Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Skólahandavinna - textíll

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningarstjórar:
Ingibjörg Áskelsdóttir
Gerður Eygló Róbertsdóttir

Birt á vef:
25.1.2019

Árið 2015 hófst samstarfsverkefni um söfnun, skráningu og varðveislu minja sem tengjast skólahandavinnu innan textíls. Samstarfsaðilar voru Borgarsögusafn Reykjavíkur og textílkennararnir Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor  í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún L. Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. Félag textílkennara lýsir fullum stuðningi við verkefnið. Frumkvæði að verkefninu kom frá Sigrúnu Guðmundsdóttur.

Nú er verkefnið langt komið, verið er að slá inn upplýsingar í Sarp og taka ljósmyndir af gripum. Því þótti okkur tilvalið að vekja athygli á þessu áhugaverða verkefni og birta hér nokkra valda gripi sem varpa ljósi á bæði fjölbreytileika og þróun á sviði skólahandavinnu.

Markmið verkefnisins var að safna markvisst skólahandavinnu innan textíls, bæði á nemendavinnu og gögnum/sýnishornum frá kennurum.

Söfnun, greiningu og skráningu önnuðust Sigrún Guðmundsdóttir og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir.

Borgarsögusafn lagði til faglega aðstoð, myndatöku gripa og yfirfærslu upplýsinga í mennignarsögulega gagnagrunninn Sarp. Borgarsögusafn ábyrgist einnig varðveislu aðfanga og áframhaldandi móttöku  gripa eftir að formlegri söfnun lýkur.

Safnkosturinn verður aðgengilegur kennurum, nemendum og öðrum rannsakendum í Borgarsögusafni Reykjavíkur, textílvarðveisludeild í Árbæjarsafni, auk þess sem ljósmyndir af textílum og grunnupplýsingar verða aðgengilegar almenningi á sarpur.is