Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1954)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-18
Place
Sveitarfélag 1950: Seyðisfjarðarkaupstaður
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, fjölskylda mín bjó til laufabrauð á æskuárum mínum. Fyrst man ég eftir því að mamma og systir hennar bökuðu og flöttu út degið í kökurnar. Síðan lærðum við að skera út í kökurnar með borðhnífum á meðan við vorum lítil, en síðar notuðum við mátulega hnífa og það var viss metnaður að skera fallegt munstur og vanda sig ! Síðar hættu þær systur að baka saman laufabrauðið og við fjölskyldan sáum um okkar laufabrauð. Við systkinin sáum mest um að skera í kökurnar, en pabbi hjálpaði okkur ef hann var heima. Mamma sá alltaf um að steikja kökurnar á meðan við vorum heima. Það var venja að mamma geymdi síðustu utanafskurðina og steikti þá síðast, svo fengum við að borða þá og heitt kakó með þeim. Á meðan á öllu þessu stóð, logaði á kerti/um hjá okkur og jólatónlist hljómaði. Þetta var fyrsta jólatilfinningin sem maður fékk árlega.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man að systir mömmu kom fyrstu árin heim til okkar með dóttur sína sem er aðeins eldri en ég og þær bjuggu til kökurnar saman, en við frænkur skreyttum þær og síðar systkini mín líka og stundum pabbi eins og fyrr getur.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Báðir foreldrar mínir voru vön laufabrauðsgerð, pabbi úr Kelduhverfi (Arnanesi) og mamma úr Öxarfirði, (Bjarmalandi). Þau héldu þessum sið alla sína búskapartíð og ég hef líka haldið þessu alla mína búskapartíð, frá 1974.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já laufabrauðskökurnar voru mjög líkar þeim kökum sem eru vel þekktar hér á landi í dag. Að vísu er líka hægt að fá núna keyptar óbakaðar kökur úr grófu deigi, en þær voru alltaf fínar sem bakaðar voru heima. Skreytingarnar voru svipaðar og eru í dag, þó eldri sonur minn sé hugmyndaríkur og skreytir nokkrar kökur fyrir hver jól með nýjum útgáfum af skreytingum.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég hef steikt laufabrauð árlega, eða alla mína búskapartíð frá 1974. Eini hópurinn sem ég hef búið til laufabrauð með eru félagar mínir í þorrablótsnefndum hér á Seyðisfirði. Þá koma allir saman og hjálpast að við að búa til kökurnar, skreyta þær og steikja og karlmennirnir hafa líka tekið þá í þessu með okkur, bæði að skreyta og steikja.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég hef aldrei tekið mér frí frá árlegri laufabrauðsgerð, enda finnst mér þetta vera upphaf jólahátíðarinnar og vil ekki missa af því !
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, ég hef aldrei verið með sérstakan frátekin dag fyrir laufabrauðsgerðina, það hefur bara farið eftir aðstæðum, hvernig stendur á í vinnu hjá okkur á heimilinu. En undantekningalaust þá höfum við gert þetta um helgar... Laufabrauð hef ég ALDREI gert á öðrum tíma en fyrir jól !
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að laufabrauðsgerð hafi orðið sífellt vinsælli, allavega finn ég það hér á Seyðisfirði, því hér var þessi siður ekki í hverju húsi, þó minn maður hafi vanist því alla tíð, þar sem amma hans var Þingeyingur eins og ég og steikti alltaf laufabrauð og mamma hans líka og hélt því áfram....
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid kemur þessu ekkert við hjá okkur. Við erum mjög fámenn og einangruð hér á Seyðisfirði og þó ferjan Norræna komi vikulega með einhverja farþega, þá stoppa þeir ekkert hér í bænum og enginn hefur enn smitast hér á meðal bæjarbúa og því enginn veikur, sem betur fer. En við erum líka öll passasöm og hlýðum Víði ! Við hjónin og eldri sonur okkar sem býr hér núna, erum búin að steikja laufabrauðið að þessu sinni og það gekk vel eins og alltaf hingað til. Ég tek árlega einhverjar myndir af þessum viðburði og get því valið úr myndum ef þið hafið áhuga á að sjá sýnishorn af þeim ?
