Múgavél

1930 - 1944
Múgavél (Deering). Múgavélin var notuð á tvennan hátt: til að snúa heyi við þurrkun og til að raka því saman í múga fyrir hirðingu. Skipt var á milli þessara hlutverka með því að breyta snúningi kambanna. Múgavélar af þessari gerð ruddu sér einkum til rúms á fimmta áratugnum en sú fyrsta var reynd á Vífilsstöðum árið 1928. Síðar komu sérhæfðar vélar fyrir hvort verk um sig(t.d. heyþyrlur, hjól-og stjörnumúgavélar)... Þessi múgavél er af gerðinni Deering. Hún var dregin af tveimur hestum og vann á við margar kaupakonur. Múgavélina keypti Hallgrímur Eðvarðsson, bóndi á Helgavatni í Vatnsdal, árið 1944. Vélina notaði hann fram til 1960 og alla tíð með hestum. Hallgrímur og kona, Þorbjörg Jónasdóttir, gáfu búvélasafninu múgavélina árið 1992. Vélin er undir austurvegg Búvélasafnsins.

Main information

Dating
1930 - 1944
Object-related numbers
Museumnumber a: 21
Place
Staður: Helgavatn, 541-Blönduósi, Húnabyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Snertisafn
Keywords
Keyword: Múgavél

Place of origin

65°27'9.0"N 20°19'40.1"W