Main information
Gender / Year of Submittee
Kona (Age not defined)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-9
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Það var engin hefð fyrir laufabrauði á mínu æskuheimili: þar voru dálítið danskar hefðir. Afi var að vestan og hafði kynnst færeyskri ömmu minni í Kaupmannahöfn. Mamma mín gerði laufabrauð nokkrum sinnum eftir að ég varð unglingur/ung kona og bjó enn hjá henni því hún hafði kynnst manni úr Þingeyjarsýslu. Þá voru laufabrauðin gerð frá grunni. Ekki aðkeypt deig.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð var iðkuð í nokkur ár í tengdafjölskyldunni, sennilega upp úr 1990. Þetta var ,,áunnin“ hefð, og bara tekið upp á henni til að öll systkini mannsins míns gætu hist fyrir jólin og gert eitthvað saman. Þetta lagðist svo af aftur þegar börnin í fjölskyldunni voru orðin eldri og nenntu ekki lengur svona stússi.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, geri ekki lengur laufabrauð.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég á vini sem gera enn laufabrauð og mikið af því. Mín tilfinning er að fólk sem hefur vanist þessu geri þetta áfram.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Ég kaupi alltaf laufabrauð fyrir jólin og finnst það ómissandi. Byrja sennilega að borða það upp úr miðjum desember.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Borða það eiginlega með öllu um jólin. En langbest finnst mér það með smjöri og volgu hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég á vinkonu sem borðar laufabrauð með sýrópi sem ég hélt að væri óhefðbundið. Það er mjög gott.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég held ég hafi bara keypt sitt á hvað af því sem selt er í kjörbúðum og geri ekki greinarmun á. Eg ætla þó að prófa nýja tegund þessi jólin (Matarbúðin Nándin í Hafnarfirði) því ég tel að hún sé hugsanlega nærri þeim heimagerðu í gæðum.
Það var engin hefð fyrir laufabrauði á mínu æskuheimili: þar voru dálítið danskar hefðir. Afi var að vestan og hafði kynnst færeyskri ömmu minni í Kaupmannahöfn. Mamma mín gerði laufabrauð nokkrum sinnum eftir að ég varð unglingur/ung kona og bjó enn hjá henni því hún hafði kynnst manni úr Þingeyjarsýslu. Þá voru laufabrauðin gerð frá grunni. Ekki aðkeypt deig.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð var iðkuð í nokkur ár í tengdafjölskyldunni, sennilega upp úr 1990. Þetta var ,,áunnin“ hefð, og bara tekið upp á henni til að öll systkini mannsins míns gætu hist fyrir jólin og gert eitthvað saman. Þetta lagðist svo af aftur þegar börnin í fjölskyldunni voru orðin eldri og nenntu ekki lengur svona stússi.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, geri ekki lengur laufabrauð.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég á vini sem gera enn laufabrauð og mikið af því. Mín tilfinning er að fólk sem hefur vanist þessu geri þetta áfram.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Ég kaupi alltaf laufabrauð fyrir jólin og finnst það ómissandi. Byrja sennilega að borða það upp úr miðjum desember.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Borða það eiginlega með öllu um jólin. En langbest finnst mér það með smjöri og volgu hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég á vinkonu sem borðar laufabrauð með sýrópi sem ég hélt að væri óhefðbundið. Það er mjög gott.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég held ég hafi bara keypt sitt á hvað af því sem selt er í kjörbúðum og geri ekki greinarmun á. Eg ætla þó að prófa nýja tegund þessi jólin (Matarbúðin Nándin í Hafnarfirði) því ég tel að hún sé hugsanlega nærri þeim heimagerðu í gæðum.
Questionnaire
Record type
Keywords
