Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (1954)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-15
Place
Núverandi sveitarfélag: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Þekkti ekki til laufabrauðs á æskuheimili mínu. Hinsvegar smakkaði ég laufabrauð í fyrsta sinn ca 11-12 ára gömul, á öðru heimili í Hafnarfirði, nýsteikt. Var með vinkonu minni að passa hjá fjölskyldu ættaðri að norðan, það vill svo til að myndin sem fylgir spurningaskránni er af kennara mínum í barnaskóla: Kristínu Hólmfríði Tryggvadóttur, vorum beðnar af henni um að passa hjá bróður hennar, og þar hafði fólkið verið að steikja laufabrauð, og steiktan afskurðinn máttum við vinkona mín ganga í eins og við vildum, laufabrauðið var ekki uppi við, svo við sáum það ekki.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Foreldrar mínir - móðir ættuð úr Hafnarfirði og faðir ættaður af Eyrarbakka, höfðu ekki alist upp við laufabrauðsgerð.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Sá aldrei neitt laufabrauð sem krakki, bara á myndum og svo fyrrnefndan afskurð !
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Mér var boðið til systur tengdamömmu að skera út, þegar ég var komin vel yfir þrítugt, hún, tengdamamma og vinkona þeirra vildu koma á svona hefð, líklega var það þegar hægt var orðið að kaupa tilbúnar kökur til steikingar, ég man ekki eftir að þær hefðu talað um að gera deigið og fletja út.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, ekki reglulega, Tengdamamma og systir hennar hættu þessu þegar þær voru orðnar það gamlar að þær réðu ekki við þetta lengur og enginn tók við keflinu, Ég hef í örfá skipti gert sjálf (úr keyptum hráum kökum), og haft félagsskap við að skera út, en hef sjaldan hangikjöt á jólunum svo kökurnar hafa átt það til að gleymast í geymslunni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei, hef ekki komið að laufabrauðsgerð undanfarin ár - hef ekki sérstakan áhuga á að standa í því.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Veit ekki um neinn sem gerir laufabrauð á öðrum tíma en í desember. Tengdó og co voru yfirleitt einhvern sunnudaginn í desember, fyrir 15. des. (þann dag á tengdamamma afmæli og þá var hún búin að baka allar smákökurnar (ca 5 sortir) og laufabrauðið líka)
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég geri mér ekki grein fyrir því, hvað er í gangi hjá öðrum.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Nei.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég á sjálf tvö skurðarjárn, sem mér finnst bíta illa, svo ég skar alltaf út með litlum hníf. Tengdó og systir hennar sérstaklega, sá um að kaupa kökurnar og feitina, hafa bretti og hnífa og þau járn sem þær áttu sjálfar, tiltæk þegar þær höfðu kallað til ,,skurðar-aðstoðarmennina".
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Einu sinni, þegar ég var unglingur, vildi ég prófa að gera laufabrauðsdeig, og mamma lét það eftir mér, man ekki hvernig kökurnar komu út, en man að ég braut handfangið á kökukeflinu við að fletja út kökurnar. Þetta reyndi ég ekki aftur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti ?
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Keyptar kökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skurðarjárn á ég, og margir hrifnir af að nota þau, þau tvö sem ég á, bíta ekki vel, svo ég sker eða skar út með litlum hníf. Svo þarf helst að eiga flatan hlemm til að pressa nýsteikta kökuna niður, góðan pott til að steikja í, steikja helst þar sem gott er að lofta út, Systir tengdó hafði rafmagnshellu í bílskúrnum sínum og þar var steikt. Svo þarf skurðarbretti - ekki annað, þ.e.a.s. ef kökunarnar eru keyptar tilbúnar.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Þekki ekki.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Bara eitthvað einfalt, þetta þarf að ganga frekar hratt þegar margir skera út og einn er að steikja jafnóðum. Einn og einn í hópnum getur leyft sér að dunda við eitthvað sérstakt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég veit ekkert hvað þessi mynstur heita, nokkur eru t.d. prentuð á kassana sem hægt er að kaupa hjá Ömmubakstri og maður hermdi bara eftir þeim enda ekki alin upp við laufabrauðsgerð.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
