Gærubútur, heklað utan um

1971
In preservation at
Reykjavík City Museum
Heklað utan um gærubút. Myndlista- og handíðanámskeið 16.8.-3.9. 1971. Námskeið fyrir starfandi kennara. Námskeiðið var haldið í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla Íslands á vegum Fræðslumálastjórnar. Stjórnandi námskeiðsins (umsjónarmaður), Þórir Sigurðsson, þáverandi námsstjóri list- og verkgreina. Viðfangsefni námskeiðsins voru skapandi verkefni fyrir yngri og eldri nemendur. Sjá skýrslu um námskeiðið í skráningu hér á undan, 11-10, liður. Sjá Ábs 2017-11-31. Unnið með íslenskt hráefni og efnisafganga. Heklað utan um efnisafganga eða gærubúta sem síðan eru heklaðir saman. Aðferðin er dæmi um endurnýtingu. Marmiðið var að nýta íslenskt hráefni og afgangsbúta úr verksmiðjum. Verkefnið var prófað í unglingadeild en reyndist of erfitt. Hugmyndin var kynnt á kennaranámskeiði hjá Vigdísi Pálsdóttur kennara. Þrátt fyrir að verkefnið hafi reynst of erfitt fyrir grunnskólann var tekin sú ákvörðun að hafa það með skólasafninu til að sýna fram á mikilvægi þess að kennarar prófi nýjar hugmyndir, efni og aðferðir. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. 

Main information

Title
Proper noun: Gærubútur, heklað utan um
Dating
1971
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2017-11-32
Dimensions
0 x 9.5 x 10 cm Breidd: 9.5 Hæð: 10 cm
Place
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg
Record type
Collection
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Keywords
Keyword: Skólahandavinna
Keyword:
Textíll