við árabilið 1955 til 1965 eða svo, þegar ég var sex til sextán ára gamall. Þá átti ég heima í Reykjavík, á þriggja kynslóða heimili. Fjölskyldan var ég, foreldrar mínir og föðurforeldrar (afi dó reyndar þegar ég var tólf ára). Við gerðum ævinlega laufabrauð fyrir jólin. Það var gert tímanlega, einhverjum vikum fyrir jól. Og tók langan tíma svo það hlýtur að hafa verið gert um helgi. Sennilega á sunnudegi, því að á laugardögum unnu pabbi og afi til hádegis. Allt heimilisfólkið vann að laufabrauðsgerðinni. Aðallega þó konurnar: við karlmennirnir gerum lítið annað en skera út. Flest árin, a.m.k. þau fyrri, komu einhverjir að hjálpa til. Einum karlmanni man ég eftir, sem nokkuð lengi var kostgangari hjá ömmu og síðast hjá móður minni: hann kom og skar út laufabrauð með okkur einhver ár. Roskin kona, einhleyp, sem var viðloðandi heimilið (eins konar millistig af kostgangara og húshjálp), var örugglega með fyrstu árin, líklega meira í eldhúsinu að steikja en að hún hafi skorið út. Og einhverjum yngri frænkum man ég eftir líka, a.m.k. einni sem hafði verið í fæði hjá ömmu og var tíður gestur heima, ekki síst þegar hún gat létt undir við einhver verk.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Við tókum aldrei þátt í laufabrauðsgerð annars staðar en heima.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Foreldrar mínir, afi og amma voru öll úr Hrunamannahreppi. Þar var laufabrauðsgerð ekki algeng, og hvorki móðir mín né afi höfðu vanist henni í uppvextinum. Amma mín, prestsdóttir frá Hruna, var hins vegar alin upp við laufabrauðshefð. Móðir hennar (langamma mín) var að vísu fædd í Borgarfirði og alin upp í Reykjavík, en foreldrar hennar voru úr Skagafirði og höfðu lagt rækt við laufabrauðsgerð sem skagfirska hefð. Það hafði langamma haldið í, sem eins konar tákn um sinn skagfirska uppruna, og amma mín sömuleiðis, einnig eftir að hún flutti til Reykjavíkur.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið heima var áþekkt því sem nú fæst í búðum, kringlótt og með laufaskurði. Sérstaklega fyrri árin meðan það var gert einungis úr hvítu hveiti. Síðan lærðist þeim, ömmu og mömmu, að nota dekkra deig (blandað með heilhveiti, held ég, frekar en rúgmjöli) sem var bragðmeira, líka þurrara viðkomu. Í steikingunni var þess gætt að hafa feitina svo heita að ekki þyrfti að steikja nema fáar sekúndur og láta feitina renna vel af um leið og tekið var upp úr. Þannig urðu laufabrauðin ekki eins feit eins og sumt af því laufabrauði sem nú fæst í búðum.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Á ekki við.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, aldrei.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nú er langt síðan ég hef tekið þátt í laufabrauðsgerð. Ég gerði það með foreldrum mínum fram á fullorðinsár, og einhvern tíma líka með tengdaforeldrum, en ekki með öðru fólki og aldrei á eigin heimili. Hins vegar fór ég að kaupa laufabrauð fyrir jólin og hef gert það meira eða minna, Ekki samt viss um að ég geri það í ár.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Á ekki við.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef mjög óljósa hugmynd um þróunina síðustu áratugi. Ég held það hafi verið fyrir 40 til 60 árum sem laufabrauðshefðin hætti að vera bundin við landshluta eða uppruna, heldur varð (líkt og t.d. hnoðmör eða Þorláksmessuskata) að hefð sem landsmenn völdu eða höfnuðu eftir smekk og hentugleikum. Síðan hefur laufabrauðsneysla væntanlega orðið jafnari og almennari, þegar laufabrauð urðu auðfengin í búðum. Og laufabrauðsgerð sennilega færst meira í það horf að vera sameiginleg fyrir fleiri heimili ættingja eða vina. Það sé ég t.d. af þessum spurningalista sem greinilega er mest miðaður við eitthvað slíkt. En það þekki ég ekki af eigin raun.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Á ekki við.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Á ekki við. En þegar ég var krakki var það amma sem stjórnaði laufabrauðsgerðinni. Móðir mín tók svo smám saman við því hlutverki.