bara það sama og aðrir, mynstrin á kökukassanum eru góðar fyrirmyndir.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Finnst eins og ég hafi bara lært þetta af sjálfri mér ... en það er líklega ekki rétt. Hef kennt dætrum mínum og barnabörnum, sem líka eru stúlkur, að skera og fletta, þær komu með þegar okkur var boðið til föðursystur þeirra.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir geta skorið út, líka börn, byrja á að fá skorna köku og fletta laufunum, og taka svo næsta skref, mjög duglega. Í laufabrauðsgerðar-boðunum sem ég tók þátt í, þá var ca. 8 manna kjarni sem sat við, og svo litu aðrir gestir inn, skáru nokkrar kökur, fengu kaffi og smákökur og fóru svo fljótlega aftur.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Það þarf góðan pott, víðan að ofan, rafmagnshellu, potthlemm, helst sléttan að neðan, eða trébretti með handfangi (eins og hlemmur í laginu), gott að hafa líka eldhúspappír til að hafa á milli hlemmsins og kökunnar þegar hún er pressuð niður, og tvo góða gaffla til að snúa kökunni við í feitinni á meðan verið er að steikja.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Þennan búnað sem ég nefni að ofan er sá sem ég tók eftir að konurnar notuðu, Ég hef steikt í örfá skipti heima hjá mér, þá í eldhúsinu, hef ekki steikingaraðstöðu í bílskúr ! og hef þetta svipað.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikt uppúr harðri feiti, palmín, eða laufabrauðsfeiti (tólg ?) sem er á boðstólum í búðunum um svipað leiti og tilbúnu laufabrauðskökurnar. fyrir litla fjölskyldu er einn til tveir kassar ca 20 kökum hæfilegur skammtur. Náttúrlega enginn afskurður ef keyptar eru tilbúnar kökur, En ef maður væri að fletja út sjálfur, myndi maður þá ekki reyna að fletja kökuna út það fallega að ekki þyrfti að skera hana út - en ef ekki, þá myndi maður auðvitað steikja afskurðinn.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, það þarf að pressa kökuna til að fá hana nokkuð slétta, þannig fer minna fyrir þeim - þær eru fallegri pressaðar og auðveldara að smyrja. Ópressaðar kökur myndi ég ekki gera.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Góður blikkdúnkur, hringlaga, smjörpappír í botninn - og jafnvel hliðarnar, og svo hver kaka ofan á annarri, lokið á og geymt í kaldri geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Eru einhverjar reglur ? þegar margir eru saman við þessa vinnu, þá er steiktum kökum úthlutað eftir fjölskyldustærð. Veit ekki hvernig aðrir hafa það, kannski er úthlutað í hlutfalli við hráefnið sem hver og einn lagði fram ?
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Laufabrauðsboðin sem ég tók þátt í, voru frá ca kl. 12 á hádegi fram til 17 eða 18. sama dag.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tengdamanna steikti, hún bar það við að hún væri ekki nógu flink að skera. Systir hennar gekk frá og staflaði upp og skammtaði ,,þátttakendum" þegar öllu var lokið, Engin kynjaskipting, þannig, nema þær systurnar skipulögðu allt, og sáum um hráefniskaup, en konur og karlar og börn tóku þátt í að skera út. Eiginlega mjög skemmtilegur dagur.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Nýsteikt er best.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Bara gott með öllu mögulegu, smjöri og hangikjöti fyrst og fremst, eða bara með smjöri, borða eins og snakk.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei, veit ekki um neitt sérstakt.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ég hef ekki mikinn samanburð, tilbúnar, steiktar kökur finnst mér ekki góðar. en tilbúnar hráar kökur sem maður steikir sjálfur eru fínar, þ.e.a.s. eftir að búið er að steikja þær.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Endist alltof lengi, þess vegna er ég eiginlega alveg hætt þessu, Ef afgangurinn finnst um páska eða næstu jól, þá er þeim hent.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Þekki ekki neinar siðvenjur um það.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Bara í búðum, þekki bara frá tveimur framleiðendum: ömmubakstur og Kristjáns bakaríi - hvortveggja fínt.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Það var að taka þátt í félagsskap, góðar til átu, en mega alveg missa sín. Hefur ekki sérstaka þýðingu fyrir mér.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég kom inná mínar minningar, strax í byrjun spurningalistans, það var þegar ég smakkaði fyrst laufabrauð - þ.e.a.s. nýsteiktan afskurð, og þegar ég reyndi sjálf að búa til kökudeigið sem unglingur, og svo ekki fyrr en ég var komin yfir þrítugt þegar byrjað var að bjóða mér í ,,laufabrauðsdag" og ég eignaðist útskurðarjárn og kökurnar fengust tilbúnar í búðunum.