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Á æskuárunum voru það mamma og systir hennar sem sáu um að undirbúa daginn og hafa allt klárt, við krakkarnir og pabbi sáum bara um skreytingarnar og áttum alltaf að muna að pikka hverja köku eftir að við kláruðum hverja skreytingu, það mátti aldrei gleyma því :)
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Núorðið kaupi ég útflattar kökur og er þá bæði með fínar og grófar kökur, því smekkurinn er misjafn.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Ég var eingöngu vön hveiti sem aðalefni í degið áður en ég fór að kaupa þær tilbúnar, þá kunni ég að meta þessar grófu og hef haldið mig við þær síðan, þó ég steiki hinar líka.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Í mínu ungdæmi voru það eingöngu konur sem bjuggu til deigið og kökurnar, en karlmenn og börn sáu um að skreyta þær. Enn veit ég ekki annað en að konur sjái að mestu leyti um laufabrauðsgerð, en ég veit þó um karlmenn sem eru snillingar að skera út falleg munstur í kökurnar...
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Eftir að laufabrauðsjárn komu til sögunnar, þá léttist nú róðurinn við skreytingarnar og flýtti mikið fyrir. Mamma keypti járn á meðan ég var unglingur og við notuðum það á meðan ég var heima. Sjálf keypti ég svona járn eftir að ég fór að búa og hef notað það að mestu leyti, þó fyrir komi að við skreytum nokkrar kökur handvirkt eins og áður var venja, sérstaklega sonurinn gerir það ! Við notum yfirleitt stutta oddmjóa hnífa til að fletja munstrið á sinn stað á kökunum og til að pikka þær.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Við erum ekki með nein gömul áhöld og ég man ekki eftir neinu slíku. En eitt áhald notum við alltaf til að pressa kökurnar þegar þær koma beint úr pottinum, það er svokallaður "hlemmur" sem er úr tré (kringlóttur, aðeins breiðari en kökurnar) með hnúð á til að halda á honum og stjórna.... Minn maður sér yfirleitt um að pressa kökurnar um leið og ég er búin að taka þær úr heitri feitinni. Mig minnir að mamma hafi notað slétt pottlok til að pressa kökurnar, en ég sá aldrei um það í æsku...
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Munstrin sem ég sker í kökurnar eru hefðbundin, en nokkuð mörg, sama gildir um mína menn, ef undan er skilið það sem sonur minn finnur uppá að gera nýtt á hverju ári. Engin nöfn höfum við yfir þessi munstur, en við tókum uppá því að gera upphafsstafi alla fjölskyldumeðlima okkar og það hefur gengið vel, enda skiptir engu máli hvaða munstur eru á kökunum ! Við reynum samt að hafa þær jólalegar, með greinum, grenitrjám, kertaljósi, kirkju, jólahús, stjörnur, kross og svo framvegis....
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Útskurðinn er mest vani, en samt alltaf eitthvað nýtt á hverju ári og við reynum alltaf að vanda okkur og hafa þær fallegar, án þess að eyða of miklum tíma í þær...
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er bara skemmtileg árleg athöfn sem við öll viljum halda í heiðri og efalaust hlutlaust að miklu leyti, eins og gamall vani !
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er bara sonur okkar sem finnur alltaf uppá nýjum skreytingum á hverju ári, en hann sker líka út hefðbundin munstur. Við gömlu hjónin eru hefðbundnari við þetta, en gerum samt líka stundum einhverjar tilbreytingar...
