Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Æskan á millistríðsárunum

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands
Safnahús Borgarfjarðar
Norska húsið - BSH
Minjasafnið Bustarfelli
Minjasafn Austurlands
Listasafn Íslands
Listasafn Árnesinga
Heimilisiðnaðarsafnið
Byggðasafnið Reykjum
Byggðasafnið á Skógum
Byggðasafn Skagfirðinga
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Akraness og nærsveita
Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningarstjórar:
Vala Gunnarsdóttir
Elín Guðjónsdóttir
Dagný Heiðdal
Anna Lísa Rúnarsdóttir

Birt á vef:
30.1.2019

Æskan er mikilvægt æviskeið sem hefur mótandi áhrif á okkur öll. Söfn landsins varðveita fjölmarga muni, myndir og margvíslegar heimildir sem tengjast æskunni og sögu barna á mismunandi tímum. Með þessari vefsýningu í Sarpi er sjónum beint að þessum safnkosti frá millistríðsárunum í þeim 50 söfnum sem skrá safneign sína í Sarp og hægt er að skoða á Sarpur.is. Þetta úrval sem hér birtist er aðeins brot af þeim gripum sem söfnin varðveita og tengist viðfangsefninu „Æskan á millistríðsárunum” en þessi sameiginlega sýning safnanna er einstakur vettvangur til að draga saman tengda gripi á landsvísu á einn stað.

 

Ýmislegt gerðist í þjóðfélaginu á millistríðsárunum og var árið 1918 sérstaklega viðburðarríkt. Merk tímamót urðu í sögu þjóðarinnar árið 1918 þegar að Ísland varð fullvalda ríki og hefur það án efa haft áhrif á sjálfsvitund Íslendinga. Sagt hefur verið að Íslendingar hafi horft bjartari augum fram á veginn eftir að hafa öðlast fullveldi og á sama tíma hafi félagslíf tekið kipp.

 

Ýmislegt fleira hefur haft áhrif á líf landsmanna og þar með talið barna á þessum árum og má þar t.d. nefna eldgos, spænsku veikina, kreppu, framfarir í landbúnaði, rafvæðingu og vökulögin. Gripirnir sem söfnin völdu sýna nokkuð saklausa mynd af æskunni á millistríðsárunum og einbeittu söfnin sér að fatnaði, leikföngum, barnahúsgögnum og ljósmyndum sem gætu vakið upp góðar minningar hjá þeim sem muna þessa tíma. Vissulega finnast þó einnig gripir í Sarpi sem sýna myrkari hlið þessara ára t.d. munir, ljósmyndir og þjóðháttalýsingar tengdir veikindum, barnavinnu og fátækt svo eitthvað sé nefnt.

/