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Á ekki við.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Á ekki við.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Á ekki við. En á bernskuheimili mínu var það kvennaverk, eins og fyrr segir. Ég var orðinn a.m.k. unglingur, ef ekki fullorðinn, þegar ég fór að létta undir með móður minni með því að fletja út laufabrauð.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Á ekki við. En þegar ég var krakki var skorið út á litlum tréspjöldum með nettum hnífum, vasahnífum eins mörgum og til voru og svo oddhvössum deserthnífum. Laufabrauðsrúlla kom svo á heimilið þegar ég var orðinn stálpaður, og var himnasending fyrir föður minn sem alltaf var skjálfhentur og fór versnandi. Þá gat hann skorið með rúllunni og aðrir, t.d. ég, brotið upp á fyrir hann.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Á ekki við.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Á ekki við. En þegar ég skar út, þá voru það þrjár aðferðir. Aðallega sjálfur laufaskurðurinn, þ.e. röð af skásettum flipum sem brotnir eru hver yfir annan (og vandi að láta festast: það þurfti að sáldra hveiti á hverja köku til að laufin festust ekki við undirlagið, en ekki svo miklu að þau festust ekki þegar þau voru brotin yfir). Þessar raðir reyndi maður að láta mynda eitthvað þekkjanlegt, kannski kerti (sem mjókkuðu þá upp) eða jafnvel jólatré, þar sem bolurinn mjókkaði upp í topp, og greinarnar til beggja hliða voru líka gildastar næst bolnum og bæði styttust og mjókkuðu eftir því sem ofar dró. Önnur aðferð var að afmarka flipa með tveimur samhliða skurðum, losa annan endann, snúa upp á hann (hálfan hring, heilan eða meira eftir lengd) og festa svo aftur. Svona flipar gátu t.d. táknað kerti á greinum jólatrésins. Sú þriðja var að skera bara eina stutta rifu, beina eða sveigða, og bretta upp brúnirnar. Þess háttar göt gátu t.d. sýnt loga ofan á kerti. Svo reyndi maður að setja saman laufaraðir, flipa og göt í eitthvað óvenjulegt. Kannski andlit (þar sem augun voru göt, nefið laufaskurður, munnurinn flipi, en alltaf vesen með útlínurnar og hárið). Eða persónu, eins konar Óla prik.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Á ekki við. En þegar ég var krakki og bar enga ábyrgð, þá reyndi ég að vinna mér inn hrós með því að nostra og vanda mig. Eða glíma við eitthvað frumlegt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Á ekki við. En um tíma, líklega á unglingsárum, vildi ég helst ekki endurtaka mynstur heldur reyna við eitthvað frumlegt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Á ekki við.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég held ég hafi mest tekið föður minn til fyrirmyndar. En allir nærstaddir sögðu mér til, meira eða minna, þegar ég var að byrja að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Á ekki við. En ég fékk að vera með mjög snemma, of ungur til að gera neitt gagn. Man að mín fyrsta tilraun var að skera út engil, skar eftir útlínunum svo að eftir var bara stórt gat.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Á ekki við. En ég man að amma mín, og seinna mamma, steiktu laufabrauðin í þykkum potti (þeim sama og kleinur). Lögðu hverja laufaköku vandlega flata í pottinn og færðu hana svo upp úr með bandprjóni sem stungið var gegnum eitthvert gatið utanlega í skreytingunni.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Á ekki við.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Á ekki við. En þegar ég var krakki, þá var steikt úr tólg. (Löngu seinna heyrði ég talað um að nota pálmafeiti.) Passað að hafa hana svo heita, og fletja deigið svo þunnt, að ekki þyrfti að steikja nema nokkrar sekúndur. Afskurðurinn var hnoðaður upp og flattur meðan hægt var. Svo var hann orðinn of hveitiborinn og þá steiktur síðast. Ég man eftir tólgarskildinum eins og hann var látinn storkna og svo hvolft úr pottinum. Þá hafði sót og sori botnfallið og var skafið af áður en tólgin var endurnýtt við næstu djúpsteikingu (oft kleinur).