Nei.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Þekkti ekki til laufabrauðs á æskuheimili mínu. Hinsvegar smakkaði ég laufabrauð í fyrsta sinn ca 11-12 ára gömul, á öðru heimili í Hafnarfirði, nýsteikt. Var með vinkonu minni að passa hjá fjölskyldu ættaðri að norðan, það vill svo til að myndin sem fylgir spurningaskránni er af kennara mínum í barnaskóla: Kristínu Hólmfríði Tryggvadóttur, vorum beðnar af henni um að passa hjá bróður hennar, og þar hafði fólkið verið að steikja laufabrauð, og steiktan afskurðinn máttum við vinkona mín ganga í eins og við vildum, laufabrauðið var ekki uppi við, svo við sáum það ekki.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Foreldrar mínir - móðir ættuð úr Hafnarfirði og faðir ættaður af Eyrarbakka, höfðu ekki alist upp við laufabrauðsgerð.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Sá aldrei neitt laufabrauð sem krakki, bara á myndum og svo fyrrnefndan afskurð !
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Mér var boðið til systur tengdamömmu að skera út, þegar ég var komin vel yfir þrítugt, hún, tengdamamma og vinkona þeirra vildu koma á svona hefð, líklega var það þegar hægt var orðið að kaupa tilbúnar kökur til steikingar, ég man ekki eftir að þær hefðu talað um að gera deigið og fletja út.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, ekki reglulega, Tengdamamma og systir hennar hættu þessu þegar þær voru orðnar það gamlar að þær réðu ekki við þetta lengur og enginn tók við keflinu, Ég hef í örfá skipti gert sjálf (úr keyptum hráum kökum), og haft félagsskap við að skera út, en hef sjaldan hangikjöt á jólunum svo kökurnar hafa átt það til að gleymast í geymslunni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei, hef ekki komið að laufabrauðsgerð undanfarin ár - hef ekki sérstakan áhuga á að standa í því.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Veit ekki um neinn sem gerir laufabrauð á öðrum tíma en í desember. Tengdó og co voru yfirleitt einhvern sunnudaginn í desember, fyrir 15. des. (þann dag á tengdamamma afmæli og þá var hún búin að baka allar smákökurnar (ca 5 sortir) og laufabrauðið líka)
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég geri mér ekki grein fyrir því, hvað er í gangi hjá öðrum.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Nei.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég á sjálf tvö skurðarjárn, sem mér finnst bíta illa, svo ég skar alltaf út með litlum hníf. Tengdó og systir hennar sérstaklega, sá um að kaupa kökurnar og feitina, hafa bretti og hnífa og þau járn sem þær áttu sjálfar, tiltæk þegar þær höfðu kallað til ,,skurðar-aðstoðarmennina".
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Einu sinni, þegar ég var unglingur, vildi ég prófa að gera laufabrauðsdeig, og mamma lét það eftir mér, man ekki hvernig kökurnar komu út, en man að ég braut handfangið á kökukeflinu við að fletja út kökurnar. Þetta reyndi ég ekki aftur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti ?
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Keyptar kökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skurðarjárn á ég, og margir hrifnir af að nota þau, þau tvö sem ég á, bíta ekki vel, svo ég sker eða skar út með litlum hníf. Svo þarf helst að eiga flatan hlemm til að pressa nýsteikta kökuna niður, góðan pott til að steikja í, steikja helst þar sem gott er að lofta út, Systir tengdó hafði rafmagnshellu í bílskúrnum sínum og þar var steikt. Svo þarf skurðarbretti - ekki annað, þ.e.a.s. ef kökunarnar eru keyptar tilbúnar.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Þekki ekki.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Bara eitthvað einfalt, þetta þarf að ganga frekar hratt þegar margir skera út og einn er að steikja jafnóðum. Einn og einn í hópnum getur leyft sér að dunda við eitthvað sérstakt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég veit ekkert hvað þessi mynstur heita, nokkur eru t.d. prentuð á kassana sem hægt er að kaupa hjá Ömmubakstri og maður hermdi bara eftir þeim enda ekki alin upp við laufabrauðsgerð.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
