Laufabrauð

04.12.2020
In preservation at
National Museum of Iceland

Main information

Gender / Year of Submittee
Kona (1981)
Dating
Day sent: 04.12.2020
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2020-3-2
Place
Núverandi sveitarfélag: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður
Questions / Answers
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Því miður ekki. Ólst upp í sértrúarsöfnuði og við héldum ekki jól. Áhugi minn á laufabrauði kviknaði þegar ég var 10 ára.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Sem ung kona tók ég þátt í laufabrauðsgerð með fjölskyldu vinkonu minnar. Það var í Keflavík og afar, ömmur, frænkur og krakkar tóku þátt.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þar sem foreldrar mínir höfðu sérstakar trúarskoðanir á þetta ekki við. En þar sem ég sjálf (veit að ekki er verið að spyrja um mig en kannski gagnast þetta þó) sá, smakkaði og heyrði um laufabrauð var í þéttbýli í Garðabæ.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Æjæj, nú hef ég því miður ekki samanburðinn. En þó fannst mér brauðið sem ég smakkaði í kringum 1990 hafa verið harðara og stökkara en það sem ég hef fengið á fullorðinsárum.

Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Þetta kom frá fjölskyldu vinkonu minnar. Fólkið hennar er bæði úr Keflavík og af Snæfellsnesi. Þetta var árið 2005.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ekki oft en ég bý það þá til með fjölskyldu vinkonu minnar (þ.m.t. henni).

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Þetta hefur verið stopult. Kannski út af fyrirhöfninni en þó ekki. Það er svo góð stemmning að það er synd að sleppa þessu.

Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, þetta hefur bara verið í desember, á laugardögum fyrrihluta dags. Um hádegi.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Áhuginn sýnist mér hafa farið vaxandi. Sérstaklega á meðal ferðamanna. Listsköpun sem byggir á mynstri í laufabrauðsskurði hefur að mínu mati vakið jákvæð viðbrögð. Eins og laufabrauðið veki með manni þjóðarstolt. Svo hefur laufabrauðið (mynstrið) ratað á frímerki sem er mjög gott.

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ég held að það verði ekkert úr laufabrauðsgerð þetta árið, því miður.

Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Það eru ömmurnar. Eldri konurnar passa upp á allt, enda sérfræðingarnir sem kenna komandi kynslóðum hefðina og trixin.

Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við höfum búið deigið til sjálf en það væri eflaust í lagi að kaupa útflattar kökur einhvern tíma.

Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Veit það ekki...

Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Það eru konurnar sem sjá um þetta allt.
Questionnaire
Giver
Keywords
Keyword: Laufabrauð
Keyword:
Laufabrauðsgerð