Öskubakki

In preservation at
Hvoll Folk museum
Öskubakki úr tálgusteini sem er grár og svartur að lit. Á öskubakkanum er lítið hald sem er í framhaldi af skálinni og ´því úr sama efni. Í skálarbrúnina eru 2 ójöfn skörð sem trúlega eru fyrir sígarettur eða álíka. Brúnir öskubakkans eru 0.5 cm. þykkar og í hana hefur verið tálguð 1 rönd. Einnig er 1 rönd utanvert á skálinni. Botninn er 6 cm. í þvermál og neðan í hann hafa verið tálgaðir 2 hringir. Sá innri 3,5 cm. í þvermál og sá ytri 4,2 cm. Kristján var á Grænlandi sumarið 1937 og samkvæmt samtali við son hans Þórarinn má ætla að hann hafi gert öskubakkann þá um sumarið eða tekið með sér efni heim og gert hann fljótlega eftir heimkomuna. Það eru öskuleifar í botni öskubakkans.

Main information

Object-related numbers
"Museumnumber b": 2004-440-73
Dimensions
7 x 2.5 x 0 cm Lengd: 7 Breidd: 2.5 Hæð: 0 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Öskubakki