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég er nokkuð viss um að það voru mamma og systir hennar sem kenndu okkur krökkunum að skera út í kökurnar. Sjálf kenndi ég mínum börnum og t.d. dóttir mín sem býr í Noregi hefur oft bakað brauð og skorið út með fleiri Íslendingum þar ytra, því þau sakna þessa siðar að heiman...
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já allir geta skorið út, bara ef þeir vilja það, en börn þurfa bitlausa hnífa eða áhöld, svo þau meiði sig ekki, það segir sig sjálft...
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég nota ýmist oddmjóan gaffal eða áhald sem ég veit ekki hvað heitir, en er eins og töng sem maður klemmir utan um kökujaðarinn. Ég sný kökunum alltaf einu sinni í pottinum og passa að hafa hitann mátulegan... Tréhlemminn til að pressa var ég búin að nefna...
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Hlemmurinn er trúlega eina áhaldið sem hefur orðið sjálfsagður hlutur við steikinguna. Man ekki eftir öðru...
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég steiki alltaf uppúr blöndu af tólg og plöntufeiti.... og hef hitann mátulegan, þannig að maður hefur tíma til að snúa kökunum við í feitinni, svo hver kaka fái mátulegan lit. Oftast í gegnum árin hef ég steikt 40-60 kökur. Afskurðinn áður fyrr hnoðaði ég saman og gerði nokkrar kökur í viðbót, en steikti síðustu afskurðina, en í dag er enginn afskurður, þar sem ég kaupi kökurnar hráar, en tilbúnar að öðru leyti.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, eins og ég hef áður sagt hér, þá pressum við allar kökur strax eftir steikingu með tréhlemm, sérstaklega tilbúnum í þetta verkefni.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Kökunum er staflað á fat og settur plastpoki yfir, eða í bauk/plastdall með loki og geymt m.a. í svölu búri.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Það hefur aldrei verið skammtað laufabrauð í kringum mig. Fat með kökum hefur bara verið á borðinu t.d. með jólahangikjötinu og allir mega borða eins og þeir vilja....
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ég hef aldrei pælt í því hve langan tíma þessi athöfn tekur, en hún er ekki orðin löng síðan við fórum að kaupa kökurnar, því þá þarf bara að skreyta þær og steikja. Giska á ca. 3 tíma (?)
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Eins og ég hef áður nefnt hér, þá veit ég bara um konur sem hafa séð um laufabrauðið frá upphafi til enda, aðrir hafa verið til aðstoðar við skreytingar og steikingu, þekki ekki annað !
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það er engin regla á okkar heimili, við borðum yfirleitt 1-2 kökur eftir steikingu, því oft brotnar eitthvað eða dökknar of mikið ef feitin er of heit í byrjun. Svo kemur fyrir að gestir kíki inn og fái að smakka, en annars er það borðað mest með jólamatnum - helst hangikjöti...
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með hangikjöti eða bara eitt og sér, jafnvel sem kaffibrauð, sem við gerum reyndar oft...
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei, það held ég ekki ?
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Laufabrauðskökur úr grófu deigi finnast mér bestar :)
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Kökurnar hjá okkur endast yfirleitt fram yfir þrettándann, en þó ekki alltaf, fer eftir fjölda fólks á heimilinu hverju sinni...
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurður er bara afskurður og hann var alltaf borðaður strax eftir steikingu, svo maður vissi á hverju væri von um jólin, eða þannig :)
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er bara gamall siður sem ég ólst uppvið og kunni vel við og fannst þetta vera upphafið á jólunum.... Allt mitt fólk kann að meta þetta og allir vilja halda þessum sið...
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Úff, í dag finnst mér óþarfi að standa í að búa til laufabrauð frá grunni, því þær kökur sem hægt er að kaupa eru jafn góðar og þær sem maður gerir sjálfur. Mér finnst það tímasparnaður að geta keypt þær, en vil samt geta skreytt þær sjálf og fengið góðu lyktina og tilfinninguna sem maður upplifði sem barn. Mér finnst ekkert neikvætt við það !
