Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Sundkennsla

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
4.2.2021

Frá fyrstu tíð hafa Íslendingar notað jarðvarma landsins til böðunar. Þá er talið að Íslendingar hafi almennt verið syndir, þó að sundkunnátta hafi eitthvað dvínað þegar fram liðu aldir. Fyrsta sundnámskeiðið var haldið á Íslandi árið 1821 af Jóni Þorlákssyni Kjærnested í sundhyl í Reistarár í Eyjafirði. Jón var síðan með sundkennslu í Laugalæknum í Reykjavík árið 1824. Seinna var lækurinn stíflaður, breikkaður og dýpkaður, svo lítil laug myndaðist. Þegar ungmennafélög eru stofnuð fara þau í að hlaða sundstaði víða. Þar eru sundgarðar hlaðnir og með því búnir til hylir í lækjum og ám, með jarðhita jafnt sem ísköldu bergvatni. Í dag er svo komið að Íslendingar ljúka ekki skólakyldu sinni nema að vera orðnir syndir og mælist sundkunnátta á Íslandi með hæsta móti í heiminum. Sund er helsta almenningsíþrótt Íslendinga og sundstaðir fastur áfangastaður margra dag hvern. Stundum er sagt að sundlaugar hafi sömu stöðu og krár hafa erlendis sem félagsmiðstöðvar.

/