LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Heimarafstöðvar

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
31.1.2018

Fyrsta vatnsaflsrafsstöð á Íslandi var tekin í notkun í Hafnarfirði árið 1904. Það var gert fyrir tilstuðlan Halldórs Guðmundssonar sem þá var nýkomin úr verkfræðinámi í Kaupmannahöfn. Hann fór víða um í kjölfarið og á tiltölulega skömmum tíma eftir það rafvæðast margir þéttbýlisstaðir. Það var aftur á móti vandkvæðum háð að rafvæða dreifbýlið, því flytja þurfti rafmagnið um talsvert lengri veg og byggja upp dreifikerfi. Fyrstu rafstöð í dreifbýli setti Halldór upp á Bíldsfelli í Grafningi árið 1910. Rafstöðvar í dreifbýli þjónuðu oftast aðeins einum bæ með virkjun bæjarlækjarins. Snemma var farið að kalla þessar rafstöðvar heimarafstöðvar.

Bjarni Runólfsson, kenndur við Hólm í Landbroti, var brautryðjandi á Íslandi í smíði heimarafstöðva. Talið er að hann hafi staðið fyrir smíði 116 heimarafstöðva víða um land. Við andlát hans 1938 tóku aðrir menn við smíðum á heimarafstöðvum, þó aðallega á Suðurlandi. En enginn þeirra komst í hálfkvisti við Bjarna. Þegar Sogsrafmagnið kom lögðust flestar þessarra heimarafstöðva af.