Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Gjöf fjármálaráðuneytisins til Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
16.12.2019

Fjármálaráðuneytið hefur afhent Listasafni Íslands til fullra umráða 76 verk sem ráðuneytið hefur eignast með ýmsum hætti í gegnum tíðina. Mikill meirihluti þeirra er grafíkverk sem hafa hangið uppi á skrifstofum starfsmanna í lengri eða skemmri tíma. Með þessari gjöf fær Listasafn Íslands mikilvæga viðbót við safn sitt af grafíkverkum og áhugverð málverk og vatnslitamyndir eftir fjölbreyttan hóp listamanna.