Photo: Byggðasafn Skagfirðinga
Photo: Byggðasafn Skagfirðinga
Photo: Byggðasafn Skagfirðinga
Photo: Byggðasafn Skagfirðinga

Húsgagnasmíði

1860
Skápur úr furu, 72 cm hár, 51 cm breiður og um 25,5 cm langur fram. Framhliðin nær upp fyrir skápinn, og á henni er strikheflaður listi umhverfis, en hefur þó týnst af að neðan. Á skápnum er hurð, 31,5 cm x 50,5 cm með spjaldi. Ofan við hurðina er skúffa með upphleyptri tíglaröð á framhlið. Í miðju hurðaspjaldinu er ferhyrndur reitur með útskorunum hornum. Ein hilla er í skápnum. Framhliðin er máluð blá og rauð. Grunnliturinn er blár, en listarnir umhverfis, hurðarramminn og innsti reiturinn í hurðinni og tíglarnir á skúffunum rauðir. Skráin og önnur lömin eru ónýt og kvarnað er úr og rifið af skápnum sums staðar. Skápurinn er íslensk smíð og er sagður yfir 100 ára 1962.

Main information

Dating
1860
Object-related numbers
Museumnumber a: BSk-269
Dimensions
51 x 25.5 x 72 cm Lengd: 51 Breidd: 25.5 Hæð: 72 cm
Place
Staður: Glaumbær, 561-Varmahlíð, Skagafjörður
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Húsgagnasmíði
Keyword:
Skápur

Place of origin

65°36'46.0"N 19°30'23.7"W