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Á ekki við. En eins og ég man eftir laufabrauði var það of stökkt til að nokkur leið væri að pressa það eftir steikingu. Því var haldið yfir pottinum meðan feitin draup af því og svo látið kólna standandi upp á rönd.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Á ekki við. En þegar ég var yngri man ég eftir einhvers konar kistu, fóðraðri með smjörpappír.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Á ekki við.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Á ekki við.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Á ekki við. En í uppvextinum vandist ég því að þetta væri, eins og annað, kvennaverk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Ég vandist því að fallegt og vel heppnað laufabrauð væri geymt til jólanna (þ.e.a.s. til Þorláksmessu: þá mátti fá sér laufabrauð með nýsoðnu hangikjöti), en afskurð og útgangskökur mátti borða nýsteikt og svo af og til fram til jóla. Eftir að ég fór að kaupa laufabrauð í búð, þá gat það verið hvenær sem var í desember. Og í hvers konar jólahlaðborðum (t.d. hangikjötsveislum á vinnustað) er laufabrauð sjálfsagt þó ekki séu komin jól.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég man eftir fullorðna fólkinu borða laufabrauð með kaffi, og þá helst smurt með smjöri. Það þótti mér ekki sérlega gott, en ágætt að smakka það með hangifloti.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Hvaða "okkur"? Ég er hræddur um að ég geti ekki svarað fyrir neinn hóp sem ég deili kökusmekk með.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Á ekki við. En þegar ég var krakki var reynt að láta laufabrauðið duga a.m.k. fram á þrettánda. Ég held að Þorláksmessa, jóladagur, nýársdagur og þrettándi hafi verið hinir sjálfsögðu laufabrauðsdagar. Og svo mátti smakka það eitthvað þess á milli.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Á ekki við. Ég á bernskuheimili mínu held hann hafi mest verið einhvers konar snakk sem mátti grípa í. Það var aldrei mikið af honum af því hann var hnoðaður upp meðan hægt var.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég hef gert það, já, nema kannski núna í ár. Þegar ég hef borið saman sortir hefur mér þótt það best sem ekki var áberandi feitt. En man ekki hvaða merki það var.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Á ekki við. En á bernskuheimili mínu var þetta táknrænn þáttur í undirbúningi jólanna, og um leið ákveðin viðurkenning á skagfirskum uppruna ömmu minnar: að hún þyrfti ekki að vera eins mikill Sunnlendingur og við hin.
Ég miða við árabilið 1955 til 1965 eða svo, þegar ég var sex til sextán ára gamall. Þá átti ég heima í Reykjavík, á þriggja kynslóða heimili. Fjölskyldan var ég, foreldrar mínir og föðurforeldrar (afi dó reyndar þegar ég var tólf ára). Við gerðum ævinlega laufabrauð fyrir jólin. Það var gert tímanlega, einhverjum vikum fyrir jól. Og tók langan tíma svo það hlýtur að hafa verið gert um helgi. Sennilega á sunnudegi, því að á laugardögum unnu pabbi og afi til hádegis. Allt heimilisfólkið vann að laufabrauðsgerðinni. Aðallega þó konurnar: við karlmennirnir gerum lítið annað en skera út. Flest árin, a.m.k. þau fyrri, komu einhverjir að hjálpa til. Einum karlmanni man ég eftir, sem nokkuð lengi var kostgangari hjá ömmu og síðast hjá móður minni: hann kom og skar út laufabrauð með okkur einhver ár. Roskin kona, einhleyp, sem var viðloðandi heimilið (eins konar millistig af kostgangara og húshjálp), var örugglega með fyrstu árin, líklega meira í eldhúsinu að steikja en að hún hafi skorið út. Og einhverjum yngri frænkum man ég eftir líka, a.m.k. einni sem hafði verið í fæði hjá ömmu og var tíður gestur heima, ekki síst þegar hún gat létt undir við einhver verk.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Við tókum aldrei þátt í laufabrauðsgerð annars staðar en heima.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Foreldrar mínir, afi og amma voru öll úr Hrunamannahreppi. Þar var laufabrauðsgerð ekki algeng, og hvorki móðir mín né afi höfðu vanist henni í uppvextinum. Amma mín, prestsdóttir frá Hruna, var hins vegar alin upp við laufabrauðshefð. Móðir hennar (langamma mín) var að vísu fædd í Borgarfirði og alin upp í Reykjavík, en foreldrar hennar voru úr Skagafirði og höfðu lagt rækt við laufabrauðsgerð sem skagfirska hefð. Það hafði langamma haldið í, sem eins konar tákn um sinn skagfirska uppruna, og amma mín sömuleiðis, einnig eftir að hún flutti til Reykjavíkur.