Saumað andlit

2000 - 2001
In preservation at
Reykjavík City Museum
Nemendavinna úr Setbergsskóla upp úr árinu 2000. Nemandi Konráð, 8JV. Verkefnið varð eftir í skólanum. Vélsaumsæfing, andlit. Ásta Reynisdóttir, textílkennari ákvað að leggja verkefnið fyrir stráka í 8. bekk því það var erfitt að finna saumavélaverkefni sem höfðaði til þeirra. Samkvæmt námskrá frá 1999. Verkefnið varð mjög vinsælt. Kennarinn sýndi kennslubók um andlitsteikningar. Strákarnir teiknuðu eigin útfærslu af andliti sem þeir yfirfærðu á efni og saumuðu í saumavél. Verkefnið höfðaði mjög vel til þeirra, þeir gleymdu sér við vinnuna og fengu útrás við vélsauminn. Ásta prófaði svipuð verkefni í yngri bekkjum þar sem nemendur unnu með önnur myndefni, m.a. fugla, fiska eða kóngulær. Hún gaf Valgerði Jónsdóttur, kennara í Melaskóla verkefnið og Valgerður gaf það til safnsins. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. 

Main information

Title
Proper noun: Saumað andlit
Dating
2000 - 2001
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2017-22-1
Dimensions
0 x 20 x 22 cm Breidd: 20 Hæð: 22 cm
Place
Staður: Setbergsskóli, Hlíðarberg 2, 220-Hafnarfirði, Hafnarfjarðarkaupstaður
Record type
Collection
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Keywords

Place of origin

64°3'58.8"N 21°56'5.4"W