bara það sama og aðrir, mynstrin á kökukassanum eru góðar fyrirmyndir.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Finnst eins og ég hafi bara lært þetta af sjálfri mér ... en það er líklega ekki rétt. Hef kennt dætrum mínum og barnabörnum, sem líka eru stúlkur, að skera og fletta, þær komu með þegar okkur var boðið til föðursystur þeirra.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir geta skorið út, líka börn, byrja á að fá skorna köku og fletta laufunum, og taka svo næsta skref, mjög duglega. Í laufabrauðsgerðar-boðunum sem ég tók þátt í, þá var ca. 8 manna kjarni sem sat við, og svo litu aðrir gestir inn, skáru nokkrar kökur, fengu kaffi og smákökur og fóru svo fljótlega aftur.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Það þarf góðan pott, víðan að ofan, rafmagnshellu, potthlemm, helst sléttan að neðan, eða trébretti með handfangi (eins og hlemmur í laginu), gott að hafa líka eldhúspappír til að hafa á milli hlemmsins og kökunnar þegar hún er pressuð niður, og tvo góða gaffla til að snúa kökunni við í feitinni á meðan verið er að steikja.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Þennan búnað sem ég nefni að ofan er sá sem ég tók eftir að konurnar notuðu, Ég hef steikt í örfá skipti heima hjá mér, þá í eldhúsinu, hef ekki steikingaraðstöðu í bílskúr ! og hef þetta svipað.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikt uppúr harðri feiti, palmín, eða laufabrauðsfeiti (tólg ?) sem er á boðstólum í búðunum um svipað leiti og tilbúnu laufabrauðskökurnar. fyrir litla fjölskyldu er einn til tveir kassar ca 20 kökum hæfilegur skammtur. Náttúrlega enginn afskurður ef keyptar eru tilbúnar kökur, En ef maður væri að fletja út sjálfur, myndi maður þá ekki reyna að fletja kökuna út það fallega að ekki þyrfti að skera hana út - en ef ekki, þá myndi maður auðvitað steikja afskurðinn.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, það þarf að pressa kökuna til að fá hana nokkuð slétta, þannig fer minna fyrir þeim - þær eru fallegri pressaðar og auðveldara að smyrja. Ópressaðar kökur myndi ég ekki gera.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Góður blikkdúnkur, hringlaga, smjörpappír í botninn - og jafnvel hliðarnar, og svo hver kaka ofan á annarri, lokið á og geymt í kaldri geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Eru einhverjar reglur ? þegar margir eru saman við þessa vinnu, þá er steiktum kökum úthlutað eftir fjölskyldustærð. Veit ekki hvernig aðrir hafa það, kannski er úthlutað í hlutfalli við hráefnið sem hver og einn lagði fram ?
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Laufabrauðsboðin sem ég tók þátt í, voru frá ca kl. 12 á hádegi fram til 17 eða 18. sama dag.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tengdamanna steikti, hún bar það við að hún væri ekki nógu flink að skera. Systir hennar gekk frá og staflaði upp og skammtaði ,,þátttakendum" þegar öllu var lokið, Engin kynjaskipting, þannig, nema þær systurnar skipulögðu allt, og sáum um hráefniskaup, en konur og karlar og börn tóku þátt í að skera út. Eiginlega mjög skemmtilegur dagur.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Nýsteikt er best.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Bara gott með öllu mögulegu, smjöri og hangikjöti fyrst og fremst, eða bara með smjöri, borða eins og snakk.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei, veit ekki um neitt sérstakt.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ég hef ekki mikinn samanburð, tilbúnar, steiktar kökur finnst mér ekki góðar. en tilbúnar hráar kökur sem maður steikir sjálfur eru fínar, þ.e.a.s. eftir að búið er að steikja þær.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Endist alltof lengi, þess vegna er ég eiginlega alveg hætt þessu, Ef afgangurinn finnst um páska eða næstu jól, þá er þeim hent.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Þekki ekki neinar siðvenjur um það.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Bara í búðum, þekki bara frá tveimur framleiðendum: ömmubakstur og Kristjáns bakaríi - hvortveggja fínt.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Það var að taka þátt í félagsskap, góðar til átu, en mega alveg missa sín. Hefur ekki sérstaka þýðingu fyrir mér.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég kom inná mínar minningar, strax í byrjun spurningalistans, það var þegar ég smakkaði fyrst laufabrauð - þ.e.a.s. nýsteiktan afskurð, og þegar ég reyndi sjálf að búa til kökudeigið sem unglingur, og svo ekki fyrr en ég var komin yfir þrítugt þegar byrjað var að bjóða mér í ,,laufabrauðsdag" og ég eignaðist útskurðarjárn og kökurnar fengust tilbúnar í búðunum.
Questionnaire
Record type
Keywords