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið heima var áþekkt því sem nú fæst í búðum, kringlótt og með laufaskurði. Sérstaklega fyrri árin meðan það var gert einungis úr hvítu hveiti. Síðan lærðist þeim, ömmu og mömmu, að nota dekkra deig (blandað með heilhveiti, held ég, frekar en rúgmjöli) sem var bragðmeira, líka þurrara viðkomu. Í steikingunni var þess gætt að hafa feitina svo heita að ekki þyrfti að steikja nema fáar sekúndur og láta feitina renna vel af um leið og tekið var upp úr. Þannig urðu laufabrauðin ekki eins feit eins og sumt af því laufabrauði sem nú fæst í búðum.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Á ekki við.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, aldrei.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nú er langt síðan ég hef tekið þátt í laufabrauðsgerð. Ég gerði það með foreldrum mínum fram á fullorðinsár, og einhvern tíma líka með tengdaforeldrum, en ekki með öðru fólki og aldrei á eigin heimili. Hins vegar fór ég að kaupa laufabrauð fyrir jólin og hef gert það meira eða minna, Ekki samt viss um að ég geri það í ár.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Á ekki við.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef mjög óljósa hugmynd um þróunina síðustu áratugi. Ég held það hafi verið fyrir 40 til 60 árum sem laufabrauðshefðin hætti að vera bundin við landshluta eða uppruna, heldur varð (líkt og t.d. hnoðmör eða Þorláksmessuskata) að hefð sem landsmenn völdu eða höfnuðu eftir smekk og hentugleikum. Síðan hefur laufabrauðsneysla væntanlega orðið jafnari og almennari, þegar laufabrauð urðu auðfengin í búðum. Og laufabrauðsgerð sennilega færst meira í það horf að vera sameiginleg fyrir fleiri heimili ættingja eða vina. Það sé ég t.d. af þessum spurningalista sem greinilega er mest miðaður við eitthvað slíkt. En það þekki ég ekki af eigin raun.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Á ekki við.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Á ekki við. En þegar ég var krakki var það amma sem stjórnaði laufabrauðsgerðinni. Móðir mín tók svo smám saman við því hlutverki.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Á ekki við.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Á ekki við.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Á ekki við. En á bernskuheimili mínu var það kvennaverk, eins og fyrr segir. Ég var orðinn a.m.k. unglingur, ef ekki fullorðinn, þegar ég fór að létta undir með móður minni með því að fletja út laufabrauð.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Á ekki við. En þegar ég var krakki var skorið út á litlum tréspjöldum með nettum hnífum, vasahnífum eins mörgum og til voru og svo oddhvössum deserthnífum. Laufabrauðsrúlla kom svo á heimilið þegar ég var orðinn stálpaður, og var himnasending fyrir föður minn sem alltaf var skjálfhentur og fór versnandi. Þá gat hann skorið með rúllunni og aðrir, t.d. ég, brotið upp á fyrir hann.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Á ekki við.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Á ekki við. En þegar ég skar út, þá voru það þrjár aðferðir. Aðallega sjálfur laufaskurðurinn, þ.e. röð af skásettum flipum sem brotnir eru hver yfir annan (og vandi að láta festast: það þurfti að sáldra hveiti á hverja köku til að laufin festust ekki við undirlagið, en ekki svo miklu að þau festust ekki þegar þau voru brotin yfir). Þessar raðir reyndi maður að láta mynda eitthvað þekkjanlegt, kannski kerti (sem mjókkuðu þá upp) eða jafnvel jólatré, þar sem bolurinn mjókkaði upp í topp, og greinarnar til beggja hliða voru líka gildastar næst bolnum og bæði styttust og mjókkuðu eftir því sem ofar dró. Önnur aðferð var að afmarka flipa með tveimur samhliða skurðum, losa annan endann, snúa upp á hann (hálfan hring, heilan eða meira eftir lengd) og festa svo aftur. Svona flipar gátu t.d. táknað kerti á greinum jólatrésins. Sú þriðja var að skera bara eina stutta rifu, beina eða sveigða, og bretta upp brúnirnar. Þess háttar göt gátu t.d. sýnt loga ofan á kerti. Svo reyndi maður að setja saman laufaraðir, flipa og göt í eitthvað óvenjulegt. Kannski andlit (þar sem augun voru göt, nefið laufaskurður, munnurinn flipi, en alltaf vesen með útlínurnar og hárið). Eða persónu, eins konar Óla prik.