Ljósmyndari
14.04.1988

In preservation at
Akureyri Museum
Ásgrímur Ágústsson, ljósmyndari, stendur við ljósmyndasjálfsala sem hann keypti á ljósmyndastofu sína, Norðurmynd, í Glerárgötu 20 árið 1988. Kassinn, eins og hann var kallaður, var í forstofunni en fara þurfti inn á ljósmyndastofuna til að kaupa sérstaka mynt í sjálfsalann. Myndirnar voru síðan klipptar niður inni á ljósmyndastofunni.
Ásgrímur sagði í viðtali við Dag, þar sem þessi mynd birtist, "að kosturinn við að hafa "kassann" við ljósmyndastofuna, væri sá að þá gæti fólk fengið góð ráð hjá fagmönnunum um notkun hans. "Sumir, sérstaklega þeir sem eldrieru, eru dálítið smeykir við þetta fyrst, en sjá svo að þetta er eins auðvelt og að drekka vatn."
Verðið fyrir passamynd á stofunni var 700 kr en 300 kr í "Kassanum". Hægt var að velja um að fá 4 myndir eða eina stóra. Framköllunin var á svipstundu eða 4 mínútur.
Þjónustan var m.a. auglýst á stóru og miklu útiskilti á umferðareyju á Glerárgötu.
Ásgrímur rak ljósmyndastofu í Glerárgötu 20 um langa hríð þar til hann flutti ljósmyndastofuna í Hafnarstræti 90 árið 1991.
(ÁÁ og Dagur. 14.4.1988)
Main information
Dating
14.04.1988
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: Dagur-2134
Place
Staður: Glerárgata 20, 600-Akureyri, Akureyrarbær
Record type
Classification
Keywords
Depiction: Ljósmyndari
Depiction: Ljósmynd
Depiction: Ljósmyndavél
Depiction: Ljósmyndastofa
Depiction: Ljósmyndavara
Depiction: Passamynd
Depiction: Sjálfsali
Depiction: Ljósmynd
Depiction: Ljósmyndavél
Depiction: Ljósmyndastofa
Depiction: Ljósmyndavara
Depiction: Passamynd
Depiction: Sjálfsali
References
Birtist í Degi 14.4.1988
Place of origin
65°41'13.6"N 18°5'41.5"W
