Brjóstnæla

1941 - 1942
In preservation at
Bustarfell Museum
Brjóstnæla úr silfri. Á framhlið er burstabær í forgrunni og eldgos í bakgrunni. Undir myndinni stendur "HEKLA". Á bakhlið nælunnar er eftirfarandi grafið í hana: "G.J. Verðl. frá Bf. Isl." Næluna átti Guðbjörg Jónsdóttir, sem var síðast til heimilis að Bustarfelli og lést árið 1943 í sjúkraskýlinu á Garði, Vopnafirði. Hún hafði alltaf verið annarra hjú og þegar hún kom í Bustarfell 1941-42 sótti Methúsalem Methúsalemsson um vinnuhjúaverðlaun fyrir hana til Búnaðarfélags Íslands og fékk Guðbjörg þá næluna. Henni þótti mjög vænt um hana og var nælan ekki sett á uppboð eftir andlát hennar heldur keypti Methúsalem hana utan uppboðs og geymdi, eins og gamla konan hafði óskað eftir.

Main information

Dating
1941 - 1942
Object-related numbers
"Museumnumber b": 1990-10
Place
Staður: Bustarfell I, Burstarfell, 690-Vopnafirði, Vopnafjarðarhreppur
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Brjóstnæla

Place of origin

65°36'54.3"N 15°5'56.0"W