Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Ambient

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Maja Gomulska

Sýningartími:
11.2017 - 11.2018

Sýningarskrá:

Að þessu sinni hafa verið valin saman verk sem koma inn á þá óljósu hugmynd um það sem umlykur okkur. Þó að merking hugtaksins vísi upphaflega í hið óræðna sem umvefur okkur þá getur það einnig haft ákveðnar tilvísanir til tónlistar. Erik Satie notaði hugtakið „musique d’ameublement“, sem mætti þýða sem húsgagnatóna, þegar hann lýsti ákveðnum tónverkum sem spiluð voru sem bakgrunshljóð á viðburðum – án þess þó að vera sérstakir tónlistarviðburðir. Tilgangur þessara tóna var að láta utanaðkomandi hljóð, þar á meðal götuhljóð, sem og önnur náttúrulegri umhverfishljóð, renna saman við umhverfið. Annað markmið þesskonar tónverka var að draga úr stressi og mýkja þannig aðstæður hlaðnar áreiti og gera þær bærilegri. Báðar túlkanir hugtaksins eiga þó rætur í upphaflegu merkingu þess og gefa í skyn eitthvað sem hefur viðveru, líkt og húsgagn eða skreyting einhverskonar – eitthvað sem er til staðar en vekur varla eftirtekt, eða er sjáanlegt en enganvegin augljóst. Líkt og umhverfið sem umvefur okkur en þröngvar sér ekki upp á okkur. Líkt og veðrið sem fylgir okkur hvert sem við förum en við veltum ekki fyrir okkur öllum stundum, líkt og landslagið sem umlykur okkur en er vart sjáanlegt. Í þessu samhengi má nefna verk Húberts Nóa Jóhannessonar og Bjarna H. Þórarinssonar sem eru hér til sýnis og eru þessum hugmyndum til marks. Þetta tengist því hvernig við eigum það til að nema bakgrunnshljóð – hljóðin draga ekki athygli frá öðrum verkefnum okkar, heldur geta örvað hugsun eða gefir okkur færi á að dreifa huganum og látið hann reika inn í einhverskonar kyrrð. Verkin hér til sýnis má því á ákveðin hátt kalla „hljóðflótta“, en þau geta haft svipuð sjónrænáhrif og umhverfistónar hafa við hlustun. Við erum þeirrar skoðunar að mjúkar línur og mild litasamsetning hafi alla burði til að kalla fram ljúfa lund og verið grunnur að yfirveguðu andrúmslofti. Ykkur er velkomið að aftengja ykkur og láta hugann reika yfir sýningunni Umlykjandi.

 

The selection of artworks presented explore a quite nubilous idea of ambient. While the concept’s original associations might bring us to what surrounds us, it also has specific musical connotations. Erik Satie used the term “musique d’ameublement”, which can be translated as furniture music, to describe a certain kind of composition performed softly in the background, during a special, but not specifically music-related event. Its purpose would be to blend into all the external sounds, including street noises, but also those coming from the natural world. The other use of such pieces would be to soften a stressful atmosphere and make it more tolerable. By extension, both meanings stem from the original one, implying something that may be treated as a furniture, decor – present but barely discernible; or, visible but unobtrusive. Just like the environment that is all around but does not impose itself on anyone. Just like the weather which accompanies us constantly, yet we do not seem to care about all the time. Just like the landscapes that surround us but are on the verge of visibility (of which good examples may be the works by Húbert Nói Jóhannesson or Bjarni H. Þórarinsson presented here). It resembles the way we tend to hear a sound that is playing in the background – it is not distracting our attention from other activities, but rather stimulating contemplation, or even allowing one to melt away and drift into peace and quiet. Displayed works can, therefore, be called “soundscapes”, and be seen just as ambient music can be listened to. We believe that their smooth form and soft color scheme have the delicate power of producing a calm mood and supporting relaxing atmosphere. You are welcome to mellow out in the exhibition Ambient.