Já, fjölskylda mín bjó til laufabrauð á æskuárum mínum. Fyrst man ég eftir því að mamma og systir hennar bökuðu og flöttu út degið í kökurnar. Síðan lærðum við að skera út í kökurnar með borðhnífum á meðan við vorum lítil, en síðar notuðum við mátulega hnífa og það var viss metnaður að skera fallegt munstur og vanda sig ! Síðar hættu þær systur að baka saman laufabrauðið og við fjölskyldan sáum um okkar laufabrauð. Við systkinin sáum mest um að skera í kökurnar, en pabbi hjálpaði okkur ef hann var heima. Mamma sá alltaf um að steikja kökurnar á meðan við vorum heima. Það var venja að mamma geymdi síðustu utanafskurðina og steikti þá síðast, svo fengum við að borða þá og heitt kakó með þeim. Á meðan á öllu þessu stóð, logaði á kerti/um hjá okkur og jólatónlist hljómaði. Þetta var fyrsta jólatilfinningin sem maður fékk árlega.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man að systir mömmu kom fyrstu árin heim til okkar með dóttur sína sem er aðeins eldri en ég og þær bjuggu til kökurnar saman, en við frænkur skreyttum þær og síðar systkini mín líka og stundum pabbi eins og fyrr getur.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Báðir foreldrar mínir voru vön laufabrauðsgerð, pabbi úr Kelduhverfi (Arnanesi) og mamma úr Öxarfirði, (Bjarmalandi). Þau héldu þessum sið alla sína búskapartíð og ég hef líka haldið þessu alla mína búskapartíð, frá 1974.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já laufabrauðskökurnar voru mjög líkar þeim kökum sem eru vel þekktar hér á landi í dag. Að vísu er líka hægt að fá núna keyptar óbakaðar kökur úr grófu deigi, en þær voru alltaf fínar sem bakaðar voru heima. Skreytingarnar voru svipaðar og eru í dag, þó eldri sonur minn sé hugmyndaríkur og skreytir nokkrar kökur fyrir hver jól með nýjum útgáfum af skreytingum.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég hef steikt laufabrauð árlega, eða alla mína búskapartíð frá 1974. Eini hópurinn sem ég hef búið til laufabrauð með eru félagar mínir í þorrablótsnefndum hér á Seyðisfirði. Þá koma allir saman og hjálpast að við að búa til kökurnar, skreyta þær og steikja og karlmennirnir hafa líka tekið þá í þessu með okkur, bæði að skreyta og steikja.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég hef aldrei tekið mér frí frá árlegri laufabrauðsgerð, enda finnst mér þetta vera upphaf jólahátíðarinnar og vil ekki missa af því !
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, ég hef aldrei verið með sérstakan frátekin dag fyrir laufabrauðsgerðina, það hefur bara farið eftir aðstæðum, hvernig stendur á í vinnu hjá okkur á heimilinu. En undantekningalaust þá höfum við gert þetta um helgar... Laufabrauð hef ég ALDREI gert á öðrum tíma en fyrir jól !
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að laufabrauðsgerð hafi orðið sífellt vinsælli, allavega finn ég það hér á Seyðisfirði, því hér var þessi siður ekki í hverju húsi, þó minn maður hafi vanist því alla tíð, þar sem amma hans var Þingeyingur eins og ég og steikti alltaf laufabrauð og mamma hans líka og hélt því áfram....
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid kemur þessu ekkert við hjá okkur. Við erum mjög fámenn og einangruð hér á Seyðisfirði og þó ferjan Norræna komi vikulega með einhverja farþega, þá stoppa þeir ekkert hér í bænum og enginn hefur enn smitast hér á meðal bæjarbúa og því enginn veikur, sem betur fer. En við erum líka öll passasöm og hlýðum Víði ! Við hjónin og eldri sonur okkar sem býr hér núna, erum búin að steikja laufabrauðið að þessu sinni og það gekk vel eins og alltaf hingað til. Ég tek árlega einhverjar myndir af þessum viðburði og get því valið úr myndum ef þið hafið áhuga á að sjá sýnishorn af þeim ?
