Veggsími

In preservation at
Industry Museum
Þetta er sveitasími. Sveifinni var snúið til að hringja og átti hver bær sína hringingu. Talað var um "stutta og langa" Dæmi: Tvær stutta og tvær langar. Hringingin heyrðist þó á öllum bæjum í sveitinni og hægt var að hlera samtölin.
Margar sögur eru til um slíkar hleranir. Fólk var forvitið og vildi vita hvað um væri að vera. En ef einhver lagði á í miðju samtali heyrðist smellur svo augljóst var að fleiri höfðu verið á línunni.
Á þessum síma er þó rauður hnappur sem notaður var til að hringingin heyrðist ekki á öðrum bæjum.
Main information
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2008-2034
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Veggsími