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Á ekki við. En þegar ég var krakki og bar enga ábyrgð, þá reyndi ég að vinna mér inn hrós með því að nostra og vanda mig. Eða glíma við eitthvað frumlegt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Á ekki við. En um tíma, líklega á unglingsárum, vildi ég helst ekki endurtaka mynstur heldur reyna við eitthvað frumlegt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Á ekki við.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég held ég hafi mest tekið föður minn til fyrirmyndar. En allir nærstaddir sögðu mér til, meira eða minna, þegar ég var að byrja að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Á ekki við. En ég fékk að vera með mjög snemma, of ungur til að gera neitt gagn. Man að mín fyrsta tilraun var að skera út engil, skar eftir útlínunum svo að eftir var bara stórt gat.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Á ekki við. En ég man að amma mín, og seinna mamma, steiktu laufabrauðin í þykkum potti (þeim sama og kleinur). Lögðu hverja laufaköku vandlega flata í pottinn og færðu hana svo upp úr með bandprjóni sem stungið var gegnum eitthvert gatið utanlega í skreytingunni.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Á ekki við.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Á ekki við. En þegar ég var krakki, þá var steikt úr tólg. (Löngu seinna heyrði ég talað um að nota pálmafeiti.) Passað að hafa hana svo heita, og fletja deigið svo þunnt, að ekki þyrfti að steikja nema nokkrar sekúndur. Afskurðurinn var hnoðaður upp og flattur meðan hægt var. Svo var hann orðinn of hveitiborinn og þá steiktur síðast. Ég man eftir tólgarskildinum eins og hann var látinn storkna og svo hvolft úr pottinum. Þá hafði sót og sori botnfallið og var skafið af áður en tólgin var endurnýtt við næstu djúpsteikingu (oft kleinur).
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Á ekki við. En eins og ég man eftir laufabrauði var það of stökkt til að nokkur leið væri að pressa það eftir steikingu. Því var haldið yfir pottinum meðan feitin draup af því og svo látið kólna standandi upp á rönd.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Á ekki við. En þegar ég var yngri man ég eftir einhvers konar kistu, fóðraðri með smjörpappír.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Á ekki við.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Á ekki við.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Á ekki við. En í uppvextinum vandist ég því að þetta væri, eins og annað, kvennaverk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Ég vandist því að fallegt og vel heppnað laufabrauð væri geymt til jólanna (þ.e.a.s. til Þorláksmessu: þá mátti fá sér laufabrauð með nýsoðnu hangikjöti), en afskurð og útgangskökur mátti borða nýsteikt og svo af og til fram til jóla. Eftir að ég fór að kaupa laufabrauð í búð, þá gat það verið hvenær sem var í desember. Og í hvers konar jólahlaðborðum (t.d. hangikjötsveislum á vinnustað) er laufabrauð sjálfsagt þó ekki séu komin jól.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég man eftir fullorðna fólkinu borða laufabrauð með kaffi, og þá helst smurt með smjöri. Það þótti mér ekki sérlega gott, en ágætt að smakka það með hangifloti.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Hvaða "okkur"? Ég er hræddur um að ég geti ekki svarað fyrir neinn hóp sem ég deili kökusmekk með.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Á ekki við. En þegar ég var krakki var reynt að láta laufabrauðið duga a.m.k. fram á þrettánda. Ég held að Þorláksmessa, jóladagur, nýársdagur og þrettándi hafi verið hinir sjálfsögðu laufabrauðsdagar. Og svo mátti smakka það eitthvað þess á milli.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Á ekki við. Ég á bernskuheimili mínu held hann hafi mest verið einhvers konar snakk sem mátti grípa í. Það var aldrei mikið af honum af því hann var hnoðaður upp meðan hægt var.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég hef gert það, já, nema kannski núna í ár. Þegar ég hef borið saman sortir hefur mér þótt það best sem ekki var áberandi feitt. En man ekki hvaða merki það var.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Á ekki við. En á bernskuheimili mínu var þetta táknrænn þáttur í undirbúningi jólanna, og um leið ákveðin viðurkenning á skagfirskum uppruna ömmu minnar: að hún þyrfti ekki að vera eins mikill Sunnlendingur og við hin.
Questionnaire
Record type
Giver
Keywords