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Á æskuárunum voru það mamma og systir hennar sem sáu um að undirbúa daginn og hafa allt klárt, við krakkarnir og pabbi sáum bara um skreytingarnar og áttum alltaf að muna að pikka hverja köku eftir að við kláruðum hverja skreytingu, það mátti aldrei gleyma því :)
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Núorðið kaupi ég útflattar kökur og er þá bæði með fínar og grófar kökur, því smekkurinn er misjafn.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Ég var eingöngu vön hveiti sem aðalefni í degið áður en ég fór að kaupa þær tilbúnar, þá kunni ég að meta þessar grófu og hef haldið mig við þær síðan, þó ég steiki hinar líka.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Í mínu ungdæmi voru það eingöngu konur sem bjuggu til deigið og kökurnar, en karlmenn og börn sáu um að skreyta þær. Enn veit ég ekki annað en að konur sjái að mestu leyti um laufabrauðsgerð, en ég veit þó um karlmenn sem eru snillingar að skera út falleg munstur í kökurnar...
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Eftir að laufabrauðsjárn komu til sögunnar, þá léttist nú róðurinn við skreytingarnar og flýtti mikið fyrir. Mamma keypti járn á meðan ég var unglingur og við notuðum það á meðan ég var heima. Sjálf keypti ég svona járn eftir að ég fór að búa og hef notað það að mestu leyti, þó fyrir komi að við skreytum nokkrar kökur handvirkt eins og áður var venja, sérstaklega sonurinn gerir það ! Við notum yfirleitt stutta oddmjóa hnífa til að fletja munstrið á sinn stað á kökunum og til að pikka þær.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Við erum ekki með nein gömul áhöld og ég man ekki eftir neinu slíku. En eitt áhald notum við alltaf til að pressa kökurnar þegar þær koma beint úr pottinum, það er svokallaður "hlemmur" sem er úr tré (kringlóttur, aðeins breiðari en kökurnar) með hnúð á til að halda á honum og stjórna.... Minn maður sér yfirleitt um að pressa kökurnar um leið og ég er búin að taka þær úr heitri feitinni. Mig minnir að mamma hafi notað slétt pottlok til að pressa kökurnar, en ég sá aldrei um það í æsku...
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Munstrin sem ég sker í kökurnar eru hefðbundin, en nokkuð mörg, sama gildir um mína menn, ef undan er skilið það sem sonur minn finnur uppá að gera nýtt á hverju ári. Engin nöfn höfum við yfir þessi munstur, en við tókum uppá því að gera upphafsstafi alla fjölskyldumeðlima okkar og það hefur gengið vel, enda skiptir engu máli hvaða munstur eru á kökunum ! Við reynum samt að hafa þær jólalegar, með greinum, grenitrjám, kertaljósi, kirkju, jólahús, stjörnur, kross og svo framvegis....
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Útskurðinn er mest vani, en samt alltaf eitthvað nýtt á hverju ári og við reynum alltaf að vanda okkur og hafa þær fallegar, án þess að eyða of miklum tíma í þær...
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er bara skemmtileg árleg athöfn sem við öll viljum halda í heiðri og efalaust hlutlaust að miklu leyti, eins og gamall vani !
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er bara sonur okkar sem finnur alltaf uppá nýjum skreytingum á hverju ári, en hann sker líka út hefðbundin munstur. Við gömlu hjónin eru hefðbundnari við þetta, en gerum samt líka stundum einhverjar tilbreytingar...
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég er nokkuð viss um að það voru mamma og systir hennar sem kenndu okkur krökkunum að skera út í kökurnar. Sjálf kenndi ég mínum börnum og t.d. dóttir mín sem býr í Noregi hefur oft bakað brauð og skorið út með fleiri Íslendingum þar ytra, því þau sakna þessa siðar að heiman...
