Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Muggur. Verk í eigu Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
1.10.2021

Guðmundur Thorsteinsson, alltaf kallaður Muggur, fæddist á Bíldudal 1891, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar 1903. Hann nam myndlist við Konunglega listaháskólann 1911–1915. Listferill hans að námi loknu spannaði einungis tæp tíu ár, en hann lést úr berklum 1924. Á stuttum ferli náði hann að skapa einstakan og persónulegan myndheim. Stíll hans var natúralískur og frásögn oftar en ekki í fyrirrúmi, verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi.

Í safneign Listasafns Íslands eru 74 verk eftir Mugg og eru þau mjög fjölbreytt bæði hvað varðar myndefni og gerð en safnið á olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafíkverk, klippimyndir og útsaumsverk eftir Mugg. Fystu verkin voru keypt til safnsins árið 1918 en flest verkanna eða 46 eru gjöf til safnsins árið 1958 frá hinum danska prófessor og listmálara, Elof Risebye (1892-1961). 

 

/