LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Hver er á myndinni? Greiningarsýning á ljósmyndum eftir Alfreð D. Jónsson.

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
6.9.2018

Ljósmyndun var lengi fyrst og fremst í höndum fagmanna. Einn af fjölmörgum portrettljósmyndurum Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld var Alfreð D. Jónsson. Hann rak ljósmyndastofu, fyrst á Klapparstíg 37 árin 1931–1935 og síðan á Laugavegi 23 árin 1935–1952. 

Filmusafn Alfreðs var afhent Ljósmyndasafni Íslands til varðveislu fyrir fáum árum. Það var að litlu leyti skráð. Myndirnar á þessari sýningu eru allar frá ljósmyndastofu Alfreðs. Fólkið er allt óþekkt og nafnlaust. Gildi myndar eykst mikið ef vitað er hvern hún sýnir. Þekkir þú eitthvert andlit? Ef svo vill til, er um að gera að koma þeim upplýsingum á framfæri með því að velja „Veistu meira?? hægra megin undir myndinni.