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já allir geta skorið út, bara ef þeir vilja það, en börn þurfa bitlausa hnífa eða áhöld, svo þau meiði sig ekki, það segir sig sjálft...
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég nota ýmist oddmjóan gaffal eða áhald sem ég veit ekki hvað heitir, en er eins og töng sem maður klemmir utan um kökujaðarinn. Ég sný kökunum alltaf einu sinni í pottinum og passa að hafa hitann mátulegan... Tréhlemminn til að pressa var ég búin að nefna...
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Hlemmurinn er trúlega eina áhaldið sem hefur orðið sjálfsagður hlutur við steikinguna. Man ekki eftir öðru...
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég steiki alltaf uppúr blöndu af tólg og plöntufeiti.... og hef hitann mátulegan, þannig að maður hefur tíma til að snúa kökunum við í feitinni, svo hver kaka fái mátulegan lit. Oftast í gegnum árin hef ég steikt 40-60 kökur. Afskurðinn áður fyrr hnoðaði ég saman og gerði nokkrar kökur í viðbót, en steikti síðustu afskurðina, en í dag er enginn afskurður, þar sem ég kaupi kökurnar hráar, en tilbúnar að öðru leyti.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, eins og ég hef áður sagt hér, þá pressum við allar kökur strax eftir steikingu með tréhlemm, sérstaklega tilbúnum í þetta verkefni.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Kökunum er staflað á fat og settur plastpoki yfir, eða í bauk/plastdall með loki og geymt m.a. í svölu búri.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Það hefur aldrei verið skammtað laufabrauð í kringum mig. Fat með kökum hefur bara verið á borðinu t.d. með jólahangikjötinu og allir mega borða eins og þeir vilja....
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ég hef aldrei pælt í því hve langan tíma þessi athöfn tekur, en hún er ekki orðin löng síðan við fórum að kaupa kökurnar, því þá þarf bara að skreyta þær og steikja. Giska á ca. 3 tíma (?)
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Eins og ég hef áður nefnt hér, þá veit ég bara um konur sem hafa séð um laufabrauðið frá upphafi til enda, aðrir hafa verið til aðstoðar við skreytingar og steikingu, þekki ekki annað !
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það er engin regla á okkar heimili, við borðum yfirleitt 1-2 kökur eftir steikingu, því oft brotnar eitthvað eða dökknar of mikið ef feitin er of heit í byrjun. Svo kemur fyrir að gestir kíki inn og fái að smakka, en annars er það borðað mest með jólamatnum - helst hangikjöti...
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með hangikjöti eða bara eitt og sér, jafnvel sem kaffibrauð, sem við gerum reyndar oft...
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei, það held ég ekki ?
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Laufabrauðskökur úr grófu deigi finnast mér bestar :)
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Kökurnar hjá okkur endast yfirleitt fram yfir þrettándann, en þó ekki alltaf, fer eftir fjölda fólks á heimilinu hverju sinni...
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurður er bara afskurður og hann var alltaf borðaður strax eftir steikingu, svo maður vissi á hverju væri von um jólin, eða þannig :)
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er bara gamall siður sem ég ólst uppvið og kunni vel við og fannst þetta vera upphafið á jólunum.... Allt mitt fólk kann að meta þetta og allir vilja halda þessum sið...
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Úff, í dag finnst mér óþarfi að standa í að búa til laufabrauð frá grunni, því þær kökur sem hægt er að kaupa eru jafn góðar og þær sem maður gerir sjálfur. Mér finnst það tímasparnaður að geta keypt þær, en vil samt geta skreytt þær sjálf og fengið góðu lyktina og tilfinninguna sem maður upplifði sem barn. Mér finnst ekkert neikvætt við það !
Questionnaire
Record type
Giver
Keywords
