Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Hafnarfjörður – verk úr safneign Hafnarborgar

Sýningaraðilar:
Hafnarborg

Sýningarstjóri:
Ágústa Kristófersdóttir

Sýningartími:
30.04.2020 - 30.08.2020

Um er að ræða sérstaka sýningu á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar, sem öll eiga það sameiginlegt að sýna Hafnarfjörð, þó hvert með sínum hætti. Má hér sjá bæinn í gegnum augu listamanna – þar á meðal sumra af helstu meisturum íslenskrar myndlistar – sem vinna bæði á ólíkum tímum og með ólíka miðla, svo sem málverk, teikningar, grafík og ljósmyndir.

***

Verkin sem hér eru sýnd eru eftir Jón Hróbjartsson, Hörð Ágústsson, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving, Gretu Björnsson, Eggert F. Guðmundsson, Gunnar Hjaltason, Pétur Friðrik Sigurðsson, Jón Þorleifsson, Erlu Stefánsdóttur, Árna B. Elfar, Spessa og Astrid Kruse Jensen.

***

Sérstaklega áhugavert er að sjá hvernig sýn listamanna á bæinn hefur breyst en áður fyrr var hann oft sýndur í rómantísku ljósi á olíumálverkum meistaranna, meðan seinni tíma verk eða ljósmyndir hafa yfir sér raunsærri blæ. Eitt breytist þó ekki en það er að myndlistarmenn halda áfram að sækja innblástur að verkum sínum til Hafnarfjarðar, bæjarins í hrauninu og þess sem kann